Kappaksturskvöld í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum setja góðu dekkin undir í kvöld og keppa í kappakstri í leikjunum Trackmania og GTA Online. Leikjavísir 13. febrúar 2022 19:30
Mikið um að vera hjá Babe Patrol í streymi kvöldsins Það verður mikið um að vera hjá stelpunum í Babe Patrol í streymi kvöldins. Þær munu spila þrjá leiki í kvöld og berjast sín á milli. Leikjavísir 9. febrúar 2022 20:31
Uncharted stemning hjá Queens Stelpurnar í Queens stefna á ævintýri í kvöld. Í streymi kvöldsins ætla stelpurnar að spila Umcharted Legacy of Thieves Collection. Leikjavísir 8. febrúar 2022 20:31
GameTíví: Hlaupa saman undan hjörðum ódauðra Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja á hinn nýja leik Dying Light 2 í kvöld. Þar munu þeir taka höndum saman í að hlaupa yfir þök borgarinnar Villedor og forðast hjarðir ódauðra og önnur skrímsli sem fara á kreik á næturna. Leikjavísir 7. febrúar 2022 19:30
Sviftivindar í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum ætla að taka á því í Apex Legends í kvöld. Þar munu þeir berjast gegn öðrum spilurum um að standa einir uppi. Leikjavísir 6. febrúar 2022 19:31
Yfirtaka: Áhorfendur ráða ferðinni hjá MjaMix Marín Eydal eða MjaMix ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í dag. Hún verður með fjölbreytta dagskrá þar sem áhorfendur munu ráða ferðinni og taka þátt í gjafaleikjum. Leikjavísir 5. febrúar 2022 14:31
Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar Framleiðsla nýs leikjar í Grand Theft Auto seríunni sem notið hefur gífurlegra vinsælda í áratugi er hafin og jafnvel vel á veg komin. Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar staðfestu fyrst í dag að svo væri en fjölmargir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna mánuði. Leikjavísir 4. febrúar 2022 15:27
Uncharted Legacy of Thieves Collection: Góðir leikir öðlast nýtt líf Nathan Drake er enn jafn skemmtilegur og hann var á síðasta áratug og ævintýri hans og félaga hans eru það sömuleiðis. Það er lítið annað en jákvætt að Uncharted-leikirnir öðlist nýtt líf. Leikjavísir 3. febrúar 2022 08:46
Babe Patrol: Skotbardagar og matreiðsla Stelpurnar í Babe Patrol ætla að eltast við óvini sína Call of Duty Warzone í kvöld. Þar að auki ætla þær að leggja stund á matreiðslu í Overcooked 2. Leikjavísir 2. febrúar 2022 20:30
Skortur kemur enn niður á framleiðslu PS5 Starfsmenn Sony eiga enn í vandræðum við að framleiða nægjanlegt magn PlayStation 5 leikjatölva. Um 3,3 milljónir tölva voru seldar síðasta ársfjórðungi 2021 og í heild hefur Sony selt 17,3 milljónir leikjatölva frá því þær komu fyrst á markað. Viðskipti erlent 2. febrúar 2022 10:50
Queens: MisterGnarly mætir í heimsókn Hún Móna í Queens fær til sín góðan gest í streymi kvöldsins. Þar verður MisterGnarly á ferðinni og saman ætla þau að spila fjölspilunarleikinn We Were Here Together. Leikjavísir 1. febrúar 2022 20:31
New York Times kaupir orðaleikinn vinsæla Bandaríska stórblaðið New York Times hefur keypt orðaleikinn Wordle, sem slegið hefur í gegn í netheimum undanfarin misseri. Viðskipti erlent 31. janúar 2022 22:05
GameTíví: Kappakstur, getraunir og gjafir Strákarnir í GameTíví ætla að halda alvöru kappaksturskvöld þetta mánudagsstreymið. Þá munu þeir bæði spila F1 2012 og Gran Turismo Sport. Leikjavísir 31. janúar 2022 19:30
Sony kaupir leikjarisann Bungie Raftækjafyrirtækið Sony hefur nú keypt leikjarisann Bungie, en fyrirtækið er þekktast fyrir leikina Halo og Destiny. Samningurinn hljóðar upp á 3,6 milljarða bandaríkjadala eða rúmlega 460 milljarða íslenskra króna. Leikjavísir 31. janúar 2022 19:29
Sandkassinn: Ætla að standa einir eftir í Apex Legends Strákarnir í Sandkassanum ætla að taka á því í kvöld og spila Battle Royale leikinn Apex Legends. Þar munu þeir keppast við aðra spilara um að standa einir eftir. Leikjavísir 30. janúar 2022 19:30
