Formsatriði - San Antonio NBA meistari 2007 San Antonio tryggði sér í nótt fjórða NBA titil félagsins síðan árið 1999 þegar liðið lagði Cleveland 83-82 á útivelli og vann því úrslitaeinvígið örugglega 4-0. Franski leikstjórnandinn Tony Parker var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna eftir að hafa verið óstöðvandi í einvíginu. Körfubolti 15. júní 2007 04:18
San Antonio getur orðið NBA meistari í nótt Fjórði leikur Cleveland og San Antonio í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni fer fram klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint á Sýn. Þar getur San Antonio orðið meistari í þriðja sinn á fimm árum með sigri þar sem liðið er með 3-0 forystu í einvíginu. Körfubolti 14. júní 2007 20:34
Kobe Bryant mætti á æfingu hjá Barcelona Körfuboltastjarnan Kobe Bryant er nú í sumarfríi í Evrópu og í dag lét hann gamlan draum rætast þegar hann fékk að fylgjast með æfingu hjá spænska stórliðinu Barcelona. Bryant ólst upp á Ítalíu og var Frank Rijkaard þjálfari Barcelona uppáhaldsleikmaður hans á sínum tíma. Körfubolti 14. júní 2007 18:48
Grant Hill til Phoenix eða San Antonio? Framherjinn Grant Hill sem leikið hefur með Orlando Magic undanfarin ár hallast að því að ganga í raðir San Antonio eða Phoenix á næsta tímabili. Hann er með lausa samninga og langar mikið að ganga í raðir liðs sem hefur möguleika á að vinna meistaratitilinn næsta sumar. Hill segir sjálfur að það myndi líklega henta sínum leikstíl best að ganga í raðir Phoenix. Körfubolti 14. júní 2007 18:00
Houston og Minnesota að skipta á leikmönnum ESPN sjónvarpsstöðin greindi frá því í gærkvöld að Houston Rockets og Minnesota Timberwolves væru búin að samþykkja skipti á leikmönnum sem færu væntanlega fram á næstu dögum. Minnesota mun senda bakvörðinn Mike James til Houston í skiptum fyrir hinn reynda framherja Juwan Howard. Til greina kemur að fleiri leikmenn skipti um heimilisfang í viðskiptunum þegar að þeim kemur. Körfubolti 14. júní 2007 17:00
LeBron James orðinn faðir á ný Stórstjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA deildinni hefur ekki haft mikla ástæðu til að fagna undanfarna daga þar sem lið hans er undir 3-0 í úrslitaeinvíginu við San Antonio Spurs. Hann gat þó leyft sér að brosa í nótt þegar kona hans ól honum sitt annað barn. Nafnið sem strákurinn fékk er ekki af ódýrari gerðinni frekar en nafn frumburðarins. Körfubolti 14. júní 2007 15:47
Viðtöl eftir þriðja leik Cleveland og San Antonio San Antonio náði afgerandi 3-0 forystu gegn Cleveland í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni í nótt. Í myndbrotinu sem fylgir þessari frétt má sjá þjálfarar og leikmenn liðanna svara spurningum á blaðamannafundinum eftir leikinn, þar sem LeBron James var spurður hvort brotið hefði verið á honum í þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall. Körfubolti 13. júní 2007 15:10
Tímabilið búið? Alls er óvíst hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti spilað með Barcelona í lokaleik spænsku deildarinnar. Eiður fékk slæmt högg á vinstra hnéð og neyddist til að snúa aftur til búningsherbergja. Ekki er ljóst hversu lengi Eiður verður frá en það ætti að koma í ljós eftir nánari skoðun. Fótbolti 13. júní 2007 05:45
San Antonio með aðra höndina á titlinum San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. Körfubolti 13. júní 2007 05:25
