Svíþjóð heldur í vonina um að komast í undanúrslit Svíþjóð vann góðan fimm marka sigur á Ungverjalandi á EM kvenna í handbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Svíþjóð á enn möguleika á að komast í undanúrslit. Handbolti 14. nóvember 2022 22:20
„Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan“ „Þetta var virkilega góður handboltaleikur og ég er ánægður með mína stráka,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR sáttur eftir jafntefli gegn Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 14. nóvember 2022 22:00
„Það er á milli mín og Tryggva af hverju hann hefur ekki spilað með ungmennaliðinu“ Valur vann tveggja marka sigur á Haukum 32-34. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn og fór einnig yfir hvers vegna Tryggvi Garðar Jónsson hefur lítið sem ekkert spilað með Val. Sport 14. nóvember 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 jafntefli því niðurstaðan. Handbolti 14. nóvember 2022 21:30
Noregur enn með fullt hús stiga og komið í undanúrslit Noregur vann Slóveníu í fyrri leik dagsins á Evrópumóti kvenna í handbolta. Lokatölur 26-23 og er lið Þóris Hergeirssonar enn með fullt hús stiga í milliriðli. Handbolti 14. nóvember 2022 18:35
Viggó í liði umferðarinnar eftir hundrað prósent leik Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, er í úrvalsliði 12. umferðar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta fyrir frammistöðu sína í sigri á Hamm-Westfalen. Handbolti 14. nóvember 2022 16:31
Þrjár af fjórum bestu í heimi spila fyrir Þóri Að mati norska blaðamannsins Stigs Nygård spila þrjár af fjórum bestu handboltakonum heims undir stjórn Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu. Handbolti 14. nóvember 2022 15:00
Leikbann Alexanders dregið til baka Leikbannið sem Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Benidorm í Evrópudeildinni 1. nóvember hefur verið dregið til baka. Hann getur því spilað gegn Flensburg í næstu viku. Handbolti 14. nóvember 2022 14:29
Fyrsti leikur Ásgeirs með Hauka í kvöld: Ætla ekkert að vera að deyja úr stressi Ásgeir Örn Hallgrímsson stýrir Haukum í fyrsta skiptið í kvöld þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Val á Ásvöllum í Olís deild karla í handbolta. Það er óhætt að segja að það er líklega ekki hægt að byrja á erfiðari mótherja. Handbolti 14. nóvember 2022 10:31
Darri fær nagla í ristina á föstudag Darri Aronsson, leikmaður Ivry í Frakklandi, fer í aðgerð á föstudaginn kemur þar sem settir verða naglar í rist leikmannsins vegna ristarbrots sem hann varð fyrir í júlí á þessu ári. Þó Darri hafi verið í spelku síðan þá sem og endurhæfingu þá er hann enn á sama stað í dag og skömmu eftir brot. Handbolti 13. nóvember 2022 23:15
Hergeir: Skrýtin tilfinning að mæta Selfossi í bláum búningi Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunni, gerði sínum gömlu félögum grikk þegar hann mætti uppeldisfélagi sínu, Selfossi, í Olís deildinni í handbolta karla í kvöld. Handbolti 13. nóvember 2022 23:06
Frakkar hirtu toppsætið | Jafnt hjá Hollendingum og Spánverjum Tveir leikir fóru fram í milliriðli tvö á Evrópumóti kvenna í handbolta í kvöld. Hollendingar og Spánverjar gerðu jafntefli í fyrri leik kvölsins, 29-29, og Frakkar unnu öruggan átta marka sigur gegn Svartfellingum í toppslag riðilsins, 27-19. Handbolti 13. nóvember 2022 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 22-35 | Stjarnan skellti Selfossi í uppgjöri liðanna um miðja deild Stjarnan vann sannfærandi 22-35 sigur þegar liðið atti kappi við Selfoss í níundu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Set-höllinni á Selfossi í kvöld. Handbolti 13. nóvember 2022 21:03
Rúnar að snúa gengi Leipzig við Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson var markahæsti maður vallarins með níu mörk er Leipzig vann öruggan tíu marka sigur gegn botnliði Hamm-Westfalen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-23. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur liðið nú unnið tvo leiki í röð eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu. Handbolti 13. nóvember 2022 20:00
Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 27-30 | FH-ingar fyrstir til að vinna í KA-heimilinu FH vann sterkan 27-30 sigur á KA í Olís deild karla í handbolta norður á Akureyri í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en heimamenn gerðu leikinn spennandi í seinni hálfleik. Handbolti 13. nóvember 2022 19:06
