Af hverju stefnumótun um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu? Áfangastaðurinn Höfuðborgarsvæðið. Skoðun 23. apríl 2022 07:00
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Innlent 21. apríl 2022 11:00
15.000 prósenta vöxtur í komum skemmtiferðaskipa Hagtölur á Covid tímum voru frekar fáránlegar. Gröf sem sýna breytingar milli ára síðustu árin sýna sitt á hvað 70% lækkun eða 300% hækkun. Mikilvægt er að blaðamenn og greinendur verði prósentufælnir því ef við pössum okkur ekki þá verða fréttir og fyrirsagnir um 1.721% eða jafnvel 15.000% vöxt á á vegi okkar innan tíðar. Umræðan 21. apríl 2022 11:00
Elskaði Ísland en tröllin komu á óvart Leikkonan Kaley Cuoco segist yfir sig hrifin af Íslandi. Hún heimsótti landið ásamt tökuliði í desember síðastliðnum og segir að „tröllaárátta“ Íslendinga hafi komið henni á óvart. Skilti með myndum af tröllum hafi verið út um allt land. Lífið 21. apríl 2022 10:59
EasyJet hefur beint flug frá Keflavík til Mílanó Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu. Fyrsta flugið verður 28. maí og stefnir EasyJet á að fljúga allt að þrjú flug í viku þegar mest lætur. Viðskipti innlent 19. apríl 2022 14:57
Ferðamenn streyma til landsins á ný Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. Innlent 18. apríl 2022 23:10
Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. Innlent 18. apríl 2022 19:55
Íslandsmetin falla í Hveragerði Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Skoðun 18. apríl 2022 11:00
Ferðaþjónusta og sveitarstjórnarkosningar utan höfuðborgarsvæðisins Nú eru fáar vikur til sveitarstjórnarkosninga. Eitt af mikilvægustu hlutverkum sveitarstjórna, ekki síst í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, er að styðja við atvinnuuppbyggingu með ráðum og dáð. Í minni sveitarfélögum er atvinna iðulega undirstaða annarra þátta, því með auknum atvinnutækifærum koma fleiri íbúar, aukin fjárfesting, aukin þjónusta við íbúana og meiri gróska í sveitarfélagið. Umræðan 17. apríl 2022 11:02
Veifuðu í þyrluna og fengu hjálp við að losa bíl Þeir voru heppnir, vegfarendurnir sem höfðu pikkfest bíl þeirra á vegaslóða í nágrenni Hólahóla á Snæfellsnesinu í vikunni. Innlent 16. apríl 2022 12:40
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. Innlent 13. apríl 2022 21:17
Samkeppnisstofnun leyfir fákeppni á ferðamarkaði: Ítrekuð samkeppnisbrot leyfð á annað ár Það hefur verið talinn einn af grunnþáttum á heilbrigðri samkeppni á litlum markaði eins og Ísland er, að tryggja eðlilega samkeppni í sölu á vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt þar sem Ísland er eitt dýrasta land í Evrópu og tryggja þarf heilbrigða samkeppni til að halda verðlagi í skefjum og tryggja gæði þjónustunnar. Skoðun 11. apríl 2022 16:01
Skógarböðin opna ekki fyrr en allt er klárt Það styttist í að Skógarböðin við Akureyri verði tekin í gagnið eftir miklar framkvæmdir í vetur. Búið er að prufukeyra böðin sem verða þó ekki opnuð fyrr en allt er klárt. Eigendurnir vilja ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun. Viðskipti innlent 11. apríl 2022 15:01
Fimmti fjölmennasti marsmánuðurinn Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 101 þúsund í nýliðnum marsmánuði. Í sögulegu samhengi þá er um að ræða fimmta fjölmennasta marsmánuðinn frá því mælingar hófust. Viðskipti innlent 11. apríl 2022 11:36
Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. Innlent 8. apríl 2022 13:07
Sexfalt fleiri gistinætur á hótelum Ætla má að gistinætur á hótelum hafi verið um 307.000 talsins í marsmánuði og þar af hafi gistinætur Íslendinga verið um 73.000. Þetta má lesa úr nýjum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands en til samanburðar voru gistinætur á hótelum um 49.700 í mars 2021. Viðskipti innlent 8. apríl 2022 10:37
Áhyggjulaus á meðan það er frost Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina. Innlent 8. apríl 2022 09:01
Íslendingar eyddu tveimur milljörðum í skipulögð ferðalög í mars Íslendingar eyddu að minnsta kosti tveimur milljörðum króna í skipulagðar utanlandsferðir í marsmánuði. Það er sexfallt meiri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Neytendur 7. apríl 2022 22:20
Loka vegna myglu og segja eigendur hússins ekki hafa brugðist við kvörtunum Rekstraraðilar Hótels Volcano og Festi bistro&bar í Grindavík segja eigendur húsnæðisins ekki hafa brugðist við ítrekuðum kvörtunum vegna myglu og rakaskemmda. Hótelið og veitingastaðurinn þurfi því að loka. Innlent 6. apríl 2022 22:13
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. Viðskipti innlent 6. apríl 2022 21:21
Stoðir bæta við sig í Bláa lóninu fyrir nærri 700 milljónir Fjárfestingafélagið Stoðir, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Bláa lónsins í lok ágústmánaðar í fyrra með kaupum á 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, þáverandi stjórnarformanni félagsins, bætti nokkuð við eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu síðar á árinu og fer núna með samtals 7,3 prósenta eignarhlut. Nokkrir minni hluthafar í Bláa lóninu seldu bréf sín í félaginu á síðustu mánuðum ársins 2021. Innherji 6. apríl 2022 18:11
Varar við því að starfsemin í Keflavík fjármagni taprekstur á innanlandsflugi Fráfarandi stjórnarformaður Isavia varar við hugmyndum um að starfsemin á Keflavíkurflugvelli, sem eigi í samkeppni við aðra alþjóðaflugvelli, verði nýtt til að fjármagna rekstrarhalla á innanlandsfluginu. Stjórnendur telja horfur fyrir sumarið „enn vænlegar“ og að mikilvægt sé að hætt var með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum sem fyrirliggjandi gögn hafi sýnt að voru að „valda meiri skaða heldur en verið til gagns“. Innherji 5. apríl 2022 11:03
Erlent starfsfólk er ferðaþjónustunni gríðarlega mikilvægt Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu. Skoðun 4. apríl 2022 11:31
Tekjur stærstu hótelkeðju landsins tvöfölduðust milli ára Íslandshótel, stærsta hótelkeðja landsins með 17 hótel í rekstri, tapaði um 120 milljónum króna á síðasta ári en til samanburðar nam tap félagsins á árinu 2020 nær 2,2 milljörðum króna. Innherji 30. mars 2022 15:22
Svona er fimm stjörnu hótelið við Austurbakka Edition er eitt fallegasta hótel landsins og opnaði það á síðasta ári. Um er að ræða fimm stjörnu hótel við Austurbakka 2 í miðborg Reykjavíkur. Lífið 30. mars 2022 10:31
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Innlent 27. mars 2022 21:08
Þótti of ung til að giftast en saumaði sér þá brúðarkjól „Það var ung stúlka sem vildi gifta sig og var ekki nema sautján ára. Hún þótti aðeins of ung og var sagt að hún yrði að bíða til átján ára aldurs. Þá settist hún bara niður og fór að sauma sér brúðarkjól.“ Lífið 26. mars 2022 17:03
Fá hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leigu vegna faraldursins Fosshótel fær 33 prósent afslátt af leigugreiðslum sem spönnