Geimurinn

Geimurinn

Fréttir af geimvísindum og geimferðum.

Fréttamynd

Undir­búa Mána-leiðangur Dana til tungsins

Dönsk stjórnvöld hyggjast ráðstafa umtalsverðum fjármunum í að kosta leiðangur gervitungls til Tunglsins. Verkefnið hefur hlotið nafnið Máni, með vísan fornnorrænar tungu, en orðið er enn gott og gilt með sama rithætti á íslensku. Danskir vísindamenn við nokkra þarlenda háskóla leiða verkefnið, en að því koma samstarfsaðilar frá fleiri löndum. Markmiðið er að allt verði klárt fyrir Mánaleiðangurinn árið 2029.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norður­slóðum

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø.

Erlent
Fréttamynd

Sendu nýtt far til strandaðra geim­fara

Kínverjar skutu í morgun geimfari á braut um jörðu svo þrír geimfarar hefðu tök á því að komast aftur til jarðar. Þeir hafa í raun verið strandaðir í nokkra daga en eiga þó ekki að snúa aftur til jarðar fyrr en á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Musk kallar ráð­herra heimskan og homma

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur í vikunni ítrekað skotið föstum skotum að Sean Duffy, samgönguráðherra Bandaríkjanna og starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna. Musk hefur einnig varpað fram barnalegum bröndurum um að Duffy sé heimskur og samkynhneigður.

Erlent
Fréttamynd

Aftur heppnast geimskot Starship

Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu.

Erlent
Fréttamynd

Hafa engar skýringar á marg­földum gamma­blossa

Stjarnfræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir röð tröllaukinna sprenginga í fjarlægri vetrarbraut sem aldrei hafa sést áður. Þeir þekkja engar aðstæður sem geta valdið slíkri hrinu svonefndra gammablossar.

Erlent
Fréttamynd

Webb smellti af nýbura­myndum

Nýjar myndir öflugasta geimsjónauka í heimi sem birtar voru í dag sýna þúsundir nýfæddra stjarna í risavaxinni stjörnumyndunarþoku í þúsunda ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Stærsta geimfyrirtæki Rúss­lands á vonar­völ

Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg.

Erlent
Fréttamynd

Tilraunaskotið heppnaðist loksins

Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa.

Erlent
Fréttamynd

Ungstirni ryður sér til rúms

Mynd sem VLT-sjónaukinn náði af reikistjörnu á frumstigum sínum er sú fyrsta sem sýnir slíka plánetu mynda belti í gas- og rykskífunni sem fóstraði hana. Uppgötvunin hjálpar stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til.

Erlent
Fréttamynd

Tíunda skotið klikkaði

Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt.  Af henni varð ekki.

Erlent
Fréttamynd

Grinda­vík fær nafna í smástirna­beltinu

Samband stjarnfræðinga sem heldur utan um örnefni í sólkerfinu hefur gefið hnullungi í smástirnabeltinu á millis Mars og Júpíters nafnið Grindavík. Smástirnið er annað fyrirbærið í sólkerfinu, utan jarðarinnar, sem er kennt við bæinn á Reykjanesi.

Erlent
Fréttamynd

Geim­fari Apollo 13 látinn

Jim Lovell geimfari er látinn 97 ára að aldri. Hann stýrði Apolló-13-tunglferð Bandarísku geimferðastofnunarinnar aftur til jarðar og öðlaðist samstundis heimsfrægð fyrir hetjudáðir sínar.

Erlent
Fréttamynd

Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til

Geimvísindamenn notuðu á dögunum Hubble geimsjónaukann til að taka skýrustu myndina hingað til af halastjörnunni 3I/Atlas sem er nú að heimsækja sólkerfi okkar. Halastjarnan á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins og er einungis þriðji gesturinn sem við vitum af.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjór­tán sekúndur

Starfsmenn fyrirtækisins Gilmour Space Technologies gerðu í nótt tilraun til að skjóta fyrstu áströlsku geimflauginni á loft. Hún flaug þó í einungis fjórtán sekúndur og féll til jarðar en þrátt fyrir það segja forsvarsmenn Gilmour Space að tilraunaskotið hafi verið jákvætt.

Erlent
Fréttamynd

Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu

Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar.

Erlent
Fréttamynd

Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Ís­landi

Rétt rúmt ár er nú þar til almyrkvi frá sólu mun sjást á íslandi í fyrsta sinn í 72 ár. Almyrkvinn verður 12. ágúst og hafa nú verið birt kort af Íslandi sem sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi og hvar gott verður að vera til að sjá hann. Kortin eru gerð af Sævari Helga Bragasyni og Andreas Dill.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að smella af með stærstu mynda­vél í heimi

Fyrstu myndirnir af næturhimninum frá Veru C. Rubin-athuganastöðinni sem hýsir stærstu stafrænu myndavél heims voru birtar í dag. Athuganastöðin ver næstu tíu árum í að taka myndskeið af alheiminum sem eiga að hjálpa vísindamönnum að skilja betur eðli alheimsins og finna smástirni sem gætu ógnað jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Geim­skipið sprakk á jörðu niðri

Nýjasta geimflaug SpaceX af gerðinni Starship sprakk í loft upp á jörðu niðri í Texas í nótt. Verið var að undirbúa eldflaugina fyrir tilraun þar sem kveikja átti á hreyflum hennar og varð gífurlega stór sprenging á tilraunapallinum. Engan sakaði í sprengingunni.

Erlent