Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Birgir Leifur í 28 - 41 sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í 28. til 41.sæti á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María í 42 - 46 sæti

Ólöf María Jónsdóttir er í 42. til 46.sæti á opna Evrópska meistaramótinu í Ungverjalandi en mótið er hluti af Evrópsku mótaröðinni. Ólöf María lék þrjá yfir pari, á 74 höggum í dag á fyrsta keppnisdegi mótsins.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 32. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í 32.sæti þegar öðrum degi er lokið á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. 153 keppendur hófu keppni. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi.

Sport
Fréttamynd

Tiger með forystu

Tiger Woods er kominn með tveggja högga forystu á fyrsta degi opna breska meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum. Retief Goosen, frá Suður Afríku er efstur þeirra sem lokið hefur leik í dag á 4 höggum undir pari.  Keppni hófs í morgun og stendur í til sunnudags

Sport
Fréttamynd

Harrington ekki með á Opna breska

Írski kylfingurinn Padraig Harrington tekur ekki þátt í opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer nú um helgina á St.Andrews vellinum. Faðir Harringtons lést í gær úr krabbameini og sagði talsmaður hans í samtali við fjölmiðla að Harrington vilji nota helgina til að vera með sinni nánustu fjölskyldu.

Sport
Fréttamynd

O´Hair sigraði í Illinois

Bandaríkjamaðurinn Sean O´Hair sigraði á John Deere mótinu í golfi í Silvis í Illinois um helgina. O´Hair, sem er nýliði í PGA-mótaröðinni, lék á 16 undir pari en jafnir í öðru sæti urðu Bandaríkjamennirnir Hank Kuhne og Robert Damron.

Sport
Fréttamynd

J.L.Lewis er með forskot

Bandaríkjamaðurinn J.L.Lewis er með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn á John Deere mótinu í Bandarísku mótaröðinni í golfi. Lewis er 15 undir pari eftir 54 holur. Þrír kylfingar eru í öðru sæti. Hank Kuehne, Richard Johnson og Craig Bowden.

Sport
Fréttamynd

Lokahringur á evrópsku mótaröðinni

Lokahringurinn á skoska meistaramótinu á Loch Lomond vellinum í Evrópsku mótaröðinni í golfi er nýhafinn. Tim Clark frá Suður-Afríku og Hollendingurinn Martin Lafeber eru með forystuna á 15 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur áfram

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er nýbyrjaður að leika lokahring sinn á Open Des Volcans mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann var á fimm höggum undir pari samtals eftir 54 holur í gær og var í 6. til 9.sæti.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í fimmta sæti

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði í dag frábærum árangri á Open Des Volcans mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann náði fimmta sæti ásamt fjórum öðrum kylfingum. Hann lék í dag á 69 höggum og var samtals á sjö undir pari lék holurnar 72 á 277 höggum. 

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 14 - 22 sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er nú í 14. til 22.sæti á Open Des Volcans mótinu í Áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Birgir Leifur er á pari eftir fyrri níu holurnar holur í dag á þriðja keppnisdegi. Hann er búinn að fá þrjá fugla, þrjá skolla og þrjú pör par á holunum níu. Hann er samtals á þremur undir pari, fimm höggum á eftir efstu mönnum Frakkanum, Nicolas Joakimides, og Andrew Butterfield, Englandi.</font />

Sport
Fréttamynd

Skoska meistaramótið í golfi

Mikil spenna er á skoska meistaramótinu í golfi á Loch Lomond vellinum í Evrópsku mótaröðinni en þriðji keppnisdagur er nýhafinn. Hollendingurinn Martin Lafeber er efstur á 12 undir pari, Argentínumaðurinn Angel Cabrera er annar höggi á eftir. Darren Clarke er þriðji á tíu höggum undir pari ásamt Alistair Forsyth og Jonathan Lomas.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María í 74 - 83 sæti

Ólöf María Jónsdóttir eru tveimur höggum undir pari eftir níu holur í dag á öðrum keppnisdegi á opna enska meistaramótinu í Evrópsku mótaröðinni í golfi. Hún er samtals á þremur yfir pari en hún lék á 77 höggum í gær. Hún hefur því bætt stöðu sína frá því í gær er í 74 - 83 sæti. Ólöf María er búinn að fá þrjá fugla, fimm pör og einn skolla á holunum níu á Chart Hills vellinum.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 6. - 9. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson lék mjög vel í dag og er í 6. til 9.sæti á Open Des Volcans mótinu í Áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Birgir Leifur lék á 69 höggum, á tveimur undir pari á þriðja keppnisdegi. Hann fékk sex fugla, átta pör og fjóra skolla á holunum átján. Hann er samtals á fimm undir pari eftir 54 holur,sex höggum höggum á eftir efsta manni mótsins Frakkanum, Nicolas Joakimides. Mótinu í Frakklandi lýkur á morgun

Sport
Fréttamynd

Ólöf María úr leik

Ólöf María Jónsdóttir er úr leik á enska meistaramótinu í golfi í Evrópsku mótaröðinni. Hún lék á 75 höggum í dag og var samtals á átta höggum yfir pari eftir 36 holur og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Michelle Wie ekki í gegn

