Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Ökumanni var veitt eftirför í Breiðholti í dag og hann kærður fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Innlent 29.7.2025 19:32
Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Fimm einstaklingar hafa orðið fyrir tegund af netglæp sem kallast ástarsvik. Það sem af er ári hafa flestir fallið fyrir fölskum fyrirframgreiðslum. Innlent 29.7.2025 17:46
Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. Innlent 29.7.2025 15:29
Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Lögreglan á Norðurlandi Eystra leitar að ungri stúlku sem hljóp í veg fyrir húsbíl á föstudaginn síðasta Hjalteyrargötu á Akureyri. Hún lenti á bifreiðinni og féll í götuna en hljóp svo í burt. Innlent 28. júlí 2025 13:42
Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hægt að gera í málum tveggja manna, sem hafa ítrekað verið teknir fyrir húsbrot, nema hlutaðeigandi eigendur kæri þá. Fólk haldi oft að ekki þurfi að aðhafast frekar en að hringja á lögreglu og kæri því ekki. Innlent 28. júlí 2025 13:11
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. Innlent 28. júlí 2025 11:20
Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 65 málum á vaktinni í gærkvöldi og nótt og neyddist meðal annars til þess, enn eina ferðina, að vísa tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Innlent 28. júlí 2025 06:36
Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af atvinnubílstjóra í farþegaflutningum sem reyndist undir áhrifum áfengis í dag. Innlent 27. júlí 2025 17:49
Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Lögreglumenn urðu varir við að íslenska fánanum var flaggað á fánastöng í miðbænum eftir miðnætti. Þar sem ekki náðist í neinn í húsinu var fáninn tekinn niður af lögreglu. Einnig var ökumaður leigubíls stöðvaður fyrir að vera ekki með sýnilegar verðmerkingar og höfð afskipti af fimm veitingastöðum. Innlent 27. júlí 2025 07:47
Líkamsárás í farþegaskipi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í dag um líkamsárás í farþegaskipi. Aðilarnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Innlent 26. júlí 2025 19:12
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. Innlent 26. júlí 2025 14:07
Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að sinna í nótt. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna hrað- eða ölvunaraksturs og einn var vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Gleðin var líka víða við völd og fór lögregla í nokkur hávaðaútköll. Innlent 26. júlí 2025 07:49
Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Maður var handtekinn í Garðabæ í dag vegna ólöglegs vopnaburðar, en hann var meðal annars með úðavopn. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu. Innlent 25. júlí 2025 17:47
Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af tveimur mönnum í tengslum við rannsókn á þjófnaði úr skartgripabúð á miðvikudag. Þeir eru ekki þeir sömu og voru handteknir fyrir sambærilegan þjófnað á mánudag. Innlent 25. júlí 2025 15:18
Lögreglan leitar tveggja manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur mönnum vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 25. júlí 2025 11:47
Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um mann sem stóð við glugga fyrir utan stofu á heimili á höfuðborgarsvæðinu og starði inn. Hundurinn á heimilinu gerði húsráðanda vart. Innlent 25. júlí 2025 06:21
Launaði neitun á gistingu með löðrungi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling sem lamdi starfsmann hótels í hverfi 105. Starfsmaðurinn mun hafa neitað honum um gistingu. Innlent 24. júlí 2025 19:22
Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Starfsfólki Vínbúðarinnar í Austurstræti var gert að klára vinnudaginn sinn eftir að maður lést í versluninni í síðustu viku. Stjórnendur ÁTVR harma að svo illa hafi verið brugðist við en segja að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp næsta dag. Innlent 24. júlí 2025 15:03
Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þjófnað úr skartgripabúð, hvaðan þjófarnir komust með talsverð verðmæti í gær. Á mánudag var einnig tilkynnt um skartgripaþjófa á ferð. Málin eru sögð sambærileg en ekki liggur fyrir hvort þau tengist. Innlent 24. júlí 2025 13:36
Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið handtekinn af sérsveitinni í Garðabæ vegna gruns um skemmdarverk í Reykjavík. Síðar var greint frá að maður hefði verið handtekinn grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Um sama mann og sama mál er að ræða. Innlent 24. júlí 2025 12:11
Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli slasaðist lítillega þegar ekið var á hann í gær en ökumaður bifreiðarinnar lét sig hverfa. Lögregla hafði uppi á honum í gærkvöldi. Innlent 24. júlí 2025 06:20
Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Erlendur einstaklingur var handtekinn fyrir líkamsárás, hótanir og grun um mansal í Reykjavík í dag. Innlent 23. júlí 2025 21:20
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Innlent 23. júlí 2025 14:30
Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt um fjórar vikur og gildir þar með til 14. ágúst. Innlent 23. júlí 2025 14:07