Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 12. janúar 2020 23:15 Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Uppfært 23:15 Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar. Enn sem komið er er ómögulegt að segja hve margir þurfa að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ástandið ekki gott. Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Þar að auki eru fjölmargir farþegar fastir í tíu flugvélum á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni sjálfri. Landgangar á flugstöðinni hafa verið teknir í notkun aftur og er verið að byrja á að koma flugvélunum upp að þeim. Mikið hefur snjóað á svæðinu og þarf að hreinsa snjóinn. Átta flugvélum frá Icelandair var lent í kvöld með um 1.200 farþegum. Þau munu þó líklega verja nóttinni í flugstöðinni þar sem vegurinn frá henni er lokaður vegna ófærðar og fastra bíla. Icelandair felldi niður allt flug frá Keflavík í kvöld en tveimur flugvélum var lent á Egilsstöðum. Farþegar Icelandair verða þar í nótt. Hin flugvélin var frá Easy Jet og ekki liggur fyrir hvar farþegar hennar munu verja nóttinni. Skildu bílana eftir og gengu Ekki var örtröðin minni á jörðu niðri. Gífurleg umferð var við flugvöllinn og gekk hún einkar hægt vegna veðurs. Lögreglan sagði frá því í kvöld að einhverjir hefðu talið sig vera að missa af flugi og tóku því upp á því að ganga til flugstöðvarinnar. Af því skapaðist mikil hætta og var fólkinu komið í var í bílum sem sitja fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og fastra bíla. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í kvöld að stærsta verkefni björgunarsveitarfólks væri að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. segir að búið sé að kalla út allar björgunarsveitir Suðurnesja. Nóg sé af verkefnum vegna veðursins en það stærsta sé að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ómögulegt að segja til um hve margir þurfi í fjöldahjálparstöðina sem verið sé að opna. Auk farþega á Keflavíkurflugvelli sé einnig um að ræða farþega fjölda bíla og enn sem komið er sé ekki hægt að vita hve margir eru í hverjum bíl. „Við erum að gera allt til að greiða úr þessum vanda og koma fólki í hús,“ segir Ólafur. Ástandið ekki gott Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við fréttastofu að ástandið á Reykjanesbraut sé ekki gott. Björgunarsveitir og lögregla vinni að því að koma fólki út bílum, sem eru fastir á brautinni, í fjöldahjálparstöð sem hefur verið opnuð í íþóttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Kjartan segir að þegar hafi björgunarsveitir og lögregla komið með tvö hundruð manns þangað. Enn sé óljóst hversu margir munu koma því ekki sé vitað hversu margir séu í bílunum sem séu fastir. Kjartan gerir þó ráð fyrir því að þeir verði fleiri. Í fjöldahjálparstöðinni eru það sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn sem taka á móti fólkinu en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum. Kjartan segir alveg óljóst hversu lengi þetta ástand muni vara. Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Samgöngur Veður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Uppfært 23:15 Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar. Enn sem komið er er ómögulegt að segja hve margir þurfa að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ástandið ekki gott. Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Þar að auki eru fjölmargir farþegar fastir í tíu flugvélum á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni sjálfri. Landgangar á flugstöðinni hafa verið teknir í notkun aftur og er verið að byrja á að koma flugvélunum upp að þeim. Mikið hefur snjóað á svæðinu og þarf að hreinsa snjóinn. Átta flugvélum frá Icelandair var lent í kvöld með um 1.200 farþegum. Þau munu þó líklega verja nóttinni í flugstöðinni þar sem vegurinn frá henni er lokaður vegna ófærðar og fastra bíla. Icelandair felldi niður allt flug frá Keflavík í kvöld en tveimur flugvélum var lent á Egilsstöðum. Farþegar Icelandair verða þar í nótt. Hin flugvélin var frá Easy Jet og ekki liggur fyrir hvar farþegar hennar munu verja nóttinni. Skildu bílana eftir og gengu Ekki var örtröðin minni á jörðu niðri. Gífurleg umferð var við flugvöllinn og gekk hún einkar hægt vegna veðurs. Lögreglan sagði frá því í kvöld að einhverjir hefðu talið sig vera að missa af flugi og tóku því upp á því að ganga til flugstöðvarinnar. Af því skapaðist mikil hætta og var fólkinu komið í var í bílum sem sitja fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og fastra bíla. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í kvöld að stærsta verkefni björgunarsveitarfólks væri að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. segir að búið sé að kalla út allar björgunarsveitir Suðurnesja. Nóg sé af verkefnum vegna veðursins en það stærsta sé að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ómögulegt að segja til um hve margir þurfi í fjöldahjálparstöðina sem verið sé að opna. Auk farþega á Keflavíkurflugvelli sé einnig um að ræða farþega fjölda bíla og enn sem komið er sé ekki hægt að vita hve margir eru í hverjum bíl. „Við erum að gera allt til að greiða úr þessum vanda og koma fólki í hús,“ segir Ólafur. Ástandið ekki gott Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við fréttastofu að ástandið á Reykjanesbraut sé ekki gott. Björgunarsveitir og lögregla vinni að því að koma fólki út bílum, sem eru fastir á brautinni, í fjöldahjálparstöð sem hefur verið opnuð í íþóttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Kjartan segir að þegar hafi björgunarsveitir og lögregla komið með tvö hundruð manns þangað. Enn sé óljóst hversu margir munu koma því ekki sé vitað hversu margir séu í bílunum sem séu fastir. Kjartan gerir þó ráð fyrir því að þeir verði fleiri. Í fjöldahjálparstöðinni eru það sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn sem taka á móti fólkinu en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum. Kjartan segir alveg óljóst hversu lengi þetta ástand muni vara.
Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Samgöngur Veður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira