Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Hvurslags Green var þessi karfa?

Phoenix Suns tryggði sig inn í úrslitakeppnina, Jayson Tatum og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum en LeBron James varð að sætta sig við tap í framlengingu, í NBA-deildinni í nótt. Karfa Chicago Bulls gegn Detroit Pistons vakti þó mesta athygli.

Körfubolti
Fréttamynd

Pétur Rúnar: Þurftum að taka til varnarlega

Tindastóll vann mikilvægan sigur á KR á heimavelli. Lokatölur 89-80. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ljómandi góðan leik, hann skilaði 14 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Körfubolti
Fréttamynd

Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum

Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar vann stórsigur í Íslendingaslag | Tryggvi og félagar töpuðu

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Antwerp Giants unnu 32 stiga stórsigur gegn Þóri Þorbjarnarsyni og félögum hans í Zwolle í belgísku deildinni í körfubolta í kvöld, 102-70. Þá þurftu Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza að sætta sig við tíu stiga tap gegn Gran Canaria á Spáni, 86-76.

Körfubolti