Pallborðið

Pallborðið

Pallborðið er umræðuþáttur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem helstu málefni eru krufin til mergjar með viðmælendum.

Fréttamynd

Bjarni lagði á­herslu á á­hrifin en Guð­laugur Þór sagði tóninn slæman

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni og Guð­laugur Þór tókust á í Pall­borðinu

Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Pallborðið: HM-sæti undir í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn með sigri á Portúgal í umspili í dag. Leikið er á Estádio da Mata Real í Pacos de Ferreira í Portúgal og hefst leikurinn klukkan 17:00.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir listar reyna að rjúfa sjálf­stæðis­múrinn á Nesinu

Oddvitar þeirra þriggja framboða sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Bærinn hefur verið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins áratugum saman en nú telja önnur framboð meiri möguleika en oft áður að ná meirihluta í komandi kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Hildur, Dagur og Dóra mætast í Pallborðinu

Tæpar tvær vikur eru til kosninga og búast má við heitum umræðum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 í dag þegar oddvitar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Pírata mætast.

Innlent
Fréttamynd

Bær í örum vexti í Pallborðinu

Íbúum hefur hvergi fjölgað jafn mikið á undanförnum árum eins og í Reykjanesbæ sem er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Oddvitar þriggja framboða mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði

Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Pallborðið: Dramatíkin í Söngva­keppninni

Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 

Lífið
Fréttamynd

Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki

Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Formannsefni Eflingar takast á í Pallborðinu

Kosningar til embættis formanns Eflingar og helmings stjórnarsæta hefst í fyrramálið og stendur yfir í viku. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður og Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu bjóða sig fram til formanns.

Innlent
Fréttamynd

Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit

Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 

Innlent
Fréttamynd

„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“

Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot

Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði.

Innlent
Fréttamynd

Bólusetningar barna ræddar í Pallborðinu

Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19 er hafin hér á landi og má reikna með að stór hluti barna á þessum aldri fá sprautu í næstu viku. Bólusetningarnar eru á vörum margra þessa dagana og foreldrar margir hverjir á báðum áttum með hvaða skref skuli stíga.

Innlent