Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    FH-ingar í fínum gír án Arons

    FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja stöðu sína á toppi Olís deildar karla í handbolta í kvöld en þeir unnu þá öruggan 36-25 sigur á KA-mönnum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Svona högg gerir okkur sterkari“

    Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, segir að úrslit dagsins, sex marka tap gegn FH, séu vissulega vonbrigði. Hann hafi strax fundið það að verkefni dagsins yrði erfitt.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þakk­látir fyrir en sjá á eftir Aroni: „Út­­skýrði vel fyrir liðinu hvað væri í gangi“

    Karla­lið FH í hand­bolta tekur á móti sænsku meisturunum í Sa­vehof í 3.um­ferð Evrópu­deildarinnar í Kapla­krika í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik FH liðsins eftir brott­hvarf stór­stjörnunnar Arons Pálmars­sonar. Sigur­steinn Arn­dal, þjálfari FH, segir alla í FH liðinu sýna Aroni skilning með á­kvörðun hans og sam­gleðjast honum. Fram undan sé hins vegar mikil vinna sem felst í því að reyna fylla í hans skarð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta náði í stig gegn meisturum FH

    Gróttumenn halda áfram að gera góða hluti í Olís-deild karla í handbolta og þeir komu í veg fyrir að Íslandsmeistarar FH kæmust á toppinn í kvöld, þegar liðin gerðu 24-24 jafntefli á Seltjarnarnesi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    KA og ÍR fögnuðu eftir spennu

    ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Fram að velli í Breiðholti í kvöld, 35-34, eftir spennuleik í Olís-deild karla í handbolta. KA-menn unnu HK-inga með sömu tölum á Akureyri og hafa því líkt og ÍR-ingar unnið tvo leiki af sjö.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristján rifbeinsbrotnaði: „Fannst þetta klárt rautt spjald“

    „Frábær leikur í alla staði. Fyrri hálfleikurinn stórkostlegur, tíu mörkum yfir í hálfleik og það er líka ákveðin kúnst að vera tíu mörkum yfir í hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir að lið hans burstaði ÍBV í Olís-deild karla. Lokatölur 38-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron Dagur í Kópa­voginn

    Aron Dagur Pálsson hefur samið við HK út yfirstandandi tímabil í Olís-deild karla í handbolta. Hann kemur frá Val þar sem samningur hans rann út í sumar. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Allt jafnt á Ás­völlum

    Haukar og Stjarnan gerðu jafntefli í Olís-deild karla í handbolta. Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið en staðan var jöfn 20-20 þegar rúmlega tvær mínútur voru til leiksloka, reyndust það lokatölur.

    Handbolti