Tekur Árni við af Árna? Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir í íslensku atvinnulífi hafa litið svo á að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, væri líklegastur til að taka við forstjórastólnum þegar Árni Oddur Þórðarson myndi vilja beina kröftum sínum annað. Klinkið 4. nóvember 2022 10:35
Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. Viðskipti innlent 4. nóvember 2022 08:30
Ferðamenn dvelja lengur og eyða meiru en nokkru sinni áður Þrátt fyrir að ferðaþjónustuárið hafi farið hægt af stað í kjölfar afléttinga takmarkana heimsfaraldursins víða um heim, er margt sem bendir til þess að velta í ferðaþjónustu gæti náð óþekktum hæðum á árinu 2022. Innherji 4. nóvember 2022 07:30
„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. Viðskipti innlent 3. nóvember 2022 19:31
Marel sýnt að það getur lækkað skuldahlutfallið „hratt“ Stjórnendur Marels segja að félagið hafi margítrekað sýnt að það getur lækkað skuldahlutfall sitt hratt eftir að hafa ráðist í stórar yfirtökur. Ekki kemur til greina að lækka útgefið markmið félagsins um skuldsetningu þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist talsvert. Erlendir greinendur tóku vel í uppgjör Marels sem þeir sögðu gefa til kynna að sterkur rekstrarbati væri í vændum. Innherji 3. nóvember 2022 16:58
„Fulldjúpt í árina tekið“ að tala um viðsnúning hjá Marel Uppgjör Marels á þriðja ársfjórðungi einkenndist af lágri framlegð ásamt miklum tekjuvexti og sameiningarkostnaði samfara kaupum á Wenger. Vísbendingar eru um rekstrarbata ef litið fram hjá sameiningarkostnaði en það er „fulldjúpt í árina tekið að tala um einhvern viðsnúning“ í rekstri. Innherji 3. nóvember 2022 15:15
Marel fellur í verði eftir uppgjör og 25 milljarða lán til stærsta hluthafans Gengi bréfa Marels, verðmætasta fyrirtækisins í Kauphöllinni, lækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Félagið birti í gærkvöldi uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung og þá upplýsti stærsti hluthafi Marels um 175 milljóna evra lánasamning við tvö erlend fjárfestingarfélög með breytirétti í allt að átta prósenta hlut í Marel. Innherji 3. nóvember 2022 09:55
Icelandair hækkar en erlendir keppinautar lækka Hlutabréfaverð fjölda erlendra flugfélaga hefur lækkað skarpt á einu ári. Þrátt fyrir það hefur Icelandair hækkað lítillega á sama tíma. Viðskiptalíkan Icelandair byggir á tengiflugi milli Evrópu og Ameríku, en sjóðstjóri segir að af þeim sökum sé rekstur flugfélagsins ekki eins berskjaldaður fyrir verri efnahagshorfum í Evrópu og önnur flugfélög. Innherji 3. nóvember 2022 07:00
Leggja Eyri til 25 milljarða og geta eignast átta prósenta hlut í Marel Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, hefur gengið frá samkomulagi við erlendu fjárfestingarsjóðina JNE Partners og The Boupost Group um að leggja Eyri til 175 milljónir evra, jafnvirði um 25 milljarða íslenskra króna, í lán til fjögurra ára. Með samkomulaginu öðlast sjóðirnir um leið kauprétt að allt að rúmlega átta prósenta hlut í Marel frá Eyri Invest í lok lánstímans í nóvember 2026. Innherji 2. nóvember 2022 23:44
Rekstrarhagnaður Marels jókst um 30 prósent og var yfir spám greinenda Marel færist markmiði sínu um að skila 14 til 16 prósenta EBIT-framlegð fyrir árslok 2023 eftir að félagið skilaði rekstrarhagnaði upp á 46,2 milljónir evra, jafnvirði 6,6 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um nærri 30 prósent frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður Marels var talsvert yfir meðalspá greinenda, og sömuleiðis tekjur félagsins sem voru samtals tæplega 451 milljón evra á fjórðungnum. Innherji 2. nóvember 2022 21:18
