Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Ó­bilandi trú á eigin á­gæti

Bólugrafinn og renglulegur með samvaxnar augabrúnir og hormottu, hrokafullur, hraðlyginn og hvatvís, kjaftfor, sjálfumglaður og ódrepandi við að ná markmiði sínu: að verða sá besti í heimi, sama hvað það kostar.

Gagnrýni

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Út­skýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry

Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian segist hafa eytt myndum af Meghan Markle og Harry Bretaprinsi á samfélagsmiðlum eftir afmælisveislu móður hennar Kris Jenner í nóvember. Ástæðan er sú að afmælisveisluna bar upp á sama dag og minningardag í Bretlandi um fallna hermenn.

Lífið
Fréttamynd

„Amma sagði alltaf að við værum líkir“

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin.

Lífið
Fréttamynd

Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku

Leikkonan Natasha Lyonne opnaði sig upp á gátt á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem hún segir frá því að hún hafi fallið eftir tæplega tuttugu ára edrúmennsku. Lyonne, sem fór í meðferð við heróínfíkn árið 2006, segir vonina alltaf vera til staðar.

Lífið
Fréttamynd

At­vinnu­laus aumingi trompar dauðakölt

Fjölskyldufaðir sem missir vinnuna hjá pappírsfyrirtæki eftir áratuga starfsferil grípur til blóðugra örþrifaráða. Ungur drengur lendir í félagsskap satanísks gengis sem ráfar um uppvakningahrjáð England. Mennirnir tveir glíma við ólíka djöfla en lenda báðir í kröppum dansi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg

Næsta kvikmynd Baltasars Kormáks er spennutryllirinn The Big Fix frá Netflix um skrifstofumann hjá FIFA sem afhjúpar stórt veðmálasvindl tengt kínversku mafíunni og endar í eltingaleik við metnaðarfullan svindlara. Mark Wahlberg og Riz Ahmed fara með aðalhlutverkin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kjólasaga Brooklyns loðin

Það hefur vart farið fram hjá neinum að Beckham-fjölskyldan stendur nú í sögulegum deilum sem vöktu sérstaklega mikla athygli í gær þegar Brooklyn elsti sonur Victoriu og Davids opnaði sig um áralangar erjur hans og fjölskyldu hans. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum

Tónlistarkonan Lily Allen hefur greinilega valið sér fylkingu í deilum innan Beckham-fjölskyldunnar sem hafa gerjast um nokkurra ára bil og sprungu í loft upp þegar Brooklyn Beckham, frumburður Victoriu og Davids, sagðist ekki vilja sættast við fjölskyldu sína.

Lífið
Fréttamynd

Fagna tíu árum af ást

Heimsfræga og stundum umdeilda ofurparið Meghan Markle og Harry Bretaprins fagna tíu árum af ást í ár. Þegar þau felldu hugi saman átti bókstaflega allt eftir að breytast í lífi þeirra en ástin virðist blómstra sem aldrei fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Kvik­myndirnar sem beðið er eftir 2026

Vísir hefur tekið saman lista yfir 30 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, hrollvekjur og stórmyndir byggðar á bókmenntum eru áberandi en þar fyrir utan er von á ýmsu góðu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Trölli stelur jólunum í Borgar­leik­húsinu

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggir á sígildu ævintýri Dr. Seuss. Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í nóvember, Valur Freyr Einarsson leikstýrir honum og verður hulunni svipt af leikhópnum á næstunni.

Menning
Fréttamynd

Rosalia komin með skvísu upp á arminn

Spænska súperstjarnan Rosalia virðist hafa fundið ástina í faðmi frönsku fyrirsætunnar Loli Bahia. Skvísurnar sáust haldast í hendur í rómantískri göngu um Parísarborg á mánudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Diddy selur svörtu einkaþotuna

Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefur selt mattsvarta Gulfstream G550-einkaþotu sína. Þotan var framleidd árið 2015 og hefur verið í leiguflugi á meðan Combs hefur setið í fangelsi.

Lífið
Fréttamynd

Þessi nældu sér í verð­laun á Golden Globe

Kvikmyndin One Battle After Another og sjónvarpsserían Adolescence uppskáru flest verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hinn 16 ára gamli Owen Cooper, sem fer eitt af aðalhlutverkunum í Adolescence, var valinn besti leikarinn í aukahlutverki, en hann er sá yngsti til að næla sér í verðlaunin í þeim flokki frá upphafi, en þetta var 83. Golden Globe verðlaunahátíðin.

Lífið