Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2023 19:31 Sólveig Anna Jónsdóttir og Halldór Benjamín Þorbergsson tókust hart á um stöðu kjaraviðræðna þeirra í Pallborðinu. Bæði voru þó sammála um að þau hefðu skamman tíma til að ná saman áður en Alþingi gripi inn í deiluna. Stöð 2/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mætttu í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi í dag. Viðræður þeirra um gerð kjarasamnings eru í fullkomnum hnút. Að óbreyttu herðist hann enn frekar á fimmtudag í næstu viku þegar verkbann SA á störf allra félaga í Eflingu tekur gildi ofan á verkföll Eflingar á fimmtán hótelum og hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa. Formaður Eflingar sagði hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til þess. SA vildi hins vegar ekki semja heldur berja niður baráttu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Benjamín benti hins vegar á að engir þeirra samninga sem gerðir hefðu verið væru nákvæmlega eins. Reynt hefði verið að koma til móts við einstakar kröfur félaganna innan tiltekins ramma Halldór Benjamín Þorbergsson segir meðaltalshækkun launa hafa verið 42 þúsund krónur í SGS samningum en 50 þúsund samkvæmt kröfum Eflingar auk annarra krafna. Munurinn er átt þúsund krónur.Stöð 2/Arnar „En þegar á hólminn var komið kom í ljós að kröfurnar voru meiri en annarra. Hækkanirnar hefðu verið talsvert meiri en hjá öðrum félögum. Við þá stöðu gátu hvorki Samtök atvinnulífsins, né sjáðu settur ríkissáttasemjari, búið við. Þess vegna lýsti hann því yfir að það væri himinn og haf á milli deiluaðila,“ sagði framkvæmdastjóri SA. Í þættinum reyndi þáttastjórnandi að fá fram hvað miklu munaði á kröfum Eflingar annars vegar og því sem samið hefði verið um við SGS hins vegar. Sólveig Anna sagði Eflingu til að mynda hafa fallið frá 15 þúsund króna framfærluuppbót en viljað á móti fá uppbót fyrir annað í samningum SGS sem ætti síður við um eflingarfélaga. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði Eflingu hafa fallið frá framfærluuppbótinni en vildi á móti að ýmis annar kostnaður SA við SGS samningana yrði reiknaður inn í samninga við Eflingu.Stöð 2/Arnar „Að samningurinn yrði ekki ódýrar fyrir fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu heldur en hann hefur verið fyrir fyrirtækin úti á landi.“ Ertu þá að tala um bónusa og annað sem á frekar við á landsbyggðinni kæmu reiknaðir inn til ykkar? „Já, það eru fiskvinnslubónusar sem fara til verulega stórs hóps úti á landi. Hjá okkur eru það einungis 400 meðlimir og ýmislegt í þeim dúr,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín sagði meðaltalshækkun launa í SGS samningnum vera 42 þúsund krónur en 50 þúsund samkvæmt kröfum Eflingar en þá ætti eftir að telja til aðrar kröfur. Bæði voru sammála um að ekki væru margir kostir í stöðunni áður en Alþingi setti lög á deiluna. Einn kosturinn væri ný miðlunartillaga. „Þetta er góð spurning og ég skal svara henni. Að sjálfsögðu er það svo að ef miðlunartillaga er lögð fram og lögunum er fylgt um að ráðgast er við deiluaðila og svo framvegis, að sjálfsögðu mun Efling ekki standa í vegi fyrir því,“ sagði Sólveig Anna. Bæði sögðust myndu líka svara kalli sáttasemjara um nýjan fund. Mér sýnist staðan vera þannig að þið hafið sirka viku þar til það fer verulega að finna fyrir verkbanninu. Ef Ástráður hringir í ykkur í kvöld og segir komið í fyrramálið og ég ætla að loka ykkur hér inni til miðvikudags. Takið með ykkur nesti og nýja skó og nærföt til skiptanna og þið farið ekki út frá mér fyrr en þið eruð búin að násamningi. „Við myndum gera það ef Samtök atvinnulífsins myndu gera það sem við gerðum síðast; fallast á að fresta verkbanninu sínu. Þá sannarlega myndum við gera það,“ sagði formaður Eflingar. Halldór Benjamín spurði Sólveigu Önnu þá hvort þau ættu ekki einfaldlega að aflýsa öllum aðgerðum þarna á staðnum. Halldór Benjamín bauðst til að handsala á staðnum samkomulag beggja um að aflýsa öllum aðgerðum og sest yrði á ný við samningaborðið.Stöð 2/Arnar „Ég skal aflýsa öllu verkbanni ef þú aflýsir öllum verkföllum. Ert klár í það,“ spurði Halldór Benjamín. „Ef við förum þarna inn með þeim vilja að gera kjarasamning fyrir Eflingu, eflingarsamning fyrir eflingarfólk, þá að sjálfsögðu frestum við öllum okkar verkföllum. Eins og við höfum áður gert," sagði formaður Eflingar. „Við skulum aflýsa verkbanninu gegn því að þú aflýsir öllum verkföllum. Ég er til í að taka í höndina á þér upp á það núna,“ sagði framkvæmdastjóri SA og rétti fram hönd sína því til staðfestingar. „Ef þú kemur þá með mér inn til ríkissáttasemjara til að gera við mig eflingarsamning fyrir eflingarfólk. Sannarlega,“ sagði Sólveig Anna og ítrekaði að hún væri að tala um frestun verkfalla en ekki að aflýsa þeim og það dygði henni á móti að SA frestaði