Sýn í „góðri stöðu“ til að skila frekara fjármagni til eigenda eftir sölu á stofnneti Sýn skilaði rekstrarhagnaði (EBIT) á þriðja ársfjórðungi upp á 486 milljónir og jókst hann um liðlega fimmtán prósent frá sama tímabili í fyrra. Tekjur fjarskipta- og fjölmiðlafélagsins námu um 5,5 milljörðum króna og stóðu nánast í stað á milli ára. Stjórn Sýnar hefur samþykkt endurkaup á eigin bréfum fyrir 300 milljónir. Innherji 2. nóvember 2022 18:08
Jakobsson verðmetur Icelandair 42 prósentum yfir markaðsgengi Jakobsson Capital verðmetur Icelandair 42 prósent yfir markaðsgengi eða á 2,59 krónur á hlut. Á fjórða ársfjórðungi ársins verður afkastageta Icelandair 98 prósent af því sem hún var 2019 fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. „Flugvélin er á réttri flugbraut,“ segir greinandi. Innherji 2. nóvember 2022 16:00
Yfirmaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis segja upp störfum Forstöðumaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa allir sagt upp störfum. Brotthvarf þeirra kemur í kjölfar þess að til skoðunar hafði verið að koma á fót nýju sjálfstæðu félagi, sem myndi annast rekstur sérhæfðu sjóðanna og yrði meðal annars að hluta í eigu sömu starfsmanna, en slíkar hugmyndir fengu ekki brautargengi hjá lífeyrissjóðum, helstu eigendum framtakssjóðanna. Innherji 2. nóvember 2022 10:48
Hagkerfið viðkvæmara fyrir verðsveiflum sjávarafurða en áls Hátt afurðaverð sjávarfangs á fyrstu níu mánuðum ársins tryggir að viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins hefur haldist í horfinu. Verðþróun á þorski skiptir höfuðmáli fyrir útflutningstekjur Íslands og því gæti skörp, efnahagsleg niðursveifla í Bretlandi haft slæm áhrif á viðskiptajöfnuð Íslands. Hagkerfið er orðið minna viðkvæmt fyrir sveiflum í álverði en áður var. Innherji 2. nóvember 2022 07:00
Skúli hættir hjá Kviku eignastýringu og fer yfir til LSR Skúli Hrafn Harðarson, sjóðstjóri hlutabréfasjóða hjá Kviku eignastýringu síðustu ár, hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Mun Skúli Hrafn í kjölfarið hefja störf hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóði landsins, síðar á árinu, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 2. nóvember 2022 05:31
Hlutabréf á siglingu með Marel í stafni Hlutabréfaverð hefur verið á mikilli siglingu á undanförnum dögum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um ellefu prósent á einni viku. Þar munar miklu um að Marel, sem vegur þyngst í vísitölunni, hefur hækkað um 14 prósent. Fjárfestar gera sér vonir um að uppgjör fyrirtækisins, sem birtist á morgun, verði gott. Innherji 1. nóvember 2022 16:30
Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. Viðskipti innlent 1. nóvember 2022 13:05
Hvert er þitt framlag í loftlagspúkkið? Leiðin að kolefnishlutleysi árið 2040 er ekki að fullu kortlögð og verður engin gleðiganga í lystigarðinum. Hins vegar er ljóst að ef stórhuga markmið stjórnvalda eiga að nást þarf að taka hugrökk skref og tryggja víðtækt samstarf allra helstu hagaðila innanlands. Umræðan 1. nóvember 2022 10:01
Rosalegur lúxus í einkaþotu Icelandair Gríðarlegur lúxus er um borð í einkaflugvél Icelandair og eru innanstokksmunir langt frá því sem farþegar í hefðbundnu áætlunarflugi kunna að hafa vanist. Fyrirtækið Abercrombie & Kent, sem sérhæfir sig í lúxusferðalögum, leigir vélina af flugfélaginu en áhöfnin er íslensk. Lífið 31. október 2022 23:53
