Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Lögregluþjónar fundu á dögunum tvo snáka í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt gerist ekki oft en þó „endrum og eins“. Innlent 10.5.2025 14:13
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. Innlent 10.5.2025 11:42
Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ „Þeir eiga eftir að drepa mig,“ segir Stefán Gíslason við föður sinn þar sem hann situr handjárnaður í yfirheyrsluherbergi lögreglunnar í Pensacola í Flórída, grunaður um að hafa skotið vin sin til bana. Stefán var árið 2023 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpinn. Innlent 10.5.2025 08:02
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent 9.5.2025 14:38
„Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? Innlent 8. maí 2025 10:02
Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Vinkona Hafdísar Báru Óskarsdóttur segist aldrei hafa búist við því að Jón Þór Dagbjartsson myndi ganga svo langt að reyna að drepa Hafdísi. Hún viðurkennir þó að hafa verið að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast. Vinkona Hafdísar gaf skýrslu fyrir dómi en hún dvaldi hjá Hafdísi fyrir árásina og kom að Hafdísi eftir hana. Innlent 8. maí 2025 08:32
Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til aðhvað selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. Innlent 7. maí 2025 19:09
Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Gæsluvarðhaldið yfir konu um þrítugt vegna rannsóknar á andláti föður hennar hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 3. júní. Innlent 7. maí 2025 15:49
Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann fyrir húsbrot og líkamsárás. Sá var vistaður í fangaklefa en alls gistu þrír þar í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Fimmtíu mál voru skráð í kerfi lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. Innlent 7. maí 2025 06:36
Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. Innlent 6. maí 2025 19:03
Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Sigurði Almari Sigurðssyni sem grunaður er um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann á Hverfisgötu aðfaranótt 1. maí. Eva Hauksdóttir, lögmaður hans, segir ekki yfirvofandi hættu en þó áhyggjuefni að hann gangi frjáls. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Innlent 6. maí 2025 17:35
Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi eða nótt tilkynning um að brotist hefði verið inn í bílskúr í Kópavogi og tveimur byssum stolið þaðan. Einnig barst tilkynning um hópslagsmál barna í Breiðholti en það mál var, samkvæmt dagbók lögreglu, afgreitt á vettvangi. Innlent 6. maí 2025 06:23
Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. Innlent 5. maí 2025 21:21
Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Óviðræðuhæfur einstaklingur í mjög annarlegu ástandi rambaði inn á lögreglustöðina á Hlemmi í dag. Hann var um leið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 5. maí 2025 17:06
Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann sem hafði skallað annan í miðbænum. Farið var með manninn á lögreglustöð til að reyna að ræða við manninn en það gekk hins vegar ekki vegna ölvunar mannsins og dónaskaps hans í garð lögregluþjóna. Innlent 5. maí 2025 06:22
„Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Grímur Grímsson alþingismaður og fyrrverandi lögreglumaður segir umfjöllun Kveiks um njósnir starfandi lögreglumanns að undirlagi Björgólfs Thors hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segir þáttinn hafa verið erfiðan að horfa á. Innlent 4. maí 2025 12:18
Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Lögregla og sjúkralið voru kölluð að skemmtistað vegna manns sem svaf ölvunarsvefni inni á baðherbergi. Þegar reynt var að ræða við manninn brást hann ókvæða við og reyndi að slást við viðbragðsaðila. Maðurinn var handtekinn og settur í fangaklefa. Innlent 4. maí 2025 07:40
Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Karlmaður sigldi í dag ölvaður utan í annan bát og svo í grjótgarð. Maðurinn var handtekinn og málið afgreitt á lögreglustöð. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu. Ekki er tekið fram hvar atvikið átti sér stað en lögreglumenn á stöð í Kópavogi og Breiðholti sinntu erindinu. Innlent 3. maí 2025 17:25
Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Lögreglan veitti ökumanni eftirför eftir að hann ók yfir hámarkshraða og hlýddi ekki stöðvunarskiltum. Eftir stutta eftirför reyndist viðkomandi „víðáttuölvaður“ og gat ekki gert grein fyrir sér. Hann var því handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 3. maí 2025 07:39
„Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. Innlent 2. maí 2025 20:01
Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. Innlent 2. maí 2025 19:52
Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Búið er að innsigla Kastrup. Jón Mýrdal vert á Kastrup var heima þegar hann fékk óvænt og sér til mikillar hrellingar boð um að það væri búið að loka staðnum hans. Innlent 2. maí 2025 17:23
Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. Innlent 2. maí 2025 15:45
„Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. Innlent 2. maí 2025 14:23
Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. Innlent 2. maí 2025 12:27