Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Upp­gjörið: Breiða­blik - FH 2-1 | Ótrú­leg endur­koma og Blikar að stinga af

Íslandsmeistarar Breiðabliks tók á móti FH í 16. umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Gestirnir úr Hafnafirði komust yfir og virtust lengi vel ætla að stela stigunum þremur þrátt fyrir mikinn sóknarþunga frá heimakonum. Birta Georgsdóttir steig hins vegar upp þegar mest á reyndi og tryggði Blikum þrjú stig og örugga forystu á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Isak í fjölmiðlafeluleik

Alexander Isak gæti verið að fara spila langþráðan fótboltaleik á næstu dögum en fjölmiðlar munu samt ekkert fá að tala við nýjasta leikmann Liverpool fram að þeim leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­dís kom að dýr­mætu marki

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir átti sinn þátt í sigurmarkinu þegar Vålerenga náði að kreista út 1-0 útisigur gegn Hönefoss í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“

„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er skemmtilegt að byrja á heimavelli og ég tala nú ekki um að nýju grasi,“ segir landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fyrir landsleikinn gegn Aserbaísjan á föstudagskvöldið í undankeppni HM sem fram fer á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi

Allt benti til þess að mexíkóski markvörðurinn Guillermo Ochoa myndi semja við spænska B-deildarliðið Burgos á lokadegi félagaskiptagluggans. Ekkert varð hins vegar af því eftir nokkuð sérstaka atburðarás.

Fótbolti
Fréttamynd

Sunnu­dags­messan: Fylltu í eyðurnar

Liðurinn „Fylltu í eyðurnar“ var á sínum stað í Sunnudagsmessunni þegar 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar var gerð upp. Kjartan Atli Kjartansson var þáttastjórnandi og með honum voru Albert Brynjar Ingason og Bjarni Guðjónsson.

Enski boltinn