Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Fokking aumingjar“

Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 

Körfubolti
Fréttamynd

Þórskonur eiga von á nýjum leik­manni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigur­göngu á­fram“

Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin.

Körfubolti
Fréttamynd

Valur ofar eftir æsispennu

Valskonur höfðu betur gegn Stjörnunni í æsispennandi leik í Bónus-deild kvenna í körfubolta, 85-84, og eru því með tveimur stigum meira í 6. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta eru allt Kefl­víkingar“

Lið Keflavíkur í Bónus-deild kvenna var rætt í þættinum Bónus Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Hamar/Þór. Systrabönd innan liðsins voru sérstaklega tekin fyrir.

Körfubolti
Fréttamynd

Ena Viso til Grinda­víkur

Kvennalið Grindavíkur hefur fengið mikinn liðstyrk en hin danska Ena Viso hefur samið við liðið og klárar tímabilið í Smáranum.

Körfubolti
Fréttamynd

KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs

Um miðjan janúar var kæra send inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. KFG hefur nú verið sektað um 30 þúsund krónur vegna athæfisins.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann sem klárar dæmið“

„Maður sá hann lítið til að byrja með í leiknum, þannig en það kemur með honum ákveðin ró. En undir lok leiksins er það hann sem klárar dæmið.“

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Axel og fé­lagar spila til úr­slita

Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos munu spila úrslitaleik á morgun í bikarkeppni neðri deilda Spánar. Það varð ljóst eftir 101-79 útisigur í undanúrslitum gegn Odilo Cartagena í kvöld.

Körfubolti