Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2023 08:06 Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís voru gestir Pallborðsins. Vísir/Vilhelm „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ Þetta sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri í Pallborðinu í síðustu viku, spurð að því hvað hún ætti við þegar hún segði að „menningarslys“ væri í uppsiglingu í óperuheiminum hérlendis. Umræðuefni Pallborðsins var framtíð óperunnar á Íslandi en eins og kunnugt er stendur til að stofna þjóðaróperu, sem á að koma í stað Íslensku óperunnar og taka til starfa 2025. „Menningarslys er það ef flýtimeðferðin verður á kostnað gæða ferlisins, sem er ákveðin hætta þegar svona viðkvæmt ferli eins og framundan er er sett af stað með svona miklum hraða og það eru komin tímamörk og þetta verður að gerast fyrir „þennan tíma“ en það er ekkert ljóst hvernig stefnan er og hvernig innihaldið er. Það vantar alveg, alla vega gagnvart okkur; nú get ég bara talað fyrir okkur,“ sagði óperustjóri. Steinunn Birna sagði verulega hafa skort á samráð við Íslensku óperuna í aðdraganda ákvörðunar um stofnun þjóðaróperu og það hefði ekki verið rætt með beinum hætti hvernig og hvort þjóðaróperan yfir höfuð myndi byggja á grunni Íslensku óperunnar. Þar væru undir hlutir eins og nafnið, eignir á borð við leikmyndir og búningar og fleira. Þetta er ekki í takt við yfirlýsingar menningarmálaráðherra, sem hefur sagt að reglulega hafi verið fundað með stjórn Íslensku óperunnar og hún upplýst á öllum stigum málsins. Þrátt fyrir ósætti um aðferðafræðina sagðist Steinunn fagna stofnun þjóðaróperu og undir það tók Gissur Páll Gissurarson óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Gissur fór yfir nokkur þeirra mála sem hafa reynst Íslensku óperunni erfið, meðal annars ásakanir um að söngvurum, fagfólkinu, hafi verið bolað úr stjórn Óperunnar og frá allri ákvarðanatöku. Einnig launadeilur milli Óperunnar og söngvara, sem náðu hámarki í dómsmáli þar sem Þóra Einarsdóttir söngkona hafði sigur. „Við í félaginu í raun og veru viljum bara absalút að þetta form komist í réttan farveg, þar sem er opin stjórnsýsla, þar sem er farið eftir stjórnsýslulögum og þar sem hlutirnir eru uppi á borðum. Sem okkur hefur ekki þótt vera hingað til,“ sagði Gissur. Gissur sagði rekstrarform Íslensku óperunnar, sem er sjálfseignarstofnun, vera óheppilegt og gagnrýndi samráðslausa ákvarðanatöku. „Okkur söngvurum finnst okkur hafa verið mjög mikið haldið fyrir utan... aðkomu að Óperunni,“ sagði Gissur og sagði undarlegt að Vinafélag Óperunnar hefði verið „klippt út“ fyrir nokkrum árum. „Þar höfðu söngvarar, eða fagstéttin, haft aðkomu að stjórn Óperunnar, sem er fullkomlega eðlilegt, og það var „köttað“ á það. Það skapar ákveðna tortryggni og ákveðinn núning,“ sagði Gissur Páll. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Óperan er gagnrýnd fyrir ógegnsæi en ráðning Steinunnar Birnu árið 2015 vakti nokkra óánægju, fyrst og fremst vegna þess að þáverandi stjórn neitaði að gefa upp hverjir hefðu sótt um og boðaði engan annan í viðtal. Gissur Páll og Steinunn Birna voru sammála um að fjárskortur hefði staðið Íslensku óperunni fyrir þrifum en það má segja að samstarfsörðugleikar óperunnar og söngvara hafi brotist út undir lok Pallborðsins þegar annars kurteisislegar samræður fengu á sig nýjan tón. „Ég hef ekki átt greiðan aðgang til ykkar síðan 2015,“ sagði Gissur Páll. „Hefurðu eitthvað reynt að hafa samband? Nema eitt símtal til að tjá óánægju með hlutverkið sem þér var boðið?“ svaraði Steinunn Birna. „Einmitt, einmitt. Þetta snýst ekki um eitt skipti og eitt hlutverk,“ sagði þá Gissur Páll. Menning Íslenska óperan Pallborðið Tengdar fréttir Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. 