Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. Innlent 29. desember 2024 13:13
Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða gærnótt tvo menn, sem virðast hafa verið í sama bíl, í Laugardalnum vegna gruns um ölvun við akstur. Hvorugur þeirra vildi þó kannast við að hafa verið að aka bílnum. Innlent 29. desember 2024 07:55
Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Einstaklingur var handtekinn í Árbænum í gær þar sem hann var undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél. Hann var síðan látinn laus að sýnatöku lokinni. Innlent 28. desember 2024 07:27
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28. desember 2024 07:15
Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. Innlent 27. desember 2024 21:17
Lygileg atburðarás í Landsbankanum Mikið tjón varð á útibúi Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði í nótt þegar maður bakkaði jeppa inn í útibúið og reyndi að hafa hraðbanka á brott með sér. Ætlunarverkið tókst ekki, maðurinn ók snarlega af vettvangi og er enn ófundinn. Innlent 27. desember 2024 19:11
Hætta leitinni í Meradölum Björgunarsveitir eru að hætta leit við Meradali við Grindavík þaðan sem neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun. Innlent 27. desember 2024 16:40
Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn. Innlent 27. desember 2024 12:48
Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. Innlent 27. desember 2024 12:07
Reyndu að ræna hraðbanka Í Garðabæ eða Hafnarfirði var gerð tilraun í nótt til að ræna hraðbanka. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hefði verið um eignaspjöll á hraðbankanum. Þegar upptökur voru skoðaðar kom svo í ljós að einhver hefði reynt að ræna hraðbankann en án árangurs. Innlent 27. desember 2024 06:31
Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. Innlent 26. desember 2024 18:59
Strætó rann á bíl og ruslaskýli Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær. Innlent 26. desember 2024 07:21
Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Tveir gistu fangaklefa á jólanótt og talsvert var um umferðaróhöpp í hálkunni í gærkvöldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í jólanæturdagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25. desember 2024 07:13
Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Tilkynnt var um tvær líkamsárásir til lögreglunnar í nótt. Önnur átti sér stað í Breiðholti og hin í Grafarholti. Báðar eru í rannsókn hjá lögreglu samkvæmt dagbók lögreglunnar. Ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn en samkvæmt dagbókinni gistu tveir í fangaklefa lögreglunnar í nótt. Innlent 23. desember 2024 06:11
„Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Tiltölulega rólegt var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 72 mál skráð í kerfi lögreglu í nótt og var enginn í fangageymslu í morgun en miðað við dagbók lögreglunnar snerist nóttin að mestu um ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Innlent 22. desember 2024 07:57
Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Löggregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í gærkvöldi og í nótt tvo unga ökumenn við ofsaakstur í Árbæ. Þá var maður vopnaður hnífi á skemmtistað í miðbænum handtekinn. Innlent 21. desember 2024 09:34
Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna líkamsárásar þar sem grunaður árásarmaður var handtekinn. Innlent 20. desember 2024 06:13
Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá magni þeirra fíkniefna sem embættið hefur haldlagt á Keflavíkurflugvelli. Burðardýr beita öllum brögðum virðist vera, til að koma efnunum á göturnar, þar á meðal með því að koma þeim fyrir í pakkningum fyrir asíska núðlusúpu. Innlent 19. desember 2024 16:09
Ráðist á ferðamann í borginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til eftir að ferðamaður hafði orðið fyrir líkamsárás í Reykjavík í gær. Innlent 19. desember 2024 06:17
Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Rafbyssu var beitt í fyrsta sinn hér á landi í gær þegar lögreglan var kölluð til vegna vopnaðs manns. Öll atburðarásin var tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna á svæðinu og mun sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fara yfir atvikið. Innlent 18. desember 2024 21:02
Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar. Innlent 18. desember 2024 18:54
Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. Innlent 18. desember 2024 11:33
Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Greiningardeild Ríkislögreglustjóra sendi ábendingu til Europol í tengslum við átak gegn hatursorðræðu. Ábendingin beindist að íslenskum síðum á samfélagsmiðlum. Innlent 17. desember 2024 11:55
„Allt er reynt til að komast í gegn um landamærin“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir viðbúið að mistök séu gerð í baráttunni við erlenda glæpahópa sem reyni stöðugt að styrkja stöðu sína hér á landi. Á áttunda hundrað hefur verið vísað frá landinu á árinu sem grunuð eru um að sigla undir fölsku flaggi. Innlent 16. desember 2024 14:14
Sagðist vera vopnaður og ruddist inn Lögregla sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem hafði sagst vera vopnaður og ruðst inn í íbúð. Hann var handtekinn í íbúðinni en reyndist óvopnaður. Innlent 16. desember 2024 06:45
Talið að hamri hafi verið beitt Tveir voru handteknir og einn fluttur á slysadeild eftir vopnaða árás á Álfinum, krá í Breiðholti, seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að hamri hafi verið beitt við árásina. Innlent 15. desember 2024 10:47
Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt vegna líkamsárásar á krá í Kópavogi eða Breiðholti. Grunur er á að vopnum hafi verið beitt við árásina. Lögregla var kölluð til vegna málsins og má gera ráð fyrir að málið sé nú rannsakað hjá þeim. Innlent 15. desember 2024 07:17
Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Brotist var inn í íþróttavöruverslunina Sportís í Skeifunni í nótt og varningi stolið fyrir tæplega tvær milljónir króna. Innlent 14. desember 2024 12:35
Dyravörður grunaður um líkamsárás Dyravörður í miðbænum er grunaður um líkamsárás í nótt. Lögregla rannsakað málið. Þá var einnig handtekinn vegna hótana við nágranna sinn í Grafarvogi, Mosfellsbæ eða Árbæ. Lögregla lagði hald á eggvopn á vettvangi. Innlent 14. desember 2024 07:28
Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Leitin að Áslaugu B Traustadóttur, sem fram hefur farið á Tálknafirði undanfarna daga hefur enn ekki borið árangur. Innlent 13. desember 2024 21:31