Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Benjamin Sesko er að glíma við mikinn skort á sjálfstrausti samkvæmt sérfræðingum Sunnudagsmessunnar og ekki mun það hjálpa að framherjinn hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Slóveníu, vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok leiks Manchester United og Tottenham um helgina. Fótbolti 10. nóvember 2025 19:30
Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir kom inn af varamannabekknum hjá Freiburg í 2-1 endurkomusigri gegn Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 10. nóvember 2025 19:09
Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Liverpool hefur sett sig í samband við PGMOL dómarasamtökin á Englandi til að lýsa yfir óánægju sinni með að mark Virgils van Dijk hafi ekki fengið að standa í leiknum gegn Manchester City í gær. Enski boltinn 10. nóvember 2025 18:00
Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Ivan Juric hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa aðeins stýrt liðinu í fimmtán leikjum. Þetta er í annað sinn á árinu sem Króatinn er látinn fara eftir skamman tíma við stjórnvölinn. Fótbolti 10. nóvember 2025 17:17
Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Á meðan Liverpool er í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni þá er fyrrum leikmaður þess að gera frábæra hluti í Þýskalandi. Fótbolti 10. nóvember 2025 16:32
Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Mikið hefur verið skrifað um kynþáttafordóma gegn Real Madrid-stjörnunni Vinicius Junior en það er þó einn leikmaður í spænsku deildinni sem þarf að sætta sig við langtmest af kynþáttaníði. Fótbolti 10. nóvember 2025 15:17
Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Nú styttist í það að Börsungar taki í notkun endurbættan Camp Nou sem mætti kalla nýjan Nývang. Stærsta hetjan í sögu félagsins heimsótti leikvanginn um helgina. Fótbolti 10. nóvember 2025 14:32
„Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni skoðuðu fyrri dæmi á leiktíðinni um mörk sem fengið hafa að standa en voru keimlík markinu sem dæmt var af Liverpool í stórleiknum við Manchester City í gær. Sitt sýndist hverjum um hvort dómurinn hefði verið réttur eða kolrangur. Enski boltinn 10. nóvember 2025 13:48
Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Þetta var ekki góð helgi fyrir Cameron Burgess í enska boltanum. Það má reyndar ganga svo langt að þetta hafi verið hörmuleg helgi fyrir kappann. Enski boltinn 10. nóvember 2025 13:02
Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Spænski miðjumaðurinn Nico González mætti í viðtal við Hjörvar Hafliðason eftir 3-0 sigurinn með Manchester City gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. González skoraði eitt markanna en var ekki sammála því að hann hefði átt sinn besta leik í gær. Enski boltinn 10. nóvember 2025 12:31
Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Virgil van Dijk sagði í samtali við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport í gær að Liverpool verðskuldaði gagnrýnina sem liðið hefði fengið á leiktíðinni. Enski boltinn 10. nóvember 2025 11:30
Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Marsglugginn á nýju ári verður án efa erfiðasti gluggi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. Fótbolti 10. nóvember 2025 10:30
Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Ólafur Jóhannesson talar um tíma sinn sem landsliðsþjálfari í nýrri ævisögu sinni sem kemur nú út fyrir jólin. Þar á meðal ræðir hann samskipti sín við Eið Smára Guðjohnsen, sem var fyrirliði landsliðsins og langstærsta fótboltastjarna Íslands, þegar Ólafur tók við liðinu. Fótbolti 10. nóvember 2025 09:31
Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Virgil van Dijk hélt að hann hefði jafnað metin fyrir Liverpool á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Markið var hins vegar dæmt af og Manchester City endaði á því að gjörsigra Liverpool 3–0. Enski boltinn 10. nóvember 2025 08:31
Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Goðsögn hjá írska landsliðinu segir verkefni Heimis Hallgrímssonar snúið vegna skorts á hæfileikum í írska hópnum. Hann vonast til að Heimir fái meiri tíma með liðið. Fótbolti 10. nóvember 2025 07:30
Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Atlético Ottawa tryggði sér kanadíska úrvalsdeildartitilinn í fótbolta eftir sigur í skrautlegum og framlengdum leik í nótt. Fótbolti 10. nóvember 2025 07:17
Markaregn í enska boltanum í dag Mörkin létu ekki á sér standa í enska boltanum í dag en tólf mörk voru skoruð í fyrstu fjórum leikjum dagsins. Fótbolti 9. nóvember 2025 22:32
Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Inter tyllti sér á topp Seríu A í kvöld við hlið Roma þegar liðið lagði Lazio 2-0 á San Siro. Fótbolti 9. nóvember 2025 21:44
Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Englandsmeistarar síðustu tveggja ára, Manchester City og Liverpool, mættust í Manchester í dag þar sem gestirnir sáu aldrei til sólar í rigningunni í Manchester. Fótbolti 9. nóvember 2025 21:00
Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Barcelona saxaði á forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Celta 2-4 í fjörugum leik. Fótbolti 9. nóvember 2025 19:30
Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sønderjyske vann góðan 2-3 útisigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Kristall Máni Ingason skoraði mikilvægt mark. Fótbolti 9. nóvember 2025 19:07
Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Giorgi Mamardashvili tók sig til og varði vítaspyrnu frá Erling Haaland nú rétt áðan í leik Manchester City og Liverpool en þetta var sjötta vítaspyrnan sem Mamardashvili ver á síðustu tveimur árum. Fótbolti 9. nóvember 2025 17:55
Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Hinn nítján ára Daníel Tristan Guðjohnsen var hetja Malmö gegn GAIS í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Malmö vann 2-1 sigur. Fótbolti 9. nóvember 2025 16:58
Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Hvorki gengur né rekur hjá Fiorentina en liðið er á botni ítölsku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu. Í dag gerði Fiorentina 2-2 jafntefli við Genoa í Íslendingaslag. Fótbolti 9. nóvember 2025 16:24
Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Gott gengi Aston Villa heldur áfram en í dag vann liðið Bournemouth, 4-0, í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Villa hefur unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Enski boltinn 9. nóvember 2025 16:04
Öruggur sigur City Englandsmeistarar síðustu tveggja ára, Manchester City eru komnir í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur á Liverpool í dag. Enski boltinn 9. nóvember 2025 16:02
Fyrsta jafntefli Real Madrid Real Madrid sótti Rayo Vallecano heim í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með með sigri hefðu Madrídingar náð átta stiga forskoti á toppi deildarinnar. Þeir þurftu þó að sætta sig við 0-0 jafntefli. Fótbolti 9. nóvember 2025 14:45
Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Landsliðsmarkvörðurinn í fótbolta, Fanney Inga Birkisdóttir, varð í gær Svíþjóðarmeistari á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Fótbolti 9. nóvember 2025 13:51
Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Björn Daníel Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Sindra í fótbolta. Íslenski boltinn 9. nóvember 2025 11:48
Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sunderland beitti öllum brögðum sem í boði voru þegar liðið tók á móti Arsenal í gær. Auglýsingaskiltin á Ljósvangi voru meðal annars færð til að trufla löng innköst Skyttanna. Enski boltinn 9. nóvember 2025 11:01