Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 24-20 Valsmenn unnu í kvöld fjögurra marka heimasigur, 24-20 á Aftureldingu í N1 deildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og virkuðu bæði lið frekar áhugalaus í leiknum. Sigurinn er þó kærkominn Valsmönnum enda eygja þeir ennþá litla von á sæti í úrslitakeppninni. Þeir þurfa þó að klára síðustu tvo leiki sína í deildinni ásamt því að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Handbolti 19. mars 2012 16:25
Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 20-26 Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. Handbolti 19. mars 2012 16:23
Sigfús biðst afsökunar Sigfús Sigurðsson, leikmaður Vals hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir tap Vals á móti Fram í N1 deild karla í gær en hann gagnrýndi þar dómara leiksins þá Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólaf Pétursson. Handbolti 12. mars 2012 22:54
Aron Rafn: Ég gef landsliðssætið ekki svo létt frá mér "Þetta var mjög þægilegur sigur gegn sterki liði Akureyri," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, maður leiksins, eftir sigurinn í kvöld. Handbolti 12. mars 2012 22:46
FH-ingar unnu léttan sigur á botnliði Gróttu FH-ingar endurheimtu toppsætið með öruggum þrettán marka sigur á Gróttu, 31-18, í N1 deild karla í kvöld en Haukar voru klukkutíma á toppnum eftir sigur á Akureyri fyrr í kvöld. FH-ingar tóku öll völd í fyrri hálfleik og féllu ekki sömu gryfju og nágrannar þeirra á dögunum. Handbolti 12. mars 2012 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 21-30 | HK upp í 3. sætið HK endurheimtu þriðja sætið með öruggum 9 marka sigri í Mosfellsbænum í kvöld. Eftir að hafa leitt allan leikinn náðu þeir ekki að hrista heimamenn frá sér fyrr en í seinni hálfleik þegar þeir gerðu út um leikinn um miðjan hálfleikinn. Handbolti 12. mars 2012 14:25
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 26-18 | Aron Rafn í miklu stuði Fjögurra leikja sigurganga Akureyringa í N1 deild karla í handbolta endaði í kvöld þegar Haukar unnu átta marka sigur á Akureyri, 26-18, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Handbolti 12. mars 2012 14:19
Sigfús: Fram vann þetta á heimadómgæslu "Ég er mjög ánægður með tveggja marka tap þrátt fyrir að hafa verið tveimur til þremur mönnum færri allan leikinn," sagði Sigfús Sigurðsson allt annað en sáttur við dómgæsluna í Safamýrinni í dag er Fram lagði Val með tveggja marka mun í mikilvægum leik. Handbolti 11. mars 2012 20:27
Lykilsigur hjá Fram - myndir Það var hart tekist á þegar Fram og Valur mættust í gríðarlega mikilvægum handboltaleik í Safamýri í dag. Handbolti 11. mars 2012 18:55
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-28 Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum. Handbolti 11. mars 2012 00:01
Hádramatík þegar Valsmenn unnu toppliðið - myndir Valsmenn héldu lífi í voninni um sæti í úrslitakeppni N1 deildar karla með 28-27 sigri á FH í 17. umferð N1 deildar karla í kvöld. Valsmenn hafa þar með náð í þrjú stig af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum sínum á móti toppliðum deildarinnar. Valsliðið tók stig af Haukum í umferðinni á undan en það jafntefli kostaði Haukana toppsætið. Handbolti 8. mars 2012 22:45
Kristján: Eins og að danska landsliðið hefði verið að spila Kristján Arason, þjálfari FH, var eins og aðrir FH-ingar afar ósáttur við að sigurmark Vals gegn sínum mönnum hafi verið dæmt gilt. Valur vann leikinn, 28-27, en sigurmarkið kom úr hraðaupphlaupi í blálokin. Handbolti 8. mars 2012 21:51
Óskar Bjarni: Viðurkenni að þetta var vafasamt "Ég þori ekki að segja til um þetta. En þetta var mjög vafasamt - ég skal viðurkenna það. Ég veit ekki hvað ég hefði dæmt. Ég verð að sjá þetta á myndbandi aftur.“ Handbolti 8. mars 2012 21:47
Grótta vann mjög óvæntan sigur á Haukum Botnlið Gróttu fagnaði sínum fyrsta sigri í vetur þegar liðið vann þriggja marka sigur á bikarmeisturum Hauka, 23-20, á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Haukarnir lentu mest sjö mörkum undir og hið unga lið Gróttu hélt síðan út í lokin. Handbolti 8. mars 2012 21:14