37 ára bið Cleveland á enda Gamall draumur stuðningsmanna Cleveland Cavaliers verður að veruleika í nótt þegar liðið spilar sinn fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum NBA deildarinnar í 37 ára sögu félagsins. Ljóst er að heimamenn þurfa á einhverju sérstöku að halda í kvöld þegar þeir taka á móti San Antonio í þriðja leik liðanna, enda undir 2-0 í einvíginu. Leikurinn í nótt verður sýndur beint á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti. Körfubolti 12. júní 2007 19:06
Viðtöl eftir annan leik San Antonio og Cleveland Mike Brown, þjálfari Cleveland, átti fá svör við lélegum leik sinna manna í nótt þegar liðið steinlá öðru sinni fyrir San Antonio í lokaúrslitum NBA deildarinnar. Cleveland lenti mest um 30 stigum undir í leiknum en náði að bjarga andlitinu með góðri rispu í lokin. San Antonio sigraði 103-92 og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Smelltu á spila til að sjá viðbrögð þjálfara og leikmanna í nótt. Körfubolti 11. júní 2007 15:58
Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Körfubolti 11. júní 2007 04:23
Viðtöl eftir fyrsta leik San Antonio og Cleveland Varnarleikurinn var helsta umræðuefni þjálfara og leikmanna San Antonio og Cleveland í nótt eftir fyrsta leik liðanna í lokaúrslitunum í NBA. Í myndbandinu með þessari frétt má sjá viðbrögð þeirra Gregg Popovich, Mike Brown, Tim Duncan og LeBron James eftir leikinn sem San Antonio vann örugglega 86-76. Körfubolti 8. júní 2007 16:05
Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Körfubolti 8. júní 2007 04:18
Aldrei fleiri útlendingar í úrslitum NBA Úrslitaeinvígið í NBA deildinni hefst með látum klukkan eitt eftir miðnætti í nótt þegar San Antonio tekur á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aldrei hafa fleiri útlendingar verið í liðunum tveimur sem spila til úrslita og verður leikjunum lýst beint í 205 löndum á 46 tungumálum. Körfubolti 7. júní 2007 19:02
Úrslitin í NBA hefjast í nótt - James í sviðsljósinu Fyrsti leikur San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í nótt klukkan eitt og verður sýndur beint á Sýn. Einvígið hefur verið teiknað upp sem einvígi reynslu og hungurs. Þrefaldir NBA meistarar San Antonio falla algjörlega í skuggann af ofurstjörnunni LeBron James í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Körfubolti 7. júní 2007 17:36
Stan Van Gundy tekur við Orlando Stan Van Gundy hefur verið ráðinn þjálfari Orlando Magic í NBA deildinni. Van Gundy var síðast þjálfari Miami Heat í tvö ár en sagði af sér árið 2006. Hann hafði einnig verið í viðræðum við Sacramento Kings, en skrifaði undir hjá Orlando um leið og félagið náði að losa sig út úr samningnum sem það gerði við Billy Donovan á dögunum. Körfubolti 7. júní 2007 14:25
James gæti misst af fæðingu sonar síns Ofurstjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA deildinni hefur í nægu að snúast þessa dagana. Lið hans mætir San Antonio Spurs í fyrsta leik lokaúrslitanna annað kvöld, en þar að auki eiga hann og kona hans von á barni á þjóðhátíðardag Íslendinga. Körfubolti 6. júní 2007 16:37
Milljón fyrir miða á leik með Cleveland Það er ekki tekið út með sældinni að vera stuðningsmaður Cleveland Cavaliers þessa dagana ef marka má fréttir af miðasölu fyrir heimaleiki liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitum NBA sem hefjast annað kvöld. Dýrustu miðarnir á leikina í Cleveland kosta 940,000 krónur. Körfubolti 6. júní 2007 11:48
Saunders verður áfram með Detroit Pistons Flip Saunders verður áfram þjálfari Detroit Pistons í NBA deildinni á næsta keppnistímabili þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr keppni fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar á dögunum. Margir höfðu spáð því að hlutirnir yrðu stokkaðir upp í herbúðum liðsins í sumar, en þjálfarinn segir framtíð sína aldrei hafa verið í vafa. Körfubolti 5. júní 2007 22:45
