NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Carmelo Anthony ekki valinn í stjörnuliðið

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver var ekki á meðal þeirra leikmanna sem í kvöld voru valdir sem varamenn í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Talið er víst að þáttaka Anthony í slagsmálunum í New York fyrir nokkrum vikum hafi spilað stóran þátt í því að þessi stigahæsti leikmaður í NBA var ekki valinn í liðið.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjórða tap Denver í röð

Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni í nótt. Denver tapaði sínum fjórða leik í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Portland á útivelli. Utah skellti San Antonio og Kobe Bryant sneri aftur með látum eftir leikbann og færði Boston 13. tapið í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Boozer úr leik í 4-6 vikur

Framherjinn Carlos Boozer hjá Utah Jazz verður frá keppni í 4-6 vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fæti eftir samstuð í leik gegn New Orleans á mánudagskvöldið. Þetta er mikið áfall fyrir lið Utah sem komið hefur verulega á óvart í NBA deildinni í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Rodman í raunveruleikasjónvarp (myndbrot)

Villingurinn og fyrrum NBA leikmaðurinn Dennis Rodman er nú kominn með sinn eigin raunveruleikasjónvarpsþátt sem framleiddur er af Mark Cuban, eiganda Dallas Mavericks. Þátturinn hefur fengið nafnið Geak to Freak og fjallar um það hvernig Rodman hjálpar venjulegu fólki að sleppa fram af sér beislinu. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá brot úr þættinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Eddie Jones á leið til Miami á ný

Hinn fjölhæfi Eddie Jones hjá Memphis Grizzlies er nú að ganga frá því að verða keyptur út úr samningi sínum við félagið og fregnir herma að hann muni ganga í raðir meistara Miami Heat á morgun. Jones, sem bæði getur spilað sem bakvörður og framherji, spilaði í sex ár með Miami á sínum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Þriðja tap Lakers í röð

LA Lakers tapaði í nótt þriðja leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir New York Knicks á útivelli 99-94, en liðið var án Kobe Bryant sem tók út leikbann. Miami þurfti hinsvegar ekki á Shaquille O´Neal að halda til að bursta Milwaukee og Dallas fékk góða hjálp úr óvæntri átt til að vinna Seattle.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant í bann fyrir olnbogaskot

Kobe Bryant hjá LA Lakers verður ekki með liðinu í nótt þegar það mætir New York Knicks eftir að hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir að gefa Manu Ginobili hjá San Antonio olnbogaskot í leik liðanna á sunnudagskvöld. Bryant er steinhissa á þessum tíðindum.

Körfubolti
Fréttamynd

Minnesota stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Phoenix

Kevin Garnett átti stórleik fyrir Minnesota Timberwolves í nótt þegar liðið stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Phoenix Suns í NBA deildinni með 121-112 sigri á heimavelli sínum. Denver á enn í vandræðum þrátt fyrir að vera búið að fá Carmelo Anthony aftur úr meiðslum og Vince Carter tryggði New Jersey sigur á Utah með flautukörfu.

Körfubolti
Fréttamynd

Finley skoraði flautukörfu gegn LA Lakers

Michael Finley skoraði þriggja-stiga körfu og tryggði San Antonio 96-94 sigur á LA Lakers þegar 1,3 sekúndur voru eftir í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Phoenix gefur ekkert eftir og vann sinn 17. sigur í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagan er með Phoenix

Phoenix Suns er óumdeilanlega heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir og hefur nú unnið 16 leiki í röð. Sú sigurhrina fer í sögubækur NBA sem sú sjötta besta frá upphafi. Miðað við tölfræðina bendir margt til þess að Phoenix verði meistarar þegar uppi er staðið í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago með gott tak á Miami

Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix setti félagsmet

Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Pheonix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson braut skilorð

Bakvörðurinn skrautlegi Stephen Jackson sem nýverið gekk í raðir Golden State Warriors í NBA deildinni, braut skilorð í fyrra þegar hann lenti í áflogum og skaut af byssu fyrir utan strípibúllu í Indianapolis. Dómari í málinu komst það þessu í dag, en Jackson var enn á skilorði eftir áflogin á leik Detroit og Indiana fyrir tveimur árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Philadelphia - Cleveland í beinni á Sýn í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá viðureign Philadelphia 76ers og Cleveland Cavaliers í NBA deildinni á miðnætti í kvöld. Cleveland hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum og kom síðasta tap einmitt á heimavelli gegn 76ers í fyrrakvöld. LeBron James og félagar eiga því harma að hefna í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James fékk flest atkvæði

Nú er búið að birta lista yfir þá leikmenn sem verða í byrjunarliðum Austur- og Vesturdeildar í Stjörnuleiknum í NBA deildinni, sem haldinn verður í Las Vegas í næsta mánuði. LeBron James sló Kínverjanum Yao Ming við að þessu sinni og fékk flest atkvæði aðdáenda um allan heim - rúmar 2,5 milljónir atkvæða.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago stöðvaði sigurgöngu Dallas

