Við getum unnið Chelsea Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur gefið út þá yfirlýsingu að Chelsea liðið sé ekki ósigrandi og ætlar liði sínu stóra hluti gegn Englandsmeisturunum á næstu viku, þegar Chelsea og Liverpool mætast tvisvar sinnum á nokkrum dögum. Sport 26. september 2005 00:01
Ferguson hefur þykkan skráp Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur þurft að þola harða gagnrýni frá stuðningsmönnum liðsins síðan það tapaði á heimavelli fyrir Blackburn á laugardaginn, en sá gamli fékk að heyra ljótar svívirðingar frá stuðningsmönnum liðsins þegar hann gekk af velli. Sport 26. september 2005 00:01
Rooney fær tveggja leikja bann Táningurinn skapstirði Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir brottvísun sína í leiknum gegn Villareal á dögunum, þar sem hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kaldhæðnisleg mótmæli við dómara leiksins. Sport 20. september 2005 00:01
Aukaæfingar fyrir Ronaldinho Frank Rijkaard knattspyrnustjóri Barcelona er síður en svo sáttur við leikformið á besta knattspyrnumanni í heimi, Brasilíumanninum Ronaldinho leikmanni félagsins. Stjórinn hefur sett á aukaæfingar fyrir Ronaldinho til þess að koma honum í betra form og lét úthaldsþjálfari Barcelona, Ronaldinho vera eftir á æfingu á fimmtudag. Sport 17. september 2005 00:01
Van Persie fær eins leiks bann Hollenski sóknarmaðurinn Robin van Persie hjá Arsenal fær eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í Meistaradeildinni í vikunni, þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á einum leikmanna FC Thun. Sport 16. september 2005 00:01
Ekur Bergkamp til Amsterdam? Dennis Bergkamp hjá Arsenal, sem skoraði sigurmark liðsins gegn FC Thun í gærkvöldi, gæti þurft að aka til Amsterdam í næsta útileik liðsins eftir að í ljós kom að Robin van Persie verður í banni í næsta leik og því er Arsenal liðið með fáa sóknarmenn í sínum röðum fyrir næsta leik. Sport 15. september 2005 00:01
Rooney átti skilið að fá rautt Alex Ferguson segir að Wayne Rooney hafi átt skilið að fá rautt spjald í leiknum við Villareal í gær og var ekkert að verja leikmanninn þegar hann var spurður út í atvikið. Sport 15. september 2005 00:01
Keane frá í 3 vikur Roy Keane fyrirliði Manchester United verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla aftan í læri. Keane verður því ekki með félögum sínum sem mæta Villareal í kvöld á Spáni í 1.umferð Meistaradeildar Evrópu. Keane, 34 ára missir þá einnig af leik United gegn erkifjendunum í Liverpool n.k. sunnudag. Sport 14. september 2005 00:01
Rio ráðleggur ungu leikmönnunum Varnarjaxlinn Rio Ferdinand hjá Manchester United hefur góð ráð handa ungu leikmönnunum hjá liðinu og telur sig vita hvað liðið þarf að gera til að ná árangri í Meistaradeildinni. Sport 14. september 2005 00:01
Riquelme verður ekki með Villareal Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme verður ekki í liði Villareal þegar það tekur á móti Manchester United í D-riðli í Meistaradeild Evrópu nú innan skamms, því hann hefur ekki náð sér af ökklameiðslum sínum. Þetta staðfesti liðið nú fyrir stundu, en Riquelme þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins 25 mínútur í deildarleik á Spáni um helgina. Sport 14. september 2005 00:01
Rautt á Arsenal og United Nú er að færast fjör í leikinn í Meistaradeildinni, en tveir leikmenn hafa fengið að líta rauða spjaldið í leikjum kvöldsins. Þetta eru þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og Robin van Persie hjá Arsenal. Sport 14. september 2005 00:01
Meistaradeildin í kvöld Nú klukkan 18:30 hefjast leikir kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Aðal leikur kvöldsins á Sýn er viðureign Villareal og Manchester United, en síðar í kvöld verður leikur Werder Bremen og Barcelona sýndur. Hægt er að fylgjast vel með gangi mála á boltavaktinni hér á Vísi.is. Sport 14. september 2005 00:01
Leikjunum lokið í Meistaradeild Leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal stal sigrinum gegn Thun á lokamínútunni, en það var Dennis Bergkamp sem skoraði hið mikilvæga mark heimamanna, sem léku allan síðari hálfleikinn manni færri. Ekkert mark var skoraði í leik Villareal og Manchester United, en þar var það Wayne Rooney sem var í sviðsljósinu. Sport 14. september 2005 00:01
Smith tekur stöðu Keane Alex Ferguson hyggst tefla Alan Smith fram í stöðu fyrirliðans Roy Keane hjá Manchester United í leiknum gegn Villareal í Meistaradeildinni í kvöld, þar sem framherjinn knái Diego Forlan mætir sínum gömlu félögum. Sport 14. september 2005 00:01
Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú hefur verið flautað til hálfleiks í leikjunum átta sem eru á dagskrá í Meistaradeild Evrópu, en ekki hafa verið skoruð mörg mörk það sem af er. Barcelona náði forystu eftir aðeins þrettán mínútur gegn Werder Bremen í Þýskalandi og það var Deco sem skoraði markið. Sport 14. september 2005 00:01
