Josh Smith samdi við Detroit Pistons Kraftframherjinn Josh Smith, sem lék með Atlanta Hawks á síðasta tímabili hefur samþykkt fjögurra ára samningstilboð Detroit Pistons í NBA deildinni. Körfubolti 7. júlí 2013 23:15
Dwight Howard ætlar að semja við Houston Rockets Miðherjinn öflugi Dwight Howard hefur tekið ákvörðun um hvar hann spilar á næsta tímabili í NBA-deildinni í körfubolta. Kappinn ætlar að segja skilið við Los Angeles Lakers og semja þess í stað við Houston Rockets. Howard hefur látið hin félögin sem voru á eftir honum, Lakers, Dallas, Golden State og Atlanta, vita að hann ætli að semja við Houston. Þetta kom fram í bandarískum fjölmiðlum í kvöld. Körfubolti 6. júlí 2013 00:16
Kobe vill kenna Howard að verða meistari Sirkusinn í kringum Dwight Howard, leikmann LA Lakers, síðasta sumar gleymist seint. Sami sirkus er farinn aftur í gang núna og er stanslaust fjallað um hvað hann geri að þessu sinni. Körfubolti 4. júlí 2013 17:15
Rétt hjá mér að hvíla Derrick Rose, stjarna Chicago Bulls, var talsvert gagnrýndur síðasta vetur fyrir að koma ekki inn í liðið þó svo hann væri búinn að jafna sig af krossbandaslitum. Körfubolti 4. júlí 2013 15:00
Ginobili framlengir við Spurs Argentínumaðurinn Manu Ginoboli, leikmaður San Antonio Spurs, lét að því liggja eftir úrslitarimmuna gegn Miami Heat að hann gæti lagt skóna á hilluna. Körfubolti 4. júlí 2013 08:00
Brad Stevens tekur við liði Boston Celtics Brad Stevens, þjálfari Butler-háskólaliðsins í körfubolta, verður næsti þjálfari hins fornfræga NBA-liðs Boston Celtics. Hann tekur við af Doc Rivers sem hætti og tók við liði Los Angeles Clippers. Þetta kom fram í bandarískum fjölmiðlum í kvöld. Körfubolti 3. júlí 2013 22:58
West framlengir við Pacers David West var afar mikilvægur hlekkur í liði Indiana Pacers sem var ekki fjarri því að slá meistara Miami Heat úr leik í úrslitum NBA-deildarinnar. Körfubolti 3. júlí 2013 18:00
Rodman dreymir um að vinna friðarverðlaun Nóbels Ein furðulegasta frétt síðari ára var þegar Dennis Rodman, fyrrum NBA-stjarna, fór til Norður-Kóreu með Harlem Globetrotters. Þar skemmti hann sér með Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Körfubolti 3. júlí 2013 08:00
Kobe Bryant ætlar að spila í þrjú ár í viðbót Kobe Bryant er nýkominn af hækjum eftir að hafa slitið hásin í lok deildarkeppni síðasta NBA-tímabilsins en það er engin uppgjöf hjá einum þekktasta körfuboltamanni heims. Bryant telur sig eiga eftir að minnsta kosti þrjú ár í deild bestu körfuboltamanna heims. Körfubolti 2. júlí 2013 23:15
Jordan slær milljarð af villunni sinni | Myndir Körfuboltagoðið Michael Jordan kann að gera vel við sig. Hann var kóngurinn í Chicago og bjó líka eins og kóngur. Nú er hægt að kaupa glæsivillu hans þar. Körfubolti 2. júlí 2013 12:45
Paul mun framlengja við Clippers ESPN greinir frá því að leikstjórnandinn Chris Paul sé búinn að ná samkomulagi við LA Clippers um nýjan fimm ára samning. Sá samningur mun færa Paul yfir 100 milljónir dollara í aðra hönd. Körfubolti 1. júlí 2013 08:08
Kirilenko reynir fyrir sér á leikmannamarkaðnum Rússneski körfuboltaleikmaðurinn Andrei Kirilenko ætlar ekki að klára samning sinn við Minnesota Timberwolves í NBA deildinni en hann hafði val um það hvort hann léki eitt ár til viðbótar með liðinu. Körfubolti 30. júní 2013 22:45
Chris Paul verður áfram hjá Clippers Umboðsmaður Chris Paul hefur tilkynnt liðum í NBA deildinni í körfubolta að Chris Paul muni ekki ræða við nein félög heldur semja að nýju við Los Angeles Clippers. Liðin mega byrja að ræða við leikmenn á morgun 1. júlí og skrifa undir samninga 10. júlí. Körfubolti 30. júní 2013 11:30