Yfirtaka: Gunni The Goon spilar Destiny Gunni The Goon, eða Gunnar Páll, ætlar að taka yfir Twitchrás GameTíví í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Gunnar gerir það en að þessu sinni ætlar að hann að spila Destiny 2 með vinum sínum. Leikjavísir 29. janúar 2022 20:30
Expeditions: Rome - Ekki besti leikur í heimi en þó skemmtilegur Expeditions Rome er skemmtilegur og góður herkænskuleikur sem byggir á því góða sem finna mátti í Expeditions Viking, forvera Rome. Í stað þess að herja á Breta fá spilarar nú að stýra herdeildum Rómar um víðan völl og berja á óvinum borgarinnar eilífu. Leikjavísir 28. janúar 2022 08:46
Bein útsending: Steindi og félagar spila inn í nóttina Þátturinn Rauðvín og klakar snýr aftur á Stöð 2 Esport klukkan 21 í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki með góðum vinum sínum. Leikjavísir 27. janúar 2022 20:31
Babe Patrol: Valda usla á Caldera Stelpurnar í Babe Patrol ætla að feta hefðbundnar slóðir í kvöld. Þær munu herja á aðra spialra Warzone og berjast um yfirráð á Caldera. Leikjavísir 26. janúar 2022 20:32
Queens: Hryllingur í frumskóginum Stelpurnar í Queens ætla að láta sér bregða í kvöld. Þær munu spila hryllings- og spennuleikinn Green Hell í streymi kvöldsins. Leikjavísir 25. janúar 2022 20:30
Vinna að þremur nýjum Star Wars-leikjum Forsvarsmenn leikjaútgefandans Electronic Arts tilkynnti í dag að leikjaframleiðendur á þeirra vegum ynnu að gerð þriggja nýrra tölvuleikja úr söguheimi Star Wars. Einn þeirra er framhald hins vinsæla Star Wars Jedi: Fallen Order. Leikjavísir 25. janúar 2022 15:55
Mánudagsstreymið: Geimdvergar, skóflur og skotbardagar Strákarnir í GameTíví ætla að taka honum stóra sínum í kvöld og spila geimdvergaleikinn Deep Rock Galactic. Þar þurfa þeir að hjálpast að við að safna auðlindum í umfangsmiklum hellum og skjóta heilu hjörðirnar af óvinveittum geimverum. Leikjavísir 24. janúar 2022 19:31
Sandkassinn: Berjast fyrir lífinu í Raft Strákarnir í Sandkassanum munu þurfa að berjast fyrir lífum þeirra í streymi kvöldsins. Þá ætla þeir að spila leikinn Raft, sem gengur út að byggja upp fleka og lifa af út á ballarhafi. Leikjavísir 23. janúar 2022 19:32
Yfirtaka: SunnyAstra spilar Teamfight Tactics Sól Rós, sem gengur undir nafninu SunnyAstra, mun taka yfir streymi GameTíví í kvöld. Hún ætlar að spila leikinn Teamfight Tactics, sem kemur frá framleiðendum League of Legends. Leikjavísir 22. janúar 2022 19:30
Bein útsending: Steindi og félagar spila inn í nóttina Þátturinn Rauðvín og klakar snýr aftur á Stöð 2 Esport klukkan 21 í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki með góðum vinum sínum. Leikjavísir 20. janúar 2022 20:00
Búast við því að Microsoft haldi leikjum aðgengilegum í PlayStation Forsvarsmenn Sony, framleiðendur PlayStation leikjatölvunnar, segjast búast við því að Microsoft muni standa við samninga og tryggja áfram að tölvuleikir Activision Blizzard verði áfram aðgengilegir á PlayStation. Leikjavísir 20. janúar 2022 11:41
Babe Patrol: Herja á Caldera Stelpurnar í Babe Patrol ætla að herja á aðra spilara Caldera í kvöld. Það þýðir að þær ætla að spila Warzone í streymi kvöldins og keppast um sigur. Leikjavísir 19. janúar 2022 20:31
Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Miklar vendingar urðu á markaði leikjaframleiðenda í gær þegar Microsoft opinberaði að búið væri að skrifa undir samkomulag um að tæknirisinn myndi kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Microsoft var þegar meðal stærstu leikjafyrirtækja heims og það var AB sömuleiðis. Viðskipti erlent 19. janúar 2022 16:29
Hryllingur og förðun hjá Queens Móna í Queens tekur á móti góðum gesti í streymi kvöldsins. Það er hún Óla Litla, eins og hún er kölluð á Twitch þar sem hún er með tæplega tvö þúsund fylgjendur. Leikjavísir 18. janúar 2022 20:31
Leikjarisar sameinast: Microsoft kaupir Activision Blizzard Forsvarsmenn Microsoft hafa skrifað undir kaupsamning á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard fyrir 68,7 milljarða dala. Lauslega reiknað samsvarar það tæpum níu billjónum króna eða níu þúsund milljörðum. Viðskipti erlent 18. janúar 2022 13:54