Benitez þurfti að hvíla Gerrard Rafael Benitez, knattspyrnstjóri Liverpool, segir að ástæðan fyrir því að hann hafði fyrirliðann Steven Gerrard ekki í byrjunarliðinu gegn Real Betis í gær, hafi verið þreyta leikmannsins. Sport 14. september 2005 00:01
Meistaradeildin í dag Nú klukkan 18:30 verður flautað til leiks í Meistaradeild Evrópu á Sýn og fyrsti leikurinn í beinni útsendingu verður viðureign Real Betis og Liverpool í G-riðli. Síðar um kvöldið, eða klukkan 21:20 fer í loftið leikur Chelsea og Anderlecht á Stamford Bridge. Sport 13. september 2005 00:01
Ronaldo í hóp United á ný Portúgalski miðjumaðurinn Cristiano Ronaldo er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fráfall föður hans á dögunum, en upphaflega var búist við að hann yrði í leyfi frá leiknum. United verður þó án fyrirliða síns Roy Keane, sem á við meiðsli að stríða. Sport 13. september 2005 00:01
Hert lyfjaeftirlit í Meistaradeild Knattspyrnumenn sem leika í Meistaradeildinni geta átt von á því að fá starfsmenn lyfjaeftirlits Knattspyrnusambands Evrópu hvenær sem er í heimsókn. Félögin í Meistaradeildinni samþykktu þetta að sögn talsmanns UEFA fyrir þetta tímabil. Chelsea rak á sínum tíma Adrian Mutu frá félaginu eftir að hann féll á lyfjaprófi og varnarmaður Manchester United, Rio Ferdinand, var dæmdur í átta mánaða keppnisbann eftir að hafa gleymt að mæta í lyfjapróf. Sport 13. september 2005 00:01
Forlan mætir gömlu félögunum Manchester United mætir í kvöld spænska liðinu Villarreal í Meistaradeild Evrópu en Villarreal hefur aldrei áður komist svo langt í Evrópukeppni. Diego Forlan, sem lék með Manchester United áður en hann fór til Villarreal fyrir síðustu leiktíð, ætlar sér að sýna sínar bestu hliðar í kvöld en hann var markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 25 mörk. Sport 13. september 2005 00:01
Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú er hálfleikur í leikjunum átta sem eru á dagskrá í Meistaradeildinni í kvöld. Þar ber hæst að Liverpool er í góðri stöðu gegn Real Betis á Spáni og frönsku meistararnir Lyon eru að kjöldraga Real Madrid í Frakklandi. Sport 13. september 2005 00:01
Leikjum lokið í Meistaradeildinni Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið, en óhætt er að segja að það hafi verið Real Madrid frá Spáni sem stal senunni, því liðið steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Lyon með þremur mörkum gegn engu og hafa þjálfarar liðsins í gegn um tíðina verið reknir fyrir minna en svona úrslit. Sport 13. september 2005 00:01
Lampard spilar vel fyrir mig Knattspyrnustjóri Chelsea, Portúgalinn José Mourinho hrósaði Frank Lampard miðjumanni sínum í viðtali við breska ríkissjónvarpið. Lampard hefur legið undir mikilli gagnrýni frá fjölmiðlum og fylgismönnum Chelsea í upphafi leiktíðar en Mourinho er ánægður með kappann. Sport 13. september 2005 00:01
Liverpool komið í 2-0 Evrópumeistarar Liverpool byrja titilvörnina með tilþrifum í fyrsta leik riðlakeppninnar, en þeir hafa náð tveggja marka forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik gegn Betis á Spáni. Sport 13. september 2005 00:01
Eiður Smári veikur Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Chelsea sem tekur á móti Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld, en þar ber hæst að Eiður Smári er ekki í leikmannahóp Chelsea í kvöld vegna veikinda. Sport 13. september 2005 00:01
Real Madrid í bullandi vandræðum Stórlið Real Madrid á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og nú eykur enn á ógæfu liðsins, því það er komið undir 3-0 gegn frönsku meisturunum í Lyon. Það voru þeir John Carew, Juninho og Wiltord sem skoruðu fyrir franska liðið. Sport 13. september 2005 00:01
Lyon ætlar að sigra Real Madrid Forsvarsmenn frönsku meistaranna í Lyon ætlast til sigurs þegar liðið mætir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu annað kvöld, en það eykur vonir Frakkanna að spænska liðið verður án þeirra Zinedine Zidane og Ronaldo í leiknum. Sport 12. september 2005 00:01
Makaay klár með Bayern Hollenska markamaskínan Roy Makaay verður í liði Bayern Munchen sem sækir Rapid Vín heim í Meistaradeildinni á miðvikudag. Makaay varð fyrir því óláni að meiðast á hné fyrir nokkru og missti af leik liðsins í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Sport 12. september 2005 00:01
Benitez ekki smeykur við Betis Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hvergi banginn við landa sína í Real Betis, en liðin mætast á Spáni í Meistaradeildinni annað kvöld. Benitez segir að þekking sín á spænska boltanum muni koma sínum mönnum að góðu gagni í leiknum. Sport 12. september 2005 00:01
Milan-menn muna eftir Istanbul Andriy Shevchenko hefur varað félaga sína í liði AC Milan við því að vera of fljótir að gleyma martröðinni í Istanbul í vor, þegar liðið glutraði niður þriggja marka forystu og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sport 12. september 2005 00:01