![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2018-10-22T153245.909Z-Manchester_City_FC_badge.svg.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4087.png)
Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.
63. Landsmótið í golfi hófst á Hólmsvelli í Leiru í morgun. Júlíus Rafnsson, forseti Golfsambandsins, sló upphafshöggið klukkan hálfsjö í morgun. 144 kylfingar taka þátt í mótinu sem núna fer fram í Leirunni í fimmta sinn. Birgir Leifur Hafþórsson og Ólöf María Jónsdóttir eiga titil að verja.
Bandaríkjamaðurinn, Tiger Woods er með högga forystu á þá Colinn Montgomery og Jose Maria Olazabal þegar keppni er rúmlega hálfnuð á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi sem fram fer á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Það má nánast fullyrða að einhver af þeim þremeningum mun vinna mótið Staðan....
Tiger Woods er kominn með fjögurra högga forystu á þá Jose Maria Olazabal og Colin Montgomery. Tiger er á 14 höggum undir pari og ekkert virðist getta stöðvað kappan sem er í miklu stuði þessa stundina.
Tiger Woods hefur tveggja högga forystu á Jose Maria Olazabal fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Woods er á tólf höggum undir pari, Olazabal á tíu undir og síðan eru þeir Retief Goosen og Colin Montgomerie á níu undir pari.
Bandaríkjamaðurinn George Hincapie sigraði á 15.dagleið Frakklandshjólreiðanna Tour de France í dag , þegar hjólaður var 205.5 kílómetrar í Pýreneafjöllum. Lance Armstrong, landi Hincapies styrkiti stöðu sína í heildarkeppninni, en Ítalinn Ivan Basso, sem fylgdi honum fast eftir í dag, komst upp í 2. sætið.
Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem var að ljúka á St.Andrews vellinum í Skotlandi. Þetta er annar risatitillinn sem Tiger vinnur í ár því fyrr á árinu vann hann bandaríska Masters mótið. Kylfingnum hafði einu sinni áður tekist að sigra á Opna breska en það árið 2000 en þá var einnig leikið á St.Andrews.
Tiger Woods er nú á 9. holu á Opna breska meistaramótinu í golfi og þarf að taka víti og tapar líklega höggi. Eins og staðan er núna er hann með tveggja högga forystu á næsta mann Retief Goosen. Staðan....
Suður Afríkubúinn Retief Goosen er búinn að leika mjög vel í dag á Opna breska meistaramótinu í golfi. Hann er nú aðeins höggi á eftir Tiger Woods sem er efstur á 10 höggum undir pari. Retief hefur nú leikið 16 holur í dag en Tiger aðeins þrjár. Vísir.is mun fylgsast vel með framvindu mála frá St. Andrews.
Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi fyrir lokadaginn. Tiger er á 12 höggum undir pari en næstur er Jose Maria Olazabal sem er 10 höggum undir pari. Staðan í mótinu...
Tiger Woods á nú aðeins eitt högg á Skotann Colin Montgomery á opna breska meistaramótinu í golfi. Þeir leika saman og eru nú á 11.holu.
Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, lék síðasta hringinn á Texbond-mótinu við Gardavatn á einu yfir pari. Samtals lék Birgir Leifur á fimm höggum undir pari. Ekki er ljóst í hvaða sæti Birgir Leifur lendir en hann var nú áðan í 38. sæti.
Tiger Woods hefur fjögurra högga forystu á Colin Montgomerie þegar keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi er hálfnuð. Woods var á ellefu undir pari en Montgomerie á sjö höggum undir pari. Þeir hefja keppni klukkan 14.
Jose Maria Olazabal er aðeins höggi á eftir Tiger Woods á Opna breska meistaramótinu í golfi. Tiger er á 11 höggum undir pari. Staðan núna....
Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, lék í morgun á þremur höggum undir pari á opna Texbond-mótinu sem fram fer við Gardavatn á Ítalíu. Hann er því samtals á sex höggum undir pari eftir þrjá keppnisdaga. Birgir Leifur er í 21. sæti ásamt níu öðrum kylfingum.