Cleveland í úrslit NBA Cleveland tryggði sér í nótt rétt til að leika í úrslitum NBA í fyrsta sinn í sögu félagsins. Cleveland vann sjöttu viðureignina gegn Detroit Pistons í nótt og vann þar með einvígið 4-2. Körfubolti 3. júní 2007 13:10
Sýning hjá LeBron James - Úrslitin í augsýn hjá Cleveland Undrabarnið LeBron setti á svið sannkallaða sýningu í nótt þegar hann skoraði 48 stig í 109-107 sigri Cleveland á Detroit í tvíframlengdum fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. James skoraði 25 síðustu stig Cleveland í leiknum, í frammistöðu sem fer á spjöld sögunnar. Cleveland leiðir nú 3-2 í einvíginu eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri á heimavelli á laugardagskvöldið. Körfubolti 1. júní 2007 05:33
Þrjú lið í NBA ráða þjálfara Miklar hræringar hafa verið í þjálfaramálum í NBA deildinni á síðustu dögum og í gær staðfestu þrjú félög í deildinni nýja þjálfara til starfa. Þá bárust þær fréttir í nótt að Steve Kerr hafi náð samkomulagi við Phoenix Suns um að gerast forseti og framkvæmdastjóri félagsins. Körfubolti 1. júní 2007 04:41
Jermaine O´Neal á leið til LA Lakers? Körfuboltasérfræðingurinn Peter Vescey hjá New York Post greinir frá því í dag að LA Lakers og Indiana Pacers séu komin langt með að samþykkja leikmannaskipti sem gætu þýtt að miðherjinn Jermaine O´Neal færi til Los Angeles. Það yrði þá væntanlega í skiptum fyrir Lamar Odom og hugsanlega miðherjann unga Andrew Bynum. Körfubolti 31. maí 2007 22:30
Detroit - Cleveland í beinni í kvöld Fimmti leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 eftir að Cleveland lenti undir 2-0 en náði að jafna metin í heimaleikjum sínum tveimur. Það verður því mikið undir þegar liðin mætast í Detroit í kvöld. Körfubolti 31. maí 2007 18:13
San Antonio í úrslit NBA deildarinnar San Antonio tryggði sér í nótt sigur í viðureign sinni við Utah Jazz og er þar með komið í úrslit NBA deildarinnar. Leikurinn endaði 109 - 84 Spurs í vil. Tim Duncan og Tony Parker, verðandi eiginmaður Evu Longoriu, settu báðir 21 stig í leiknum. Þetta er í þriðja sinn á síðastliðnum fimm árum sem Spurs kemst í úrslit NBA. Þar mun liðið eiga við annað hvort Detroit Pistons eða Cleveland Cavaliers en staðan í þeirra viðureign er 2 - 2. Körfubolti 31. maí 2007 10:55
San Antonio í úrslit San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Körfubolti 31. maí 2007 04:18
Williams og Fisher tæpir hjá Utah í nótt San Antonio Spurs getur tryggt sér sæti í úrslitum NBA deildarinnar í kvöld með heimasigri á Utah Jazz í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan eitt eftir miðnætti. Tveir af byrjunarliðsmönnum Utah eru tæpir fyrir leikinn. Körfubolti 30. maí 2007 19:10
Kobe Bryant vill fara frá LA Lakers Kobe Bryant gaf það út í viðtali við útvarpsstöð ESPN í New York að hann vildi fara frá Los Angeles Lakers. Bryant hefur ekki farið leynt með vonbrigði sín á lélegu gengi liðsins undanfarin ár og segir stjórnendur þess ekki deila metnaði sínum um að gera Lakers að stórveldi á ný. Körfubolti 30. maí 2007 17:13
Útlitið dökkt hjá Seattle Viðskiptajöfurinn Clay Bennett, eigandi Seattle Supersonics í NBA deildinni, segir útlitið dekkra en nokkru sinni varðandi framtíð félagsins í Seattle. Hann reiknar fastlega með því að liðið verði flutt til Kansas City eða Oklahoma City eftir næstu leiktíð ef ekki verði róttækar breytingar á stöðu mála. Körfubolti 30. maí 2007 16:07