Sigursteinn: Vissum af þessari statistík og ætluðum að breyta henni FH bar sigurorð af KA, 27-30, í KA-heimilinu í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en KA saxaði vel á forskotið í seinni hálfleik en FH-ingar náðu þó að klára leikinn með sigri. Handbolti 13. nóvember 2022 18:28
Botnliðið lét Fram hafa fyrir sér Toppbaráttulið Fram þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti stigalausa Harðverja í Olís-deild karla í handbolta í dag. Gestirnir unnu þó að lokum nauman eins marks sigur, 31-32, og heldur sér því í öðru sæti deildarinnar. Handbolti 13. nóvember 2022 17:56
FH hefur ekki sótt gull í greipar Akureyringa undanfarin ár KA og FH mætast í Olís-deild karla í handbolta í KA-heimilinu kl. 16:00 í dag. Gestunum hefur gengið einkar illa á Akureyri undanfarin tímabil. Fyrir leik dagsins er KA í 8. sæti á meðan FH er í 4. sæti Olís deildarinnar. Handbolti 13. nóvember 2022 14:00
Teitur og félagar stukku upp í þriðja sætið Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg stukku upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta er liðið vann góðan tveggja marka sigur gegn HC Erlangen í kvöld, 31-29. Handbolti 12. nóvember 2022 22:45
Norðmenn og Danir deila toppsætinu Noregur og Danmörk deila toppsæti milliriðils eitt eftir leiki kvöldsins á Evrópumóti kvenna í handbolta. Danir unnu öruggan níu marka sigur gegn Króatíu, 26-17, og Norðmenn höfðu betur gegn Svíum, . Handbolti 12. nóvember 2022 20:59
„Við drápum leikinn með fyrstu bylgju hraðaupphlaupum“ Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörunnar, var sáttur með frammistöðu sinna kvenna er þær unnu fimm marka sigur 36-31 á Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld. Stjarnan náði forystu strax á fyrstu mínútum leiksins og hélt henni til leiksloka. Handbolti 12. nóvember 2022 20:10
Valskonur ekki í vandræðum með HK Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti HK í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 20-28. Handbolti 12. nóvember 2022 18:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Haukar 36-31| Stjarnan ekki í vandræðum með Hauka Stjörnukonur tóku á móti Haukum í 6. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan tók forystu strax á fyrstu mínútunum og hélt henni út allan leikinn. Stjarnan sigraði að lokum með fimm mörkum 36-31. Handbolti 12. nóvember 2022 17:15
Öruggt hjá Fram á Akureyri Fram gerði góða ferð til Akureyrar í Olís deild kvenna og vann ellefu marka sigur á KA/Þór, lokatölur 24-35. Handbolti 12. nóvember 2022 16:36
Umfjöllun: ÍBV - Grótta 34-31 | Rúnar dró vagninn gegn Seltyrningum Eyjamenn tóku á móti Gróttu í níundu umferð Olís deildar karla en Eyjamenn höfðu fyrir leik tapað tveimur deildarleikjum í röð og unnu síðast í deildinni fyrir meira en mánuði síðan. Leikurinn í dag var leikinn af krafti og endaði með þriggja marka sigri ÍBV, 34-31. Handbolti 12. nóvember 2022 15:45
Umfjöllun: ÍBV - Selfoss 32-27 | Eyjakonur unnu síðast í Eyjum í september ÍBV tók á móti Selfossi í sjöttu umferð Olís deild kvenna en heimaskonur unnu síðast deildarleik í Vestmanneyjum 17. september síðastliðinn. Eyjakonur höfðu betur og unnu fimm marka sigur, 32-27. Handbolti 12. nóvember 2022 15:30
Álaborg marði Ribe-Esbjerg án Arons Íslendingaliðin Álaborg og Ribe-Esbjerg mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Heimamenn voru án Arons Pálmarsson en það kom ekki að sök þar sem þeir unnu eins marks sigur, 29-28. Handbolti 12. nóvember 2022 15:15
Hörður kvartar til EHF vegna framkomu lettneska sambandsins Lið Harðar í Olís deild karla hefur fengið nóg af framkomu lettneska handknattleikssambandsins í sinn garð. Hefur Hörður lagt inn formlega kvörtun til Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Frá þessu var greint á Facebook síðu Hattar. Handbolti 12. nóvember 2022 09:46
Flautumark tryggði Rúmeníu sigur Rúmenía vann Spán með minnsta mun í milliriðli Evrópumóts kvenna í handbolta. Sigurmarkið kom í þann mund sem lokaflautið gall. Fyrr í dag vann Þýskaland sannfærðan sigur á Hollandi. Handbolti 11. nóvember 2022 21:30
Slóvenía vann stórsigur og Danir kreistu fram sigur gegn Ungverjum Keppni í milliriðlum Evópumóts kvenna í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. Slóvenía vann öruggan átta marka sigur gegn Króötum, 26-18, og Danir þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn Ungverjum, en unnu að lokum nauman tveggja marka sigur, 29-27. Handbolti 10. nóvember 2022 21:10