Sleit krossband í hné í sínum fyrsta deildarleik fyrir ÍBV Sydney Nicole Carr hóf feril sinn með ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta á versta mögulega hátt. Hún sleit krossband í hné og var tekin af velli eftir rétt rúmlega tíu mínútna leik. Hún spilar ekki meira á tímabilinu. Íslenski boltinn 4. maí 2022 23:31
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 1-0 | Dramatík er Keflavík tyllti sér á topp Bestu deildarinnar Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og tylltu sér á topp Bestu deildarinnar með 1-0 sigri á öflugu liði Breiðabliks í kvöld. Íslenski boltinn 4. maí 2022 23:05
„Megið færa Helenu og þeim þennan sokk“ Það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á Keflavík á þessu tímabili, þar á meðal Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport sem spáðu því að Keflavík myndi enda í neðsta sæti deildarinnar. Keflavík hefur svarað því með tveimur sigrum í tveimur leikjum, þar á meðal gegn bikarmeisturum Breiðabliks í kvöld. Íslenski boltinn 4. maí 2022 22:30
„Spurning hvort þetta verði eitthvað sem að heldur áfram inn í mótið“ Stjarnan vann sannfærandi sigur er KR heimsótti Garðabæinn í kvöld. Staðan var orðin 2-0 eftir rétt tæplega tíu mínútna leik og á endanum vann heimaliðið öruggan 5-1 sigur. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, telur þó sitt lið geta gert betur. Íslenski boltinn 4. maí 2022 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 5-1 | Nýliðarnir sáu aldrei til sólar í Garðabæ Stjarnan vann 5-1 stórsigur á KR í Bestu deild kvenna í kvöld. Mörk Stjörnunnar skoruðu Katrín Ásbjörnsdóttir, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, Alma Mathisen, Arna Dís Arnþórsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir. Mark KR skoraði hin 15 ára Ísabella Sara Tryggvadóttir. Íslenski boltinn 4. maí 2022 21:15
Davíð Snær frá Lecce til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Davíð Snær Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, við það að ganga til liðs við FH í Bestu deild karla í fótbolta. Davíð Snær hefur leikið með Lecce á Ítalíu það sem af er ári. Íslenski boltinn 4. maí 2022 18:01
ÍBV fær Svía í vörnina Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við sænsku knattspyrnukonuna Jessiku Pedersen sem mun því spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 4. maí 2022 15:26
„Þetta var drullu erfiður leikur“ „Ég er mjög sáttur við að fá þrjú stig og við baráttuna í liðinu, en ég er ekkert í skýjunum með spilamennskuna,” sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, eftir sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 3. maí 2022 22:18
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 0-1 | Selfyssingar sigruðu Suðurlandsslaginn Selfoss vann góðan 0-1 útisigur er liðið heimsótti ÍBV í Suðurlandsslag Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 3. maí 2022 22:14
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Afturelding 4-2 | Heimakonur kláruðu nýliðana í fyrri hálfleik Þróttur Reykjavík, bronsliðið frá því í fyrra, vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti nýliðum Aftureldingar í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Heimakonur skoruðu öll fjögur mörkin í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 3. maí 2022 22:14
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. Íslenski boltinn 3. maí 2022 22:00
Keflavíkurstelpur um nýja Brassann sinn: Hún er stórkostlegur leikmaður Vísir verður með nýjan upphitunarþátt fyrir Bestu deild kvenna í sumar og þátturinn fyrir aðra umferð deildarinnar er nú kominn inn á vefinn. Íslenski boltinn 3. maí 2022 15:00
Emil sá fyrsti í meira en áratug til að skora þrennu hjá Íslandsmeisturunum Emil Atlason var í miklu stuði í Bestu deildinni í gær en hann skoraði þá þrennu í 5-4 sigri Stjörnunnar á Íslandsmeisturum Víkings á Víkingsvellinum. Það var orðið langt síðan að ríkjandi meistarar fengu á sig þrennu. Íslenski boltinn 3. maí 2022 11:00
Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. Íslenski boltinn 3. maí 2022 10:31