verkbanninu. Pallborðið í heild sinni má sjá hér: Kjaraviðræður 2022-23 Pallborðið Tengdar fréttir Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mætttu í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi í dag. Viðræður þeirra um gerð kjarasamnings eru í fullkomnum hnút. Að óbreyttu herðist hann enn frekar á fimmtudag í næstu viku þegar verkbann SA á störf allra félaga í Eflingu tekur gildi ofan á verkföll Eflingar á fimmtán hótelum og hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa. Formaður Eflingar sagði hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til þess. SA vildi hins vegar ekki semja heldur berja niður baráttu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Benjamín benti hins vegar á að engir þeirra samninga sem gerðir hefðu verið væru nákvæmlega eins. Reynt hefði verið að koma til móts við einstakar kröfur félaganna innan tiltekins ramma Halldór Benjamín Þorbergsson segir meðaltalshækkun launa hafa verið 42 þúsund krónur í SGS samningum en 50 þúsund samkvæmt kröfum Eflingar auk annarra krafna. Munurinn er átt þúsund krónur.Stöð 2/Arnar „En þegar á hólminn var komið kom í ljós að kröfurnar voru meiri en annarra. Hækkanirnar hefðu verið talsvert meiri en hjá öðrum félögum. Við þá stöðu gátu hvorki Samtök atvinnulífsins, né sjáðu settur ríkissáttasemjari, búið við. Þess vegna lýsti hann því yfir að það væri himinn og haf á milli deiluaðila,“ sagði framkvæmdastjóri SA. Í þættinum reyndi þáttastjórnandi að fá fram hvað miklu munaði á kröfum Eflingar annars vegar og því sem samið hefði verið um við SGS hins vegar. Sólveig Anna sagði Eflingu til að mynda hafa fallið frá 15 þúsund króna framfærluuppbót en viljað á móti fá uppbót fyrir annað í samningum SGS sem ætti síður við um eflingarfélaga. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði Eflingu hafa fallið frá framfærluuppbótinni en vildi á móti að ýmis annar kostnaður SA við SGS samningana yrði reiknaður inn í samninga við Eflingu.Stöð 2/Arnar „Að samningurinn yrði ekki ódýrar fyrir fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu heldur en hann hefur verið fyrir fyrirtækin úti á landi.“ Ertu þá að tala um bónusa og annað sem á frekar við á landsbyggðinni kæmu reiknaðir inn til ykkar? „Já, það eru fiskvinnslubónusar sem fara til verulega stórs hóps úti á landi. Hjá okkur eru það einungis 400 meðlimir og ýmislegt í þeim dúr,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín sagði meðaltalshækkun launa í SGS samningnum vera 42 þúsund krónur en 50 þúsund samkvæmt kröfum Eflingar en þá ætti eftir að telja til aðrar kröfur. Bæði voru sammála um að ekki væru margir kostir í stöðunni áður en Alþingi setti lög á deiluna. Einn kosturinn væri ný miðlunartillaga. „Þetta er góð spurning og ég skal svara henni. Að sjálfsögðu er það svo að ef miðlunartillaga er lögð fram og lögunum er fylgt um að ráðgast er við deiluaðila og svo framvegis, að sjálfsögðu mun Efling ekki standa í vegi fyrir því,“ sagði Sólveig Anna. Bæði sögðust myndu líka svara kalli sáttasemjara um nýjan fund. Mér sýnist staðan vera þannig að þið hafið sirka viku þar til það fer verulega að finna fyrir verkbanninu. Ef Ástráður hringir í ykkur í kvöld og segir komið í fyrramálið og ég ætla að loka ykkur hér inni til miðvikudags. Takið með ykkur nesti og nýja skó og nærföt til skiptanna og þið farið ekki út frá mér fyrr en þið eruð búin að násamningi. „Við myndum gera það ef Samtök atvinnulífsins myndu gera það sem við gerðum síðast; fallast á að fresta verkbanninu sínu. Þá sannarlega myndum við gera það,“ sagði formaður Eflingar. Halldór Benjamín spurði Sólveigu Önnu þá hvort þau ættu ekki einfaldlega að aflýsa öllum aðgerðum þarna á staðnum. Halldór Benjamín bauðst til að handsala á staðnum samkomulag beggja um að aflýsa öllum aðgerðum og sest yrði á ný við samningaborðið.Stöð 2/Arnar „Ég skal aflýsa öllu verkbanni ef þú aflýsir öllum verkföllum. Ert klár í það,“ spurði Halldór Benjamín. „Ef við förum þarna inn með þeim vilja að gera kjarasamning fyrir Eflingu, eflingarsamning fyrir eflingarfólk, þá að sjálfsögðu frestum við öllum okkar verkföllum. Eins og við höfum áður gert," sagði formaður Eflingar. „Við skulum aflýsa verkbanninu gegn því að þú aflýsir öllum verkföllum. Ég er til í að taka í höndina á þér upp á það núna,“ sagði framkvæmdastjóri SA og rétti fram hönd sína því til staðfestingar. „Ef þú kemur þá með mér inn til ríkissáttasemjara til að gera við mig eflingarsamning fyrir eflingarfólk. Sannarlega,“ sagði Sólveig Anna og ítrekaði að hún væri að tala um frestun verkfalla en ekki að aflýsa þeim og það dygði henni á móti að SA frestaði verkbanninu. Pallborðið í heild sinni má sjá hér:
Kjaraviðræður 2022-23 Pallborðið Tengdar fréttir Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31
Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent