Víkingur heldur áfram að bæta við sig mannskap Víglundur Jarl Þórsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings og mun því leika með Fossvogsliðinu í Olís-deildinni á næsta tímabili. Handbolti 26. maí 2015 14:40
Sveinn Aron áfram á Hlíðarenda Sveinn Aron Sveinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Handbolti 22. maí 2015 08:15
Er ekki manneskjan sem ég er inn á vellinum Lið með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur innanborðs hefur unnið tólf einvígi í röð í úrslitakeppni kvennahandboltans og hún hefur orðið Íslandsmeistari í síðustu fimm úrslitakeppnum sínum. Hún vann þrefalt með Gróttu í vetur. Handbolti 21. maí 2015 06:30
Vignir framlengir við Val Hornamaðurinn Vignir Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Handbolti 20. maí 2015 08:30
Ekki ólíklegt að Pétur fari í atvinnumennsku Afturelding mætir með nánast sama mannskap til leiks á næsta tímabili. Handbolti 20. maí 2015 06:30
Víkingur nældi í Atla Karl Nýliðar Víkings í Olís-deild karla fengu sinn fyrsta liðsstyrk í dag. Handbolti 19. maí 2015 21:45
Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Handbolti 18. maí 2015 16:11
Björgvin og Kristín bestu leikmennirnir | Einar og Kári bestu þjálfararnir Björgvin Hólmgeirsson, stórskyttan úr ÍR og Kristín Guðmundsdóttir, miðjumaður Vals, voru valdnir bestu leikmenn Olís-deildar karla og kvenna á árlegu lokahófi í Gullhömrum í gærkvöldi. Handbolti 17. maí 2015 10:00
Jón Gunnlaugur ráðinn til HK Jón Gunnlaugur Viggósson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá HK. Handbolti 16. maí 2015 09:00
Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Handbolti 15. maí 2015 17:11
Handboltaparið líklega áfram á Ásvöllum Giedrius Morkunas og Marija Gedroit spila væntanlega áfram með Haukum. Handbolti 15. maí 2015 06:30
Elvar áfram á Hlíðarenda Elvar Friðriksson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Handbolti 14. maí 2015 22:30
Haukarnir slökktu í Pétri í úrslitaeinvíginu Haukar sýndu mátt sinn og megin í úrslitakeppninni í handbolta sem lauk í fyrradag. Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunum á mánudaginn. Handbolti 14. maí 2015 18:00
Víkingar byrjaðir að styrkja sig fyrir Olís-deildina Daníel Ingi Guðmundsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Handbolti 14. maí 2015 08:00
Lykilinn er að vera tilbúinn að læra af öðrum Patrekur Jóhannesson gerði Hauka að Íslandsmeisturum á mánudagskvöldið þegar liðið lauk fullkominni úrslitakeppni með því að sópa Aftureldingu í lokaúrslitum. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Patreks. Handbolti 14. maí 2015 07:00
Stórskyttan frá Selfossi áfram hjá ÍBV Einar Sverrisson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild ÍBV. Handbolti 13. maí 2015 17:07
Kári: Verður lítið vesen að rassskella þá Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Handbolti 13. maí 2015 15:47
Kári Kristján búinn að semja við ÍBV Bikarmeistarar ÍBV fengu góðan liðsstyrk í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði nokkuð óvænt undir samning við félagið. Handbolti 13. maí 2015 14:30
Bara undir í tæpar fimm mínútur Haukar voru með forystu í 85 prósentum af lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015. Handbolti 13. maí 2015 06:00
Ásbjörn áfram í Firðinum Ásbjörn Friðriksson skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Handbolti 12. maí 2015 23:30
Örn Ingi markahæstur í úrslitakeppninni Keppnistímabilinu í handboltanum lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil eftir sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum. Handbolti 12. maí 2015 19:30
Bara annað félagið í sögunni sem vinnur titilinn níu sinnum á sextán árum Haukar jöfnuðu í gær met FH-inga frá sjötta og sjöunda áratugnum þegar félagið vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil í karlaflokki frá og með árinu 2000. Handbolti 12. maí 2015 14:30
Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. Handbolti 12. maí 2015 06:00
Orri áfram hjá Val til 2017 | Sigurði ætlað að fylla skarð Stephens Orri Freyr Gíslason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Handbolti 11. maí 2015 23:30
Elías Már: Besta ákvörðun sem ég hef tekið Elías Már Halldórsson sér ekki eftir því að hafa snúið aftur til Hauka eftir hálfs tímabils dvöl á Akureyri. Handbolti 11. maí 2015 23:28
Patrekur: Draumur að enda á þennan hátt Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukanna, var eins og gefur að skilja afskaplega stoltur og ánægður með sína menn - Íslandsmeistarana. Handbolti 11. maí 2015 22:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. Handbolti 11. maí 2015 17:06
Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Handbolti 11. maí 2015 16:30
Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. Handbolti 11. maí 2015 14:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. Handbolti 8. maí 2015 21:15