Sjáðu markasúpuna í Víkinni og dramatíkina á Dalvík Einn magnaðasti leikur seinni ára fór fram í Víkinni í gær þegar Stjarnan vann Íslands- og bikarmeistara Víkings, 4-5, í 3. umferð Bestu deildar karla. Alls voru sextán mörk skoruð í þremur leikjum í gær. Íslenski boltinn 3. maí 2022 10:00
Ágúst Gylfason: Ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara út að borða Águst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, lofaði fjörugum leik þegar lið hans mætti Víkingum í Víkinni í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó ekki alveg hafa búist við þessari flugeldasýningu en leikurinn endaði með 4-5 sigri Stjörnunnar. Íslenski boltinn 2. maí 2022 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 4-5 | Markasúpa í Fossvogi Víkingur fékk Stjörnuna í heimsókn í Víkina í kvöld. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur fyrir alla sem sáu hann. Lokatölur 4-5 Stjörnumönnum í vil sem fara mjög sælir heim í Garðabæinn. Íslenski boltinn 2. maí 2022 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri og nýliðarnir komnir á blað Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. Leikið var í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Safamýri. Íslenski boltinn 2. maí 2022 22:00
Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig „Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld. Íslenski boltinn 2. maí 2022 21:40
Umfjöllun og viðtöl: KA - Keflavík 3-2 | Nökkvi Þeyr tryggði Akureyringum sigur í háspennuleik KA lagði Keflavík að velli í hádramatískum leik á Dalvíkurvelli í kvöld. 3-2 urðu lokatölur en gestirnir leiddu þegar einungis fimm míníutur lifðu leiks. Íslenski boltinn 2. maí 2022 21:05
Nökkvi Þeyr: „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík” Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins. Íslenski boltinn 2. maí 2022 20:45
Ísak hefur búið til sex mörk fyrir Blika í fyrstu þremur leikjunum Miðjumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson breyttist í sóknarmanninn Ísak Snæ þegar hann komst í hendurnar á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks. Íslenski boltinn 2. maí 2022 16:00
Sjáðu hvernig Ísak hélt upp á afmælið með tveimur mörkum og þremur stigum Ísak Snær Þorvaldsson átti heldur betur góðan afmælisdag í gær en hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Breiðabliks á FH í 3. umferð Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 2. maí 2022 09:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. Íslenski boltinn 1. maí 2022 22:47
Umfjöllun: ÍBV - Leiknir R. 1-1 | Bæði lið komust hæfilega sátt á blað Það voru tvö stigalaus lið, ÍBV og Leiknir, sem leiddu saman hesta sína á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Liðin skiptust á jafnan hlut og eru þar af leiðandi bæði komin á blað. Íslenski boltinn 1. maí 2022 18:15
Blikar hvattir til að mæta snemma: Hleragrill í Smáranum Breiðablik fer nýjar leiðir til að laða fólk snemma á völlinn fyrir leik liðsins í kvöld. Boðið verður upp á hleragrill í anda þess sem þekkist í Bandaríkjunum. Íslenski boltinn 1. maí 2022 11:02
Valur með tak á KR fyrir stórleik kvöldsins Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár. Íslenski boltinn 30. apríl 2022 12:00
Fantasy leikur Bestu-deildarinnar kominn í loftið Þyrstir Fantasy-spilarar get nú farið að stilla upp liði sínu úr Bestu-deildinni í fótbolta. Þó þarf ekki að hafa áhyggjur alveg strax því stigin byrja ekki að telja fyrr en í fjórðu umferð. Íslenski boltinn 30. apríl 2022 09:01
Sjáðu hvernig reiðir Víkingar kláruðu Keflvíkinga í fyrri hálfleik Eftir tapið óvænta fyrir ÍA sýndu Íslands- og bikarmeistarar Víkings tennurnar gegn Keflavík í Bestu deild karla í gær. Íslenski boltinn 29. apríl 2022 15:30
Umfjöllun: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Víkingar frá Reykjavík unnu góðan 4-1 sigur gegn Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknum, sem átti upphaflega að fara fram í 10. umferð, var flýtt vegna leikja Víkings í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslenski boltinn 28. apríl 2022 22:42