Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Flug­rútan hefur akstur á nýjan leik

Flugrútan, sem hefur ekki verið í rekstri frá miðjum janúarmánuði, mun hefja akstur á ný á morgun. Akstrinum var hætt í janúar vegna lítillar notkunar komufarþega en flugferðum til og frá landinu hefur fækkað mikið síðasta tæpa árið vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mesti sam­dráttur í lands­fram­leiðslu á mann frá upp­hafi mælinga

Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland og meirihluti Noregs á grænni grein

Líkt og undanfarinn mánuð er Ísland eina landið í Evrópu sem alfarið er merkt grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Meirihluti Noregs er einnig grænn en nokkur svæði þar eru þó merkt appelsínugul.

Innlent
Fréttamynd

Áttar sig ekki á því af hverju fólk afþakkar AstraZeneca

Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir öll bóluefni við Covid-19 sem komið hafa fram jafngóð. Enginn marktækur munur sé á þeim með tilliti til aukaverkana. Hann segist ekki átta sig á því af hverju fólk hafi hafnað bólusetningu með bóluefni AstraZeneca.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt afbrigði veirunnar breiðist hratt út í New York

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið upp kollinum í New York og breiðist nú hratt út í borginni. Stökkbreytingin veldur vísindamönnum nokkrum áhyggjum þar sem þeir óttast að hún veiki virkni bóluefna gegn veirunni.

Erlent
Fréttamynd

Finnar lýsa yfir neyðar­á­standi og loka í þrjár vikur

Stjórnvöld í Finnlandi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar í landinu. Sumar aðgerðir stjórnvalda taka gildi þegar í stað, en aðrar 8. mars. Munu aðgerðirnar gilda í þrjár vikur.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni

Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Telur mögulega ekki þörf á grímum í sumar

Mögulegt er að grímuskylda verði afnumin innandyra í Bretlandi yfir sumarmánuðina. Þetta kom fram í máli Jenny Harries, eins helsta heilbrigðismálaráðgjafa breskra stjórnvalda, á blaðamannafundi vegna kórónuveirufaraldursins í Bretlandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins

Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins.

Körfubolti