Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Bilun í vél Icelandair í Stokkhólmi

Bilun kom upp í flugvél Icelandair sem fara átti frá Arlanda flugvelli í Stokkhólmi til Reykjavíkur. Áætlað er nú að vélin, sem lenda átti í Keflavík klukkan 15:05, lendi á Íslandi 19:05.

Innlent
Fréttamynd

Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW

Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

WOW-skúlptúrinn fallinn

Listaverkið Obtusa sem stóð við Höfðatorg fauk í rokinu í dag. Verkið er eftir bandaríska listamanninn Rafael Barrios og er í eigu Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins Wow air.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur fjöldi bíður enn

Allar áætlanir til og frá Keflavíkurflugvelli stóðust í gær. Rúmlega 3.600 farþegar Icelandair sátu fastir vegna veðurs á föstudaginn og fram á seinnipartinn á laugardaginn.

Innlent
Fréttamynd

Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air

Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Betur gekk að koma fólki frá borði

Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur.

Innlent
Fréttamynd

Þakk­læðning á hárri byggingu á Kefla­víkur­flug­velli að fjúka

Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu.

Innlent
Fréttamynd

Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst

Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds.

Innlent