Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband

    Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu

    "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sólveig Lára valin best

    Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna í umferðum 9-16. Þá var úrvalslið umferðanna einnig valið í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur þurfa stig fyrir norðan

    Lokaumferð N1-deildar kvenna fer fram í dag og þá ræðst hvernig liðin raða sér inn í úrslitakeppnina. Valskonur þurfa stig á móti KA/Þór fyrir norðan til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Akureyrarliðið er í baráttunni við Gróttu um sjötta og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ágúst: Vil sjá fullt hús á leiknum

    Stelpurnar okkar mæta Sviss öðru sinni á nokkrum dögum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni EM og þarf íslenska liðið sárlega á sigri að halda. Stelpurnar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en komust á sigurbraut fyrir helgi er þær lögðu svissneska liðið ytra.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Naumur sigur Eyjakvenna á Akureyri

    ÍBV vann tveggja marka sigur á KA/Þór, 24-22, í N1 deild kvenna í dag en leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. ÍBV styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en KA/Þór átti með sigri möguleika á því að komast upp í sjötta sætið sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur unnu tveggja marka sigur í Eyjum

    Fram náði aftur tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir tveggja marka sigur á ÍBV, 19-17, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framliðið hefur þar með unnið 13 af 14 deildarleikjum sínum á tímabilinu en Eyjakonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gróttustúlkur í sjötta sætið | Leik Fram og ÍBV frestað

    Alls voru 168 áhorfendur mættir á Nesið í dag er Grótta tók á móti FH í mikilvægum leik í N1-deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi en Grótta þó alltaf skrefi á undan og vann að lokum góðan þriggja marka sigur. Sunna María Einarsdóttir fór hamförum og skoraði tíu mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur unnu 19 marka sigur á HK í kvöld

    Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu 19 marka sigur á HK, 41-22, í Vodfone-höllinni í kvöld og komust með því upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valsliðið er búið að vinna alla sjö heimaleiki sína í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur sigurstranglegri

    Hið spræka lið ÍBV fær það verðuga verkefni að takast á við hið ógnarsterka lið Vals í úrslitum Eimskipsbikars kvenna en leikurinn hefst klukkan 13.30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sólveig Lára skoraði fimmtán mörk

    Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimmtán mörk í kvöld þegar Stjarnan vann 38-24 sigur á FH í N1 deild kvenna en Stjörnuliðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar.

    Handbolti