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls stöðvaði átta leikja sigurgöngu Dallas Mavericks og þá tapaði New Jersey þriðja leiknum í röð með aðeins einu stigi þegar liðið lá fyrir LA Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami tapaði í endurkomu Shaquille O´Neal

Shaquille O´Neal spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Miami Heat síðan í nóvember þegar hann kom af bekknum í tapi Miami á útivelli fyrir Indiana Pacers. Cleveland er í bullandi vandræðum og tapaði á heimavelli fyrir lágt skrifuðu liði Philadelphia. Báðir leikir fóru í framlengingu.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix burstaði Washington

Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram í NBA deildinni og í dag burstaði liðið Washington á útivelli 127-105 og vann sinn 14. leik í röð. Dallas virðist einnig ósigrandi þessa dagana og skellti Orlando nokkuð auðveldlega á útivelli 111-95.

Körfubolti
Fréttamynd

Casey rekinn frá Minnesota

Dwane Casey, þjálfari Minnesota Timberwolves í NBA deildinni, var látinn taka pokann sinn hjá liðinu í kvöld. Liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð, en hefur engu að síður unnið helming leikja sinna í vetur. Casey tók við Minnesota sumarið 2005, en það verður aðstoðarþjálfarinn Randy Wittman tekur við starfi hans.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik Anthony og Iverson með Denver

Carmelo Anthony spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Denver Nuggets eftir 15 leikja bann og þetta var jafnframt fyrsti leikur hans með Allen Iverson. Lengi hafði verið beðið eftir því að þeir Anthony og Iverson spiluðu sinn fyrsta leik saman og þeir ollu ekki vonbrigðum og tryggðu Denver sigur á Memphis.

Körfubolti
Fréttamynd

Verður sagan á bandi Phoenix?

Phoenix Suns varð í nótt aðeins áttunda liðið í sögu NBA deildarinnar til að ná tveimur 13 leikja sigurhrinum á sama keppnistímabilinu, en áður hafði liðið unnið 15 leiki í röð frá 20. nóvember til 19. desember.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrettán í röð hjá Phoenix Suns

Phoenix Suns burstaði Minnesota Timberwolves 131-102 í NBA í nótt og vann þar með sinn 13. leik í röð. Amare Stoudemire skoraði 25 stig fyrir Phoenix, Leandro Barbosa 20 og Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst. Randy Foye skoraði 25 stig fyrir Minnesota.

Körfubolti
Fréttamynd

Jefferson úr leik

Framherjinn Richard Jefferson verður úr leik um óákveðinn tíma í liði New Jersey Nets í NBA eftir að ljóst varð að hann þyrfti að fara í uppskurð vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann allar götur síðan í haust. Ljóst er að hann verður frá í að minnsta kosti nokkrar vikur og ekki er ástandið gott fyrir hjá liði Nets, sem hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlegum vonbrigðum í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Flugeldasýning í boði Phoenix í kvöld?

Fastlega má búast við því að hið frábæra lið Phoenix Suns bjóði áskrifendum NBA TV á Fjölvarpinu upp á skrautsýningu klukkan eitt í nótt þegar liðið tekur á móti Minnesota Timberwolves. Tveir bestu menn gestanna, þeir Kevin Garnett og Ricky Davis, verða í leikbanni og því verður forvitnilegt að sjá hvort liðinu tekst að hanga í Phoenix sem hefur unnið 12 leiki í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Góð sárabót fyrir Dallas

Einum leik er lokið í NBA í dag en hér var á ferðinni einvígi liðanna sem börðust um meistaratitilinn í fyrra. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan Miami tryggði sér titilinn í sumar, en Dallas kom fram hefndum með góðum sigri á útivelli 99-93 þar sem Jerry Stackhouse var hetja gestanna og skoraði 16 stig í fjórða leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Óeftirminnileg endurkoma Artest til Detroit

Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Artest mætir til Detroit með hanakamb

Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento Kings ætlar ekki beinlínis að láta lítið fyrir sér fara í nótt þegar hann mætir í The Palace, heimavöll Detroit Pistons, í fyrsta skipti síðan hann lenti þar í einum frægustu slagsmálum í sögu hópíþrótta í Bandaríkjunum fyrir um tveimur árum. Artest lét félaga sinn raka á sig hanakamb í gærkvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

New Jersey - Orlando í beinni í nótt

Leikur New Jersey Nets og Orlando Magic verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér eru á ferðinni tvö af bestu liðum Austurdeildar og er áhorfendum gefst þarna færi á að sjá einn efnilegasta miðherja deildarinnar Dwight Howard hjá Orlando.

Körfubolti
Fréttamynd

Heitt í kolunum í Minneapolis

Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas - LA Lakers á Sýn í kvöld

Stórleikur Dallas Mavericks og LA Lakers sem fram fór í NBA deildinni í gærkvöldi verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 23:30. Hér eru á ferðinni tvö af bestu liðum deildarinnar sem hafa verið á miklu flugi undanfarið.

Körfubolti