Verðmat IFS á Icelandair 29 prósentum yfir markaðsgengi IFS hækkaði verðmat sitt á Icelandair eftir uppgjör þriðja ársfjórðungs og verðmetur nú félagið 29 prósentum yfir markaðsgengi við upphaf dags. Hærra verðmat má rekja til þess að gert er ráð fyrir að reksturinn fari batnandi samhliða meðal annars lækkandi olíuverði og betri sætanýtingu. Innherji 31. október 2022 13:05
Íslandsbankaskýrslunni enn og aftur frestað Afhendingu á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið frestað á ný. Til stóð að afhenda skýrsluna fyrir helgi en ekkert verður úr því. Innlent 31. október 2022 12:40
Óvissa með útgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka vegna óróa á mörkuðum Íslandsbanki mun nota síðasta fjórðung ársins til að kanna hvaða valkosti hann hefur vegna áður boðaðra áforma um að kaup á eigin bréfum fyrir allt að 15 milljarða króna, að sögn bankastjórans, en umrót á fjármálamörkuðum veldur því að óvissa er um hvenær getur orðið af slíkum útgreiðslum til hluthafa. Seðlabankastjóri hefur áður brýnt fyrir bönkunum að þeir þurfi að gæta vel að lausafjárstöðu sinni við þessar krefjandi markaðsaðstæður. Innherji 29. október 2022 16:11
Hvergi skjól á fjármálamörkuðum Afkoma Sjóvár á undanförnum tveimur ársfjórðungum varpar ljósi á hvernig sveiflur í afkomu af vátryggingarekstri og fjárfestingum vegur á móti hvor öðru. Hagnaður af vátryggingum var 478 milljónir en tap af fjárfestingastarfsemi nam 163 milljónum. Þetta samband var ekki til staðar á undanförnum tveimur árum vegna peningaprentunar í Covid-19 og fjármálamarkaðir hækkuðu samhliða. Innherji 28. október 2022 15:01
Innflæði í hlutabréfasjóði í fyrsta sinn í fimm mánuði Þrátt fyrir að hlutabréfaverð hafi tekið mikla dýfu í liðnum mánuði þá reyndist vera hreint innflæði í innlenda hlutabréfasjóði upp á tæplega hálfan milljarð króna í september. Er þetta í fyrsta sinn frá því í apríl á þessu ári þar sem sala á nýjum hlutdeildarskírteinum í slíka sjóði er meiri en sem innlausnum fjárfesta. Innherji 28. október 2022 13:01
Lengja tímabil flugferða til Rómar og Nice Icelandair hefur ákveðið að lengja flugtímabilið til Rómar og Nice á næsta ári. Viðskipti innlent 28. október 2022 10:03
Kallað út vegna uppsjávarskips sem hallaði við Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 22:20 í gærkvöldi vegna uppsjávarskipsins Svans RE sem hallaði þar sem hann lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Innlent 28. október 2022 06:46
Settu upp Blátt lón og bræddu hraun í Lundúnum Stærsti kynningarviðburður seinni ára á Íslandi sem áfangastað fer nú fram í Lundúnum. Öllu hefur verið tjaldað til fyrir viðburðinn, til að mynda hefur manngerðu Bláu lóni verið komið fyrir. Viðskipti innlent 27. október 2022 23:51
Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Íslandsbanka Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. Viðskipti innlent 27. október 2022 20:58
„Taktfastur dans“ skilar Nova milljarði í rekstrarhagnað EBITDA-hagnaður Nova á þriðja ársfjórðungi 2022 var rúmur milljarður króna. EBITDA-hlutfallið var 31,9 prósent og vex um 1,3 prósentustig frá fyrra ári. Forstjórinn segir ársfjórðungin hafa verið samkvæmt væntingum. Viðskipti innlent 27. október 2022 17:39
Telja að verðbólga taki ekki á rás þrátt fyrir óvænta þróun í dag Verðbólga mældist yfir spám greinenda í október. Sérfræðingar á markaði telja að líklega hafi verðbólgan toppað í sumar og horfa til þess að hún fari hjaðnandi á næstu mánuðum. Sjóðstjóri segir að stóra spurningin fyrir Seðlabankann sé hversu hratt hún gangi til baka. Innherji 27. október 2022 15:59