NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Auðvelt hjá Lakers

Fyrsta leik kvöldsins í úrslitakeppni NBA er þegar lokið. LA Lakers vann auðveldan sigur á Utah Jazz á heimavelli 113-100 þar sem þrír leikmenn Lakers skoruðu yfir 20 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Ótrúlegur sigur Chicago á Boston

Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hófst í gær með fjórum leikjum. Óvæntustu úrslitin voru að meistarar Boston töpuðu á heimavelli fyrir Chicago, 105-103, í framlengdum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Ainge á batavegi

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, er á batavegi eftir hjartaáfallið sem hann fékk á fimmtudag. Er talið líklegt að hann fái að fara heim af spítalanum á sunnudag.

Körfubolti
Fréttamynd

Mesta áhorf á NBA frá endurkomu Jordan

TNT-sjónvarpstöðin í Bandaríkjunum segir að áhorf á NBA-körfuboltann hafi aukist um fjórtán prósent frá síðasta tímabili og hafi ekki verið meira síðan að Michael Jordan tók skóna fram fyrir tímabilið 1995-96.

Körfubolti
Fréttamynd

Danny Ainge fékk hjartaáfall

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics og fyrrum leikmaður félagsins, er nú á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall í dag. Það var sjónvarpsstöðin WCVB í Boston sem greindi frá þessu í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Lakers vann Utah

Það er ljóst að LA Lakers mætir Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að þessi lið mættust í nótt á næstsíðasta keppnisdegi deildakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Thomas í þjálfarastólinn á ný

Isiah Thomas, fyrrum forseti og þjálfari New York Knicks í NBA deildinni, hefur samþykkt að taka við þjálfarastarfinu hjá Florida International háskólanum næstu fimm árin.

Körfubolti
Fréttamynd

Saunders tekur við Wizards

Flip Saunders hefur náð samkomulagi við forráðamenn Washington Wizards NBA deildinni um að gerast þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Þetta kemur fram í nokkrum fjölmiðlum vestra í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Vill bara tala við Shaq á Twitter

Shaquille O´Neal og Mark Cuban, eigandi Dallas, hafa skipst á skoðunum í fjölmiðlum í Bandaríkjunum undanfarið. O´Neal, sem nú leikur með Phoenix Suns, gaf í skyn að hann myndi ganga í raðir Dallas í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Úrslit næturinnar úr NBA

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix, Golden State og Portland unnu góða útisigra en efstu lið deildanna voru ekki í eldínunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Los Angeles Lakers búið að vinna 63 leiki eins og Cleveland

Það stefnir í spennandi keppni milli Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers um besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta á þessu tímabili og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Lakers-liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt og er því búið að vinna jafnmarga leiki og Cleveland.

Körfubolti
Fréttamynd

Sonur Jordan er búinn að velja sér háskóla

Yngsti sonur Michael Jordan hefur ákveðið að spila háskólaferill sinn hjá Central Florida en ekki hjá Norður-Karólínu skólann þar sem faðir hans gerði garðinn frægan á sínum tíma. Þar með hefur hvorugur sonur Michael Jordan valið UNC en Jeff Jordan spilar með University of Illinois.

Körfubolti
Fréttamynd

New Orleans í úrslitakeppnina

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með góðum útisigri á Miami í framlengdum leik 93-87.

Körfubolti
Fréttamynd

Larry Bird: Garnett er farinn að slitna

Goðsögnin Larry Bird sem áður lék með Boston Celtics segir að framherjinn Kevin Garnett sé farinn að láta á sjá eftir langan feril í NBA deildinni þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili úr leik hjá San Antonio

NBA-lið San Antonio Spurs hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli nú rétt fyrir úrslitakeppni. Ökklameiðsli Argentínumannsins Manu Ginobili hafa tekið sig upp að nýju og hefur þegar verið úrskurðaður úr leik í deild og úrslitakeppni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Cleveland skellti Spurs

Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt. Cleveland Cavaliers vann enn einn heimasigurinn þegar San Antonio kom í heimsókn. LA Lakers vann nauman sigur í borgarslagnum í Los Angeles.

Körfubolti