

Olís-deild karla
Leikirnir

Ekki hættur í þjálfun
Gunnar Magnússon lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta eftir yfirstandandi tímabil. Hann segir menn þurfa að vita sinn tíma sem þjálfari hjá hverju liði. Hann er ekki hættur alfarið í þjálfun.

Gunnar kveður og Stefán tekur við
Gunnar Magnússon hættir í vor sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, eftir fimm leiktíðir í Mosfellsbænum. Við starfi hans tekur núverandi aðstoðarmaður hans, Stefán Árnason.

Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina
Valsmenn komust upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta eftir öruggan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Fram.

Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri
Afturelding gefur ekkert eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði FH eftir stórsigur á Stjörnunni í kvöld.

„Þetta var bara núna eða aldrei“
Handboltamaðurinn Birgir Steinn Jónsson fer frá Aftureldingu eftir tímabilið og heldur út í atvinnumennskuna í Svíþjóð þar sem hann ætlar sér stóra hluti.

„Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“
„Alltaf geggjað að vinna Haukana og hvað þá að koma svona til baka í seinni og klára þetta svona fallega eins og við gerðum“ sagði Jóhannes Berg Andrason, sem átti risaþátt í 28-25 útisigri FH í nágrannaslag gegn Haukum.

Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér
Fjölnir og ÍR, tvö neðstu lið Olís deildar karla í handbolta, eru ekki búin að syngja sitt síðasta í fallbaráttunni.

Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum
FH sótti sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nágrannaslag í nítjándu umferð Olís deildar karla. FH-ingar voru fjórum mörkum undir í hálfleik en spiluðu stórvel í seinni hálfleik, Jóhannes Berg Andrason sá svo um að sigurinn skilaði sér.

Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu
Erlingur Birgir Richardsson verður aftur þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta en Eyjamenn tilkynntu í kvöld að hann hafi skrifað undir tveggja ára samning.

Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana
Handboltamaðurinn Birgir Steinn Jónsson hefur skrifað undir samning við sænsku meistarana í Sävehof sem gildir til þriggja ára. Hann heldur til félagsins í sumar, eftir að leiktíðinni með Aftureldingu lýkur.

Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH
Ágúst Bjarni Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, var kjörinn formaður handknattleiksdeildar FH á aðalfundi hennar í gær.

Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið
Róbert Gunnarsson, betur þekktur sem Robbi Gunn, hættir sem þjálfari Gróttu að tímabilinu loknu í Olís-deild karla í handbolta. Davíð Örn Hlöðversson, aðstoðarþjálfari Róberts, tekur við liðinu.

„Stundum reynir á samskipti okkar feðga“
Hann varð yngsti leikmaðurinn í sögunni til að stíga á parketið í efstu deild í handbolta. Brynjar Narfi Arndal er aðeins fjórtán ára og stefnir alla leið í sportinu.

Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni
HK bar sigurorð af KA þegar liðin áttust við í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 33-29 HK-ingum í vil í leik þar sem heimamenn voru í bílstjórasætinu allt frá upphafi til loka.

Gríðarleg spenna á toppnum
Þegar aðeins einn leikur er eftir í 18. umferð Olís deild karla í handbolta er gríðarleg spenna á toppi sem og botni. Íslandsmeistarar FH eru með 27 stig líkt og Fram, Valur með stigi minna á meðan Afturelding er með 25 stig.

Haukar halda sér í toppbaráttunni
Haukar lögðu Stjörnuna með sex marka mun í Olís deild karla, lokatölur í Garðabænum 23-29.

ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga
Dagur Arnarsson skoraði níu mörk þegar ÍBV vann 31-29 sigur gegn Gróttu í Vestmannaeyjum í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Ófarir Seltirninga halda því áfram en Eyjamenn eru komnir með átján stig, upp að hlið Stjörnunnar í 6.-7. sæti eftir 17 umferðir af 22.

Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti
Valur vann 17 marka sigur þegar liðið sótti ÍR heim í Olís deild karla í handbolta, lokatölur 31-48.

Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni
FH-ingar unnu ekki bara stórsigur á Fjölni í kvöld og sinn fyrsta leik á nýju ári því þeir slógu líklega metið yfir yngsta leikmanninn í efstu deild karla í handbolta.

Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið
FH endurheimti toppsætið í Olís deild karla í handbolta með langþráðum sigri í kvöld.

Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri
Framarar eru komnir á toppinn í Olís deild karla í handbolta eftir sigur á KA fyrir norðan. Afturelding og Stjarnan unnu líka leiki sína í kvöld.

„Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“
Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var virkilega ósáttur með sína menn eftir fjögurra marka tap gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi verið sjálfum sér verstir.

„Þetta var skrautlegur handboltaleikur“
Hergeir Grímsson, leikmaður Hauka, gat andað léttar eftir fjögurra marka sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.

Agnar Smári semur til ársins 2027
Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson hefur framlengt samning sinn við Val til ársins 2027.

Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir
Haukar unnu sterkan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-24.

Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu.

„Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“
Ísak Gústafsson sneri aftur í lið Vals í kvöld, í 33-26 sigri gegn FH. Hann hefur verið frá síðustu mánuði vegna meiðsla en segir hnéð núna í „toppmálum.“ Einbeiting hans er núna öll á toppbaráttunni sem Valur er í, þó skiptin til Danmerkur í sumar séu spennandi.

Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist
Valur vann afar sannfærandi sjö marka sigur, 33-26, gegn FH í sextándu umferð Olís deildar karla. FH byrjaði betur og var með forystuna eftir fimmtán mínútur en eftir það voru Valsmenn með öll völd á vellinum. Nú munar aðeins einu stigi milli liðanna í deildinni, FH á toppnum með 23 stig en Valur í fjórða sæti með 22 stig.

Ísak á leið í atvinnumennsku
Selfyssingurinn Ísak Gústafsson hefur skrifað undir samning til tveggja ára við TMS Ringsted. Þessi 21 árs gamli handboltamaður fer til Danmerkur í sumar.

Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum
ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason er orðinn langmarkahæstur í Olís deild karla í handbolta.