Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Hömlur á erlendu eignarhaldi ýta Síldarvinnslunni út úr vísitölu FTSE

Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell hefur ákveðið að Síldarvinnslan, eitt stærsta útgerðarfélag landsins, verði ekki á meðal þeirra fyrirtækja í Kauphöllinni sem verða tekin inn í sérstaka vísitölu nýmarkaðsríkja vegna þeirra víðtæku takmarkana sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi.

Innherji
Fréttamynd

Stöndum með í­búa­lýð­ræði

Mikið hefur verið fjallað um áætlanir um fiskeldi í Seyðisfirði á undanförnum misserum. Ekki er laust við að ýmsum íbúum Múlaþings, Seyðfirðingum sérstaklega, sé misboðið hvernig aðdragandi þessa máls hefur verið.

Skoðun
Fréttamynd

Gróða­hyggjan má ekki ráða öllu

Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur.

Skoðun
Fréttamynd

„Firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin“

Frambjóðandi VG í Múlaþingi telur andstöðu Seyðfirðinga við fyrirhugað fiskeldi fordæmalausa á landsvísu. Þá hafi bæjarbúar sýnt að þeir séu færir um atvinnusköpun með öðrum leiðum. Heimastjórnarmaður telur andstöðuna ofmetna og segir eldið ómissandi fyrir uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins

Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Af hverju er erfitt að elska ís­lenskan út­gerðar­mann?

Kántrísöngkonan Tammy Wynette söng sig angurvært inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með smellinum Stand by Your Man um miðja síðustu öld. Þar ráðlagði hún okkur kynsystrum sínum að elska og virða okkar menn jafnvel þó þeir geri hluti sem við skiljum ekki eða upphefji sig á okkar kostnað.

Skoðun
Fréttamynd

Laxeldi í Seyðisfirði má hindra!

Nýverið, sjö árum eftir upphaf laxeldisáforma í Seyðisfirði héldu forsvarsmenn eldisins loks upplýsingafund um sín áform. Þá voru 15 mánuðir síðan sveitarstjóri Múlaþings tók við undirskriftum 55% Seyðfirðinga sem mótmæltu laxeldinu afdráttarlaust.

Skoðun
Fréttamynd

Andri og Birgir með helmingshlut í félagi sem fjárfestir í fiskeldi

Eignarhaldsfélagið ÍV SIF Equity Farming (ÍSEF), sem var stofnað í fyrra og hefur það meginmarkmiði að byggja upp eignasafn í fiskeldi og tengdri starfsemi, sótti sér samtals 1.450 milljónir króna frá innlendum fjárfestum til að fjármagna fyrstu tvær fjárfestingar félagsins á árinu 2021.

Innherji
Fréttamynd

Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum

Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann.

Innlent
Fréttamynd

Einum erfiðasta vetri Lands­virkjunar loks lokið

Landsvirkjun hefur afnumið allar skerðingar til raforkukaupenda en vatnsstaðan í miðlunarlónum fyrirtækisins fer hratt batnandi. Í ljósi þess hefur Landsvirkjun nú tilkynnt fiskimjölsverksmiðjum og fiskþurrkunum að skerðingar á afhendingu til þeirra séu afturkallaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Félög Þorsteins Más og Guðbjargar hafa ekki selt neitt í Íslandsbanka

Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og rekur meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þau keyptu í útboði Bankasýslu ríkisins á ríflega fimmtungshlut í Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Fall­ein­kunn fyrir­hugaðs fisk­eldis

Ég get ekki á mér setið eftir að hafa lesið ýmis skrif um fiskeldi. Nei, fiskeldi er svo sannarlega engin töfralausn fyrir Seyðisfjörð og alls ekki tækifæri, því það stefnir í hættu atvinnuuppbyggingu íbúanna síðustu áratugina.

Skoðun