Fram, ÍBV og Stjarnan komin áfram Þremur leikjum af fjórum er lokið í úrslitakeppni N1-deildar kvenna í dag. Fram, ÍBV og Stjarnan tryggðu sér öll sæti í undanúrslitunum. Handbolti 6. apríl 2013 15:05
ÍBV vann eftir framlengdan leik Fyrsta leik kvöldsins í úrslitakeppni N1-deildar kvenna er lokið. ÍBV vann þá sigur á FH, 29-26, eftir framlengingu. Handbolti 4. apríl 2013 20:20
Ætlum að sýna hvað við getum Úrslitakeppni N1-deildar kvenna hefst í kvöld en þá fara fram fyrstu leikirnir í 8-liða úrslitum. Handbolti 4. apríl 2013 13:45
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 32-15 Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Handbolti 4. apríl 2013 13:25
Stella: Skemmtilegasti tími ársins Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, er ánægð með að úrslitakeppni N1-deildar kvenna sé loksins að hefjast. Fram mætir Gróttu í sinni rimmu í fjórðungsúrslitunum og er fyrsti leikurinn klukkan 19.30 í kvöld. Handbolti 4. apríl 2013 12:15
Jenný á þetta fyllilega skilið Stefán Arnarson er ánægður með frammistöðu markvarðar síns hjá Val, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur, sem í gær var valin besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. Handbolti 4. apríl 2013 10:45
Guðný Jenný valin best Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var í dag valin besti leikmaður N1-deildar kvenna fyrir frammistöðu sína á seinni hluta tímabilsins. Handbolti 3. apríl 2013 12:52
HSÍ búið að raða upp leikjum í úrslitakeppnunum þremur Handknattleikssamband Íslands hefur nú gefið út hvenær leikirnir í úrslitakeppni N1 deild karla og kvenna fara fram sem og leikirnir í umspili um sæti í N1 deild karla. Úrslitakeppni kvenna hefst fimmtudaginn 4. apríl, úrslitakeppni N1 deildar karla hefst laugardaginn 13. apríl og umspilið hefst þriðjudaginn 9. apríl. Handbolti 27. mars 2013 14:18
Annar sigur á Svíum Helgin var góð hjá íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik en það vann tvo góða sigra á Svíum. Þann síðari í dag, 30-27. Handbolti 24. mars 2013 18:40
Frábær sigur á Svíum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann glæstan sigur á sterku liði Svía í dag er liðin mættust í Austurbergi. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna um helgina. Handbolti 23. mars 2013 15:01
Stella með tilboð frá SönderjyskE Landsliðskonan Stella Sigurðardóttir úr Fram er með tilboð frá danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE undir höndum. Þetta kemur fram á Sport.is. Handbolti 19. mars 2013 12:40
Einar inn fyrir Gústaf Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, verður aðstoðarmaður Ágústs Jóhannssonar með íslenska kvennalandsliðið. Handbolti 19. mars 2013 11:14
Florentina kölluð inn í landsliðið Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur kallað Florentinu Stanciu, markvörð ÍBV, inn í æfingarhóp landsliðsins þar sem hún er orðinn íslenskur ríkisborgari. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. Handbolti 18. mars 2013 19:40
Löng bið eftir úrslitakeppninni hjá stelpunum Deildarkeppni N1-deildar kvenna lauk um helgina og nú verða liðin sem komust í úrslitakeppnina að bíða í tæpar þrjár vikur þar til þau spila næsta. Handbolti 18. mars 2013 11:21
Þessi lið mætast í úrslitakeppni N1-deildar kvenna Lokaumferð N1-deildar kvenna lauk nú síðdegis og er því ljóst hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni sem hefst þann 4. apríl næstkomandi. Handbolti 16. mars 2013 15:38
