Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Aldrei fór ég suður í endur­bættri út­gáfu

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fagnaði tuttugu ára afmæli sínu á páskunum í fyrra. Fyrsta hátíðin var haldin í bríaríi í sushiverksmiðju á Ísafirði árið 2004, þar sem hátíðarhaldarar höfðu ekki miklar áætlanir og settu upp tjöld til einnar nætur. Nú er hátíðin hins vegar orðin fjölskylduvæn tónlistarveisla og er að hefja sinn þriðja áratug með endurbættri ásýnd.

Tónlist
Fréttamynd

Belgísk verð­launa­leik­kona látin

Belgíska leikkonan Émilie Dequenne er látin, 43 ára að aldri. Umboðsmaður Dequenne segir hana hafa andast á sjúkrahúsi í úthverfi frönsku höfuðborgarinnar París í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Leitar enn að fal­legasta stað í heimi

„Dansinn hefur alltaf átt hug minn og síðustu sex ár hefur hann spilað stærra hlutverk í mínu lífi. Ég fór að vinna töluvert meira í greininni, bæði með því að koma fram sjálf en einnig sem danshöfundur,“ segir listakonan og flugfreyjan Aníta Rós Þorsteinsdóttir sem stofnaði nýverið viðburðarfyrirtækið Uppklapp. 

Lífið
Fréttamynd

Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar

Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar.

Lífið
Fréttamynd

Lærði að byggja sig upp og elska úr fjar­lægð

„Í dag getur maður verið þakklátur fyrir alla þessa lífsreynslu en þetta var gríðarlega erfitt,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan sem á að baki sér langa og magnaða sögu. Síðastliðin ár hafa verið bæði viðburðarík og krefjandi hjá honum þar sem hann hefur þurft að taka nokkur skref aftur á bak til þess að hlúa að sjálfum sér og ná áttum. Blaðamaður ræddi við Arnór á einlægum nótum.

Tónlist
Fréttamynd

Tvær mið­aldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman

Auðbjörg Ólafsdóttir og Sóley Kristjánsdóttir eru miðaldra konur sem þekktust ekkert en áttu sama drauminn. Draumurinn var að stíga á svið sem uppistandari. Þær létu hann báðar rætast á afmælinu sínu og eftir að hafa kynnst í gegnum sameiginlegar vinkonur ætla þær að slá aftur til í Tjarnarbíói um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri

Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Segir samningsviljann hjá leik­fé­laginu engan

Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti.

Innlent
Fréttamynd

Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn

Vesturport hyggst ráðast í framhaldsþáttaseríu af Verbúðinni, seríu sem sló í gegn á Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum síðan. Nýja serían hefur enn ekki fengið íslenskt heiti en heitir Stick 'Em Up á ensku, eða Hendur upp og verður hún kynnt nánar á kvikmynda- og sjónvarpshátíðinni Series Mania síðar í mánuðinum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Strípibúlluást sem hleypir öllu í háa­loft

Anora vinnur sem fatafella í Brooklyn við að skemmta körlum sjö kvöld í viku. Ungi rússneski auðkýfingurinn Ivan kemur á nektarbúlluna og heillast af Anoru. Öskubuska hittir prinsinn, þau gifta sig í Las Vegas og lifa hamingjusöm til æviloka. Eða hvað?

Gagnrýni
Fréttamynd

Skálað fyrir skíthræddri Unni

Það var blásið til heljarinnar teitis í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðið laugardagskvöld þegar uppistandið Skíthrædd, í söngleikjaformi, eftir Unni Elísabetu var loksins frumsýnt. Salurinn var í trylltu stuði.

Menning
Fréttamynd

Leikarar og dansarar á leið í verk­fall

Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út.

Innlent
Fréttamynd

Stormur fellur á prófinu

Stormur er nýr íslenskur söngleikur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og tónlistarkonuna Unu Torfa. Þetta er sýning sem á höfða til ungs fólks og fjalla um veruleika þeirra. Þjóðleikhúsið teflir djarft því í aðalhlutverki er ung söngkona án reynslu af leik á stóra sviðinu og í öðrum hlutverkum eru tiltölulega nýútskrifaðir leikarar úr Listaháskólanum. Þessi tilraun er djörf en niðurstaðan því miður nokkuð fyrirsjáanleg – með hóp af byrjendum á leiksviði er byrjendabragur á sýningunni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verð­launa­fé

Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi.

Lífið
Fréttamynd

Skarp­héðinn til Sagafilm

Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Út­skrifaðist úr verk­fræði og gerðist tón­listar­maður

„Ég gat komið sjálfum mér á framfæri og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór,“ segir tónlistarmaðurinn og rekstrarverkfræðingurinn Andri Þór Hjartarson. Tónlistin hefur átt hug og hjarta hans frá ungum aldri og um áramótin tók hann þá ákvörðun að segja upp starfi sínu sem rekstrarstjóri og kýla á tónlistardrauminn. Blaðamaður ræddi við Andra Þór.

Tónlist
Fréttamynd

Sjóð­heitir lista­menn mynda sterka heild

Íslenskt menningarlíf iðar í mars með fjölda sýningaropnanna og öðru listrænu fjöri. Það var mikil gleði í Gallery Þulu á dögunum þegar samsýningin Þverskurður opnaði með stæl.

Menning
Fréttamynd

Með opinn faðminn í 75 ár

Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­sigur Ladda

Hver er Laddi? Hver er maðurinn á bak við grímuna? Á bak við persónurnar sem eru löngu orðin hluti af þjóðarvitund Íslendinga? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem stórsýningin Þetta er Laddi reynir að svara í gegnum leik, dans, söng og grín.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Þetta er meiri háttar draumur að rætast”

Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar sigur úr býtum í prufuspili um stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna síðasta föstudag. Stefán Ragnar segir þetta mikinn heiður og meiri háttar draum að rætast. 

Lífið