Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air

Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia.

Innlent
Fréttamynd

Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt

Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum

Innlent
Fréttamynd

Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir

Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél

23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir.

Innlent
Fréttamynd

Aukið álag og engin árshátíð vegna WOW

Afleiðingar gjaldþrots WOW air teygja anga sína víða. Hætt hefur verið við árshátíðarferð starfsfólks Vinnumálastofnunar, sem fara átti fram erlendis, vegna gjaldþrots flugfélagsins. Starfsfólkið svekkt en stendur þó þétt saman.

Innlent