Stórsigur ÍBV á deildarmeisturunum ÍBV vann öruggan ellefu marka sigur á nýkrýndum deildar- og bikarmeisturum Vals, 33-22, í fyrsta leik dagsins í lokaumferð N1-deildar kvenna í handbolta. Handbolti 16. mars 2013 14:05
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 22-25 | Valur bikarmeistari Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni. Handbolti 10. mars 2013 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 21-32 | Fram mætir Val í úrslitum bikarsins Fram vann afar sannfærandi ellefu marka sigur, 21 - 32, á Gróttu í seinni undanúrslitaleiknum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Það verða því Valur og Fram sem mætast á morgun í úrslitaleik Símabikarsins. Handbolti 9. mars 2013 00:01
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 19-27 | Bikarmeistararnir í úrslit Nýkrýndir deildarmeistar í N1- deild kvenna, Valur, sigraði ÍBV í undanúrslitum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þær fara því í úrslitaleikinn sem háður verður á morgun. En seinna í dag kemur það í ljós hvort þær mæta liði Fram eða Gróttu. Handbolti 9. mars 2013 00:01
Passi í boði á alla leikina á úrslitahelgi Símabikarsins Bikarúrslitaleikir allra flokka í Símabikarnum í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni um næstu helgi en í fyrsta sinn eru undanúrslitaleikir hjá körlum og konum spilaðir á sömu helgi og sjálfir bikarúrslitaleikirnir. Handbolti 4. mars 2013 16:00
Myndband: Valur deildarmeistari Valsstúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Liðið vann þá öruggan sigur á HK, 33-28. Handbolti 3. mars 2013 20:14
Hrafnhildur Skúladóttir: Sætur titill Hrafnhildur Skúladóttir var virkilega ánægð með Deildarmeistaratitilinn sem Valur tryggði sér í dag þegar liðið bara sigur úr býtum gegn HK, 33-28, á Hlíðarenda í kvöld. Handbolti 3. mars 2013 19:57
Úrslit dagsins í N1-deild kvenna Fjórir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag. Voru öll úrslit dagsins eftir bókinni. Handbolti 2. mars 2013 16:18
Sautján marka sigur Framkvenna Framkonur náðu Valskonum að stigum á toppi N1 deildar kvenna í handbolta eftir 17 marka sigur á Aftureldingu, 33-16, á Varmá í Mosfellsbænum í kvöld. Valskonur halda toppsætinu á betri árangri í innbyrðisviðureignum og eiga auk þess leik inni. Handbolti 26. febrúar 2013 21:06
Öruggt hjá Val og Fram - öll úrslit kvöldsins Valur og Fram, tvö efstu lið N1-deildar kvenna í handbolta, unnu bæði örugga heimasigra í leikjum sínum í kvöld en öllum fimm leikjum umferðarinnar er nú lokið og hér fyrir neðan má finna markaskorara liðanna í kvöld. Handbolti 19. febrúar 2013 21:28
ÍBV vann HK í Eyjum - Stjarnan og FH unnu líka Þremur leikjum af fimm er lokið í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld og fögnuðu ÍBV, Stjarnan og FH öll sigrum í sínum leikjum. Handbolti 19. febrúar 2013 20:08
Sunna María skoraði fimmtán mörk Fjórum leikjum af fimm er lokið í N1-deild kvenna í dag þar sem hæst bar sigur Fram á Stjörnunni, 34-27. Handbolti 16. febrúar 2013 15:50
Undanúrslitin klár í Símabikarnum Nú í hádeginu var dregið í undanúrslitum Símabikars karla og kvenna í handbolta en undanúrslitin verða nú spiluð í Laugardalshöllinni og um sömu helgi og bikarúrslitaleikirnir. Handbolti 15. febrúar 2013 12:14
Stella skoraði tíu mörk á Nesinu Landsliðskonan Stella Sigurðardóttir var í miklu stuði í dag og skoraði að vild er Fram hristi Gróttu af sér í síðari hálfleik í N1-deild kvenna í dag. Handbolti 9. febrúar 2013 17:31
Vongóð um að fá fulla sjón Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem meiddist illa á auga á æfingu, er ólétt og spilar ekki meira á tímabilinu. Handbolti 9. febrúar 2013 09:00