Howard mun ræða við allt að tíu lið Miðherjinn Dwight Howard hjá Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum mun ræða við Lakers, Houston Rockets, Dallas Mavericks að minnsta kosti þegar hann má byrja að ræða við félög á morgun. Howard er með lausan samning og ætlar að skoða kosti sína vandlega. Körfubolti 30. júní 2013 11:00
Allen spilar áfram með Miami Stórskyttan Ray Allen hefur nýtt sér ákvæði í samningi sínum og framlengt dvöl sína hjá Miami til lok næsta tímabils. Körfubolti 29. júní 2013 17:30
Cavaliers valdi Anthony Bennett í nýliðavalinu Nýliðavalið í NBA-deildinni fór fram í nótt en valið í ár er talið eitt mest óspennandi í áratug. Körfubolti 28. júní 2013 11:30
Pierce og Garnett til Nets í risaskiptum Mögnuð tíðindi berast frá Bandaríkjunum en NBA - liðið Brooklyn Nets hefur náð samkomulagi við Boston Celtics um að fá til liðsins Kevin Garnett og Paul Pierce í skiptum fyrir þó nokkra leikmenn. Körfubolti 28. júní 2013 10:45
Gilbert Arenas stöðvaður með 20 kassa af flugeldum Körfuknattleiksmaðurinn Gilbert Arenas kom sér enn einu sinni í vandræði við bandarísku lögregluna en hann var stöðvaður með troðfullan bíl að ólöglegum flugeldum í Los Angeles. Körfubolti 27. júní 2013 19:45
J.R. Smith ekki lengur samningsbundinn Knicks J.R. Smith hefur ákveðið að nýta sér klausu í samningi sínum við New York Knicks og rifta núverandi samningi við félagið. Körfubolti 27. júní 2013 15:15
Bird kominn aftur til Pacers Larry Bird hefur samþykkt að taka við gamla starfinu sínu hjá NBA-liðinu Indiana Pacers á ný eftir eins árs fjarveru. Körfubolti 26. júní 2013 23:00
Durant semur við Jay-Z Rapparinn Jay-Z er orðinn umboðsmaður íþróttamanna og hann er búinn að landa sinni fyrstu stórstjörnu því Kevin Durant, leikmaður Oklahoma Thunder, hefur samið við rapparann. Körfubolti 25. júní 2013 22:00
Pippen kýldi mann fyrir utan veitingastað Scottie Pippen, fyrrum leikmaður Chicago Bulls, hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera einstakt ljúfmenni en hann getur greinilega reiðst eins og aðrir. Körfubolti 25. júní 2013 15:00
Shaw tekur við Denver Nuggets Það vakti eðlilega athygli þegar NBA-liðið Denver Nuggets ákvað að reka þjálfara sinn, George Karl, skömmu eftir að búið var að velja hann þjálfara ársins í NBA-deildinni. Körfubolti 25. júní 2013 13:30
NBA-meistararnir í stórhættu á sigurhátíð NBA-meistarar Miami Heat fögnuðu meistaratitli sínum í gær er þeir fóru með tveggja hæða rútu í gegnum borgina. Körfubolti 25. júní 2013 12:45
Green var ekki að djamma með leikmönnum Miami Danny Green, leikmaður San Antonio Spurs, hefur mátt þola slæma meðferð á samfélagsmiðlum eftir að myndir birtust af honum á djamminu með leikmönnum Miami Heat eftir oddaleik liðanna. Körfubolti 24. júní 2013 14:15
Rivers á leiðinni til Clippers Framtíð körfuboltaþjálfarans Doc Rivers eru loksins að skýrast. Samkvæmt heimildum Sports Illustrated er hann á leið til LA Clippers. Körfubolti 24. júní 2013 12:00
Westbrook hjálpaði stuðningsmanni með bónorð Stjarna Oklahoma Thunder, Russell Westbrook, sinnir ýmsu á meðan hann jafnar sig eftir aðgerð. Meðal annars hjálpar hann stuðningsmönnum Thunder að gifta sig. Körfubolti 23. júní 2013 17:15
Doc og Rondo slógust næstum því Það er mikil óvissa með framtíðina hjá Boston Celtics. Doc Rivers verður líklega ekki þjálfari liðsins áfram og þeir Paul Pierce og Kevin Garnett eru líklega á förum. Körfubolti 23. júní 2013 15:45
Þurfti að tappa af hnénu á Wade Dwyane Wade hefur upplýst að hann var í meiri vandræðum með hnéð á sér í úrslitarimmunni gegn San Antonio en menn héldu. Körfubolti 23. júní 2013 13:30
Þessi leikur mun ásækja mig alla ævi Tim Duncan á seint eftir að gleyma leik næturinnar í NBA-deildinni en þá varð Miami Heat meistari eftir sigur á San Antonio Spurs í oddaleik lokaúrslitanna. Körfubolti 21. júní 2013 12:15