NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Bosh hetja Heat í Portland

LeBron James lék ekki með meisturum Miami Heat í NBA körfuboltanum í nótt sem lögðu Portland Trail Blazers að velli á útivelli 108-107. Chris Bosh átti stórleik fyrir Heat auk þess að tryggja sigurinn með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron og Serena eru Íþróttafólk ársins hjá AP

Körfuboltamaðurinn LeBron James og tenniskonan Serena Williams voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins af AP-fréttstofunni. Bæði voru þau afar sigursæl á árinu og að mörgum talin vera þau bestu í heimi í sinni grein.

Sport
Fréttamynd

Endurhæfing Bryant gengur hægt

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers sat á hliðarlínunni í sex stiga tapi Lakers gegn Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Aðeins níu dögum eftir að hafa snúið aftur frá meiðslum meiddist Bryant aftur í sigri á Memphis og verður hann frá frá í sex vikur.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltaveisla á Stöð 2 Sport á jóladag

Sannkölluð körfuboltaveisla verður á Stöð 2 Sport í kvöld. Að venju eru stórleikir í NBA-deildinni á jóladag en á milli leikja verður heimildarmyndin Ölli sýnd. Myndin fjallar um einn af efnilegustu körfuboltamönnum Íslands á sínum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Býflugan snýr aftur

Árið 2002 gaf NBA-deildin borginni Charlotte loforð, borgin var að missa körfuboltaliðið Charlotte Hornets til New Orleans og markmiðið var að stofna nýtt lið í borginni.

Körfubolti
Fréttamynd

Oklahoma óstöðvandi

Kevin Durant, Russell Westbrook og félagar í Oklahoma eru á góðu skriði þessa dagana, þrettán stiga sigur á San Antonio Spurs í nótt var sá níundi í röð hjá liðinu. Westbrook átti góðan leik í liði Oklahoma með 31 stig og átta stoðsendingar.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðeins heimskingjar afskrifa mig

Margir efast um hvort Kobe Bryant nái því aftur að verða einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann var nýbyrjaður að spila eftir langa fjarveru er hann meiddist aftur.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami-menn í banastuði

Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt og voru margir þeirra spennandi. Meistarar Miami sölluðu niður stigum gegn Sacramento að venju.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe meiddur á ný | Frá í sex vikur

Það eru ekki nema þrjár vikur síðan LA Lakers eyrnamerkti Kobe Bryant 48,5 milljónir dollara sem hann á að fá í laun. Hann á að vera áfram framtíð liðsins þó svo hann sé nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og sé orðinn 35 ára gamall.

Körfubolti
Fréttamynd

Goðsögnin hefur engu gleymt

"Ég hef ekki tekið skot í nokkur ár. En þegar þú lærir að skjóta þá gleymir þú því aldrei,“ sagði Jerry West við hóp barna sem nutu leiðsagnar goðsagnarinnar á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn heldur Rodman til Norður-Kóreu

"Ég ætla bara að taka þátt í körfuboltaleik og skemmta mér,“ segir körfuboltakappinn Dennis Rodman. Sá bandaríski ætlar að endurnýja kynni sín við Norður-Kóreu.

Körfubolti