Táningsstúlkan stórefnilega Michelle Wie komst ekki í gegnum niðurskurðinn á John Deere mótinu í Bandarísku karlamótaröðinni í golfi. Hún lék í gær á 71 einu höggi á pari vallarsins og var samtals á einu höggi undir pari eftir 36 holur en hana vantaði tvö högg til að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

Wie sjö höggum frá efsta manni

Michelle Wie fimmtán ára táningsstúlkan frá Bandaríkjunum keppir a á John Deere mótinu en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Wie  fékk boð frá styrktaraðilum mótsins og virðist hafa gríðarlega stóran aðdáendahóp.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur í 58-65 sæti

Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á Bråviken-vellinum í Svíþjóð á sjö höggum yfir pari á fimmtudaginn á fyrsta keppnisdegi Rejmes-mótsins á Telia Tour mótaröðinni í golfi. Ragnhildur lék á 79 höggum og er í 58-65 sæti af alls 105 keppendum. Keppnin heldur áfram á morgun en þá verður skorið niður fyrir lokadaginn sem fram fer á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur með forystu

Birgir Leifur Hafþórsson var rétt að ljúka öðrum hring sínum Open des Volcans mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Hann lék á 73 höggum í dag eða á tveimur yfir pari og er sem stendur í ellefta sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á 3 undir pari. Birgir er með forystu eftir fyrsta dag. Nicolas Joakimides frá Frakklandi er efstur 8 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Jim Furyk vann Western mótið

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk sigraði á Western-mótinu í golfi sem lauk í Lemont í Illinois í gærkvöldi.  Furyk tókst að verjast áhlaupi Tiger Woods sem varð annar, tveimur höggum á eftir. 

Sport
Fréttamynd

Stefnir í æsispennandi lokahring

Það stefnir í æsispennandi lokahring á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Ben Curtis eru efstir og jafnir á tólf höggum undir pari eftir 54 holur.

Sport
Fréttamynd

Björn lék á 69 höggum

Daninn Thomas Björn er með fjögurra högga forystu á Opna evrópska mótinu í golfi. Björn lék þriðja hringinn í gær á 69 höggum en leikið er á Írlandi á sama velli og næsta Ryder-keppni verður haldin á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Golf: Sigur gegn Finnum

Karlalandsliðið í golfi var rétt í þessu að leggja Finna, 3-2, á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum á Englandi. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér 15. sætið á mótinu af tuttugu. Sigmundur Einar Másson, Stefán Már Stefánsson og Heiðar Davíð Bragason unnu leiki sína.

Sport
Fréttamynd

Couch hefur óvænt forystu

Bandaríkjamaðurinn Chris Couch hefur óvænt forystu á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi en leikið er í Lemont í Illinois. Couch var boðið á mótið eftir tvo sigra á áskorendamótaröðinni. Hann lék á 67 höggum í gær og er samtals á níu höggum undir pari eftir 36 holur.

Sport
Fréttamynd

Leika við Finna um 15. sætið

Karlalandsliðið í golfi leikur nú gegn Finnum á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi en leikið er um 15. sætið á mótinu. Rétt fyrir hádegi var búið að leika sex holur. Stefán Már Stefánsson er tveimur holum yfir í sínum leik, Finnarnir eru yfir í tveimur leikjum og jafnt er í tveimur viðureignum.

Sport
Fréttamynd

Spilað við Svía um 13.-16. sætið

Íslenska landsliðið í golfi er núna að spila við Svía um 13.-16. sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Otto Sigurðsson tapaði þremur fyrstu holunum gegn Niclas Lemke. Jafnt var í leik Arnar Ævars Hjartarsonar og Stefáns Más Stefánssonar gegn Alex Noren og Kalle Edberg eftir fyrstu þrjár holurnar.

Sport
Fréttamynd

Þrír kylfingar efstir

Þrír kylfingar eru jafnir eftir fyrsta keppnisdag á Cialis-mótinu í golfi í Illinois í Bandaríkjunum. Bandaríkjamennirnir Ben Curtis, Jim Furyk og Todd Fischer léku allir á sjö höggum undir pari. Þremenningarnir hafa tveggja högga forystu á Ástralann Robert Allenby og Bandaríkjamennina Chad Campbell og Harrison Frazar.

Sport
Fréttamynd

Ísland-Írland

Íslenska karlalandsliðið í golfi er núna að spila við Íra í keppni um  til sextánda sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Þegar níu holur voru búnar af fjórmenningnum áttu þeir Örn Ævar Hjartarson og Stefán Már Stefánsson eina holu á Írana Michael McGeady og Jim Carvill.

Sport
Fréttamynd

Golf: Landsliðið hóf leik í morgun

Karlalandsliðið í golfi hóf leik í morgun á Evrópumóti áhugamanna í golfi en leikið er á á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi. Örn Ævar Hjartarson, Heiðar Davíð Bragason, Magnús Lárusson, Ottó Sigurðsson, Sigmundur Einar Másson og Stefán Már Stefánsson skipa liðið.

Sport
Fréttamynd

Golf-Erfitt hjá íslensku sveitinni

Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 16. sæti á 27 höggum yfir pari eftir fyrsta daginn á Evrópumóti landsliða áhugamanna á Hillside golfvellinum í Southport í Englandi. Sex kylfingar skipa hvert lið og er spilaður höggleikur í dag og á morgun. 20 þjóðir taka þátt í keppninni. Frakkar og Wales eru efst á einu höggi undir pari.

Sport