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-28 | Akureyri í toppbaráttuna Akureyri vann sinn fjórða leik í röð í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á HK í Höllinni á Akureyri. HK var fyrir leikinn búið að vinna báða deildarleiki liðanna í vetur. Akureyringar komust upp fyrir HK og upp í þriðja sætið með þessum sigri en norðanmenn eru búnir að vinna sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum. Handbolti 8. mars 2012 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 30-25 Þrátt fyrir að hafa verið undir fyrstu 48 mínútur leiksins náðu Framarar að stíga upp fyrir lokin og tryggja sér öruggan 5 marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld, 30-25. Handbolti 8. mars 2012 11:35
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-27 | Umdeilt sigurmark Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu. Handbolti 8. mars 2012 11:33
HK vann skyldusigur á Gróttu Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. HK vann nauman sigur á botnliði Gróttu, 33-30. Gróttumenn eru því enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Handbolti 3. mars 2012 17:58
Akureyri vann öruggan sigur í Mosfellsbæ Akureyri skaust upp í þriðja sæti N1-deildar karla er liðið vann öruggan fimm marka sigur, 23-28, á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Handbolti 1. mars 2012 20:26
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24 FH komst upp að hlið Hauka á toppi N1-deildar karla í kvöld. FH vann þá Fram á meðan Haukar gerðu jafntefli gegn Val.FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Handbolti 1. mars 2012 14:11
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 25-25 Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góðan möguleika til að stela sigrinum lauk leik Hauka og Valsmanna með 25-25 jafntefli í DB Schenker höllinni í kvöld. Handbolti 1. mars 2012 14:10
Er Fram með tak á FH? Þrír leikir fara fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld og flestra augu verða á leik FH og Fram í Kaplakrika. Handbolti 1. mars 2012 06:00
Haukar bikarmeistarar árið 2012 | Myndasyrpa úr Laugardalshöll Haukar urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik karla eftir öruggan átta marka sigur á Fram. Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi og áttu Framarar engin svör. Handbolti 25. febrúar 2012 18:18
Höfum unnið vel í sóknarleiknum Topplið N1-deildarinnar, Haukar, mæta Fram í úrslitaleik Eimskipsbikars karla sem hefst klukkan 16.00 í dag. Liðin eru búin að mætast þrisvar í vetur og hafa Haukar unnið í tvígang. Handbolti 25. febrúar 2012 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 23-31 | Haukar Bikarmeistarar Haukar fögnuðu í dag sínum sjötta bikarmeistaratitli með því að leggja Fram að velli 31-23. Haukar voru sterkari aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og sigurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 17-11 Haukum í vil. Handbolti 25. febrúar 2012 00:01
Hvar hita stuðningsmenn liðanna upp fyrir bikarúrslitaleikina? Úrslitaleikir Eimskipsbikarsins í handknattleik eru jafnan mikil hátíð fyrir þau lið sem taka þátt. Fjögur félög eiga fulltrúa í Höllinni þetta árið og er byrjuð að myndast mikil stemming meðal stuðningsfólks þeirra. Handbolti 24. febrúar 2012 21:45
Aron Kristjáns: Malovic hefur gjörsamlega misst sjálfstraustið Nemanja Malovic, hægri skytta karlaliðs Hauka í handknattleik, hefur átt afar erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum. Hann fór á kostum í fyrsta leik tímabilsins í haust gegn HK og gekk ágætlega framan af móti en svo hefur sigið á ógæfuhliðina. Handbolti 17. febrúar 2012 06:00
Akureyringar komnir inn á topp fjögur - myndir Akureyringar unnu sinn annan sigur á Nesinu á einni viku þegar þeir lögðu botnlið Gróttu 29-25 í N1 deild karla í kvöld en Akureyri vann 28-19 sigur á Gróttu á sama stað á fimmtudaginn var. Handbolti 16. febrúar 2012 22:39
Haukar unnu auðveldan sigur í generalprufunni - myndir Haukar unnu öruggan sex marka sigur á Fram í N1 deild karla í kvöld, 23-17, og enduðu um leið tveggja leikja taphrinu sína í deildinni. Haukar eru því áfram einir á toppnum. Handbolti 16. febrúar 2012 22:37
FH-ingar áfram stigi á eftir Haukum | Unnu Aftureldingu naumt FH-ingar unnu 26-25 sigur á Aftureldingu í N1 deild karla í handbolta í kvöld og eru áfram einu stigi á eftir toppliði Hauka. Handbolti 16. febrúar 2012 19:00