Tiger Woods er kominn með fjögurra högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrew vellinum í Skotlandi. Að loknum tíu holum er Tiger á tíu höggum undir pari.
Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrew vellinum í Skotlandi. Að loknum sex holum er Tiger á átta höggum undir pari en næstu menn, þar á meðal Vijay Singh, eru á sex höggum undir pari.
Vijay Singh og Trevor Immelman er komnir upp að hælum Tiger Woods á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum í Skotlandi. Immelman og Singh hafa lokið leik í dag og eru á sex höggum undir pari líkt og Tiger Woods, en Tiger Woods er að fara hefja leik eftir skamma stund.
Sigurvegari Opna breska meistaramótsins í golfi í fyrra, Todd Hamilton frá Bandaríkjunum er úr leik. Hann náði ekki niðurskurðinum en lék hringina tvo á fjórum höggum yfir pari. Hamilton sigraði Suður-Afríkumanninn, Ernie Els í umspili í fyrra.
Tiger Woods er með fjögurra högga forystu á Colin Montgomery þegar keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi er hálfnuð. Tiger lék frábært golf í dag og fékk fimm fugla og engan skolla og er samanlagt á 11 höggum undir pari. Það er greinilegt að hann kann vel við sig á St.Andrew því hann sigraði þegar keppnin fór þar fram síðast, árið 2000
Birgir Leifur Hafþórsson er í 32.sæti þegar öðrum degi er lokið á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. 153 keppendur hófu keppni. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi.
Tiger Woods er kominn með tveggja högga forystu á fyrsta degi opna breska meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum. Retief Goosen, frá Suður Afríku er efstur þeirra sem lokið hefur leik í dag á 4 höggum undir pari. Keppni hófs í morgun og stendur í til sunnudags
Ástralinn Mark Hensby var senuþjófurinn í lok fyrsta dags á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann læddi sér í 2. sætið og er á 5 höggum undir pari, einu á eftir Tiger Woods. Hann hóf keppni með þeim síðustu og er nú nýkominn af braut eftir að ljúka 18. holu.
Ólöf María Jónsdóttir endaði á tveimur höggum yfir pari í dag á fyrsta hring sínum á Opna ungverska mótinu í golfi og er sem stendur í 58.-75. sæti. Mótið sem hófst í dag fer fram á Old Lake Golf Country Club vellinum í Ungverjalandi og er hluti af Evrópumótaröð kvenna.
Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews. Tiger, sem hefur lokið leik í dag, er á sex höggum undir pari en fjórir kylfingar koma svo næstir á fjórum höggum undir pari.
Birgir Leifur Hafþórsson er í 28. til 41.sæti á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi.
Ólöf María Jónsdóttir er í 42. til 46.sæti á opna Evrópska meistaramótinu í Ungverjalandi en mótið er hluti af Evrópsku mótaröðinni. Ólöf María lék þrjá yfir pari, á 74 höggum í dag á fyrsta keppnisdegi mótsins.
134. Opna meistaramótið í golfi, eða Opna breska meistaramótið eins og það er oftast kallað hófst á hinum sögufræga St.Andrews velli í Skotlandi í morgun en þetta er þriðja risamót ársins.
Írski kylfingurinn Padraig Harrington tekur ekki þátt í opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer nú um helgina á St.Andrews vellinum. Faðir Harringtons lést í gær úr krabbameini og sagði talsmaður hans í samtali við fjölmiðla að Harrington vilji nota helgina til að vera með sinni nánustu fjölskyldu.
Bandaríkjamaðurinn Sean O´Hair sigraði á John Deere mótinu í golfi í Silvis í Illinois um helgina. O´Hair, sem er nýliði í PGA-mótaröðinni, lék á 16 undir pari en jafnir í öðru sæti urðu Bandaríkjamennirnir Hank Kuhne og Robert Damron.
Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði í dag frábærum árangri á Open Des Volcans mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann náði fimmta sæti ásamt fjórum öðrum kylfingum. Hann lék í dag á 69 höggum og var samtals á sjö undir pari lék holurnar 72 á 277 höggum.