Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttamynd

Franklin snýr aftur í GTA og Dr Dre einnig

Leikjafyrirtækið Rockstar opinberaði í dag nýja uppfærslu við Grand Theft Auto Online sem inniheldur nýja sögu um eina af aðalpersónum upprunalega leiksins og rapparans Dr. Dre. Franklin snýr aftur í leiknum og spilarar þurfa að hjálpa honum og rapparanum að gefa út ný lög.

Leikjavísir
Fréttamynd

Verdansk kvödd með stærðarinnar móti

Strákarnir í GameTíví ætla að kveðja Verdansk, borgina í leiknum Call of Duty Warzone, með stæl. Vegna þess að nýtt kort verður tekið í notkun í vikunni ætlar GameTíví að halda stærðarinnar mót íslenskra streymara.

Leikjavísir
Fréttamynd

Gang Beasts og sjórán í Sandkassanum

Strákarnir í Sandkassanum ætla að verja streymi kvöldsins í tvo leiki. Fyrst ætla þeir að spila leikinn Gang Beasts og því næst ætla þeir að kíkja á nýjustu uppfærslu sjóræningjaleiksins Sea of Thieves.

Leikjavísir
Fréttamynd

Yfirtaka - Zelda: Ocarina of Time maraþonstreymi

Óvænt yfirtaka á Twitchrás GameTíví á sér stað í dag þegar Helstu Zelda sérfræðingar landsins, þeir Daníel Rósinkrans, Gylfi Már og Oddur Bauer ætla spila í gegnum Ocarina of Time, einn ástsælasta leik allra tíma.

Leikjavísir
Fréttamynd

Babe Patrol: Sameinaðar á ný

Stelpurnar í Babe Patrol eru loks sameinaðar á ný og stefna á tiltekt í Verdansk. Í kvöld munu þær sum sé spila Warzone og keppast um að standa einar uppi eftir harða bardaga.

Leikjavísir
Fréttamynd

Battlefield 2042: Ókláraður og á köflum óspilandi

Battlefield 2042 hefur valdið mér miklum vonbrigðum og hefur að mestu verið nánast óspilanlegur. Leikurinn er langt frá því að vera tilbúinn en hann hefur sína kosti og gæti jafnvel talist mjög efnilegur. Það vantar þó töluvert upp á enn sem komið er.

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA Trilogy: Fóru framúr sjálfum sér

„Fokk it. Þetta verður bara að duga.“ Þetta ímynda ég mér að forsvarsmenn Rockstar hafi sagt um nýútgefna endurgerð klassísku leikjanna GTA III (2001), GTA Vice City (2002) og GTA San Andreas (2004). Endurgerðin ber hinn einfalda og ljóðræna titil Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tíu ára útgáfa Skyrim: Féll aftur í gildru Bethesda

Ég veit ekki hversu oft ég hef bjargað heiminum frá drekanum Alduin. Ég hef gert það sem nokkurs konar dreka-víkingur með sverð og skjöld, sem galdrakarl og sem bogamaður, svo eitthvað sé nefnt. Skyrim spilaði ég mjög mikið þegar hann kom út í nóvember 2011. Síðan þá, ekki svo mikið.

Leikjavísir
Fréttamynd

Queens: Taka tangó og spila Resident Evil 5

Móna og Valla eru mættar aftur og ætla að spila samvinnuleikinn Operation Tango. Þetta er þó líklegast í síðasta sinn þar sem aðeins eitt verkefni er eftir í leiknum en í honum stíga stelpurnar í spor alþjóðlegra njósnara sem þurfa að leysa ýmis verkefni í sameiningu.

Leikjavísir