Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

NEL telur orð­færi lög­reglu­manna ekki til­efni til endur­upp­töku

Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ó­lík­legt að hættustigið verði lækkað á komandi árum

Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka.

Innlent
Fréttamynd

Blés til skyndi­fundar vegna inn­flutnings gerviópíóða

Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir Svövu Lydiu

Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Svövu Lydiu Sigmundsdóttur. Síðast er vitað af ferðum hennar á Torrevieja svæðinu á Spáni föstudaginn 4. apríl. 

Innlent
Fréttamynd

Óvenjumargir sem sæta gæslu­varð­haldi í fangelsum landsins

Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um hóp­nauðgun í Reykja­vík

Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Beitti bar­efli í líkams­á­rás

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Ís­landi

Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna, samtaka um skaðaminnkun, hefur miklar áhyggjur af því að tollurinn hafi lagt hald á töflur sem innihalda nitazene. Hún óttast að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu eða að það styttist í það. Nitazene er sterkur ólöglegur ópíóíði sem getur verið margfalt sterkara en aðrir ópíóíðar.

Innlent
Fréttamynd

Fanga­geymslur fullar eftir nóttina

Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Það sem við vitum og vitum ekki um mann­drápið hrotta­lega

Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann.

Innlent
Fréttamynd

Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og á­reita börn

Karlmaður var sakfelldur í Landsrétti í dag fyrir að hafa áreitt stúlku í verslun 10-11 í miðbænum og fyrir að bera kynfæri sín í tvígang, annars vegar á Háskólatorgi og hins vegar í Mini market. Maðurinn var dæmdur til tólf mánaða fangelsis og til að greiða börnunum miskabætur. Maðurinn er 34 ára gamall og á að baki dóma fyrir svipuð brot samkvæmt dómi.

Innlent
Fréttamynd

Sól­rún fundin á Spáni

Búið er að finna Sólrúnu Petru Halldórsdóttur sem hafði verið týnd í um þrjá sólarhringa á Spáni heila á húfi. Það staðfestir faðir hennar, Halldór Ágústsson, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Hinir hand­teknu al­veg ó­tengdir

Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni.

Innlent