29. september 2023 12:02 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Þetta sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri í Pallborðinu í síðustu viku, spurð að því hvað hún ætti við þegar hún segði að „menningarslys“ væri í uppsiglingu í óperuheiminum hérlendis. Umræðuefni Pallborðsins var framtíð óperunnar á Íslandi en eins og kunnugt er stendur til að stofna þjóðaróperu, sem á að koma í stað Íslensku óperunnar og taka til starfa 2025. „Menningarslys er það ef flýtimeðferðin verður á kostnað gæða ferlisins, sem er ákveðin hætta þegar svona viðkvæmt ferli eins og framundan er er sett af stað með svona miklum hraða og það eru komin tímamörk og þetta verður að gerast fyrir „þennan tíma“ en það er ekkert ljóst hvernig stefnan er og hvernig innihaldið er. Það vantar alveg, alla vega gagnvart okkur; nú get ég bara talað fyrir okkur,“ sagði óperustjóri. Steinunn Birna sagði verulega hafa skort á samráð við Íslensku óperuna í aðdraganda ákvörðunar um stofnun þjóðaróperu og það hefði ekki verið rætt með beinum hætti hvernig og hvort þjóðaróperan yfir höfuð myndi byggja á grunni Íslensku óperunnar. Þar væru undir hlutir eins og nafnið, eignir á borð við leikmyndir og búningar og fleira. Þetta er ekki í takt við yfirlýsingar menningarmálaráðherra, sem hefur sagt að reglulega hafi verið fundað með stjórn Íslensku óperunnar og hún upplýst á öllum stigum málsins. Þrátt fyrir ósætti um aðferðafræðina sagðist Steinunn fagna stofnun þjóðaróperu og undir það tók Gissur Páll Gissurarson óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Gissur fór yfir nokkur þeirra mála sem hafa reynst Íslensku óperunni erfið, meðal annars ásakanir um að söngvurum, fagfólkinu, hafi verið bolað úr stjórn Óperunnar og frá allri ákvarðanatöku. Einnig launadeilur milli Óperunnar og söngvara, sem náðu hámarki í dómsmáli þar sem Þóra Einarsdóttir söngkona hafði sigur. „Við í félaginu í raun og veru viljum bara absalút að þetta form komist í réttan farveg, þar sem er opin stjórnsýsla, þar sem er farið eftir stjórnsýslulögum og þar sem hlutirnir eru uppi á borðum. Sem okkur hefur ekki þótt vera hingað til,“ sagði Gissur. Gissur sagði rekstrarform Íslensku óperunnar, sem er sjálfseignarstofnun, vera óheppilegt og gagnrýndi samráðslausa ákvarðanatöku. „Okkur söngvurum finnst okkur hafa verið mjög mikið haldið fyrir utan... aðkomu að Óperunni,“ sagði Gissur og sagði undarlegt að Vinafélag Óperunnar hefði verið „klippt út“ fyrir nokkrum árum. „Þar höfðu söngvarar, eða fagstéttin, haft aðkomu að stjórn Óperunnar, sem er fullkomlega eðlilegt, og það var „köttað“ á það. Það skapar ákveðna tortryggni og ákveðinn núning,“ sagði Gissur Páll. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Óperan er gagnrýnd fyrir ógegnsæi en ráðning Steinunnar Birnu árið 2015 vakti nokkra óánægju, fyrst og fremst vegna þess að þáverandi stjórn neitaði að gefa upp hverjir hefðu sótt um og boðaði engan annan í viðtal. Gissur Páll og Steinunn Birna voru sammála um að fjárskortur hefði staðið Íslensku óperunni fyrir þrifum en það má segja að samstarfsörðugleikar óperunnar og söngvara hafi brotist út undir lok Pallborðsins þegar annars kurteisislegar samræður fengu á sig nýjan tón. „Ég hef ekki átt greiðan aðgang til ykkar síðan 2015,“ sagði Gissur Páll. „Hefurðu eitthvað reynt að hafa samband? Nema eitt símtal til að tjá óánægju með hlutverkið sem þér var boðið?“ svaraði Steinunn Birna. „Einmitt, einmitt. Þetta snýst ekki um eitt skipti og eitt hlutverk,“ sagði þá Gissur Páll.
Menning Íslenska óperan Pallborðið Tengdar fréttir Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. 29. september 2023 12:02 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. 29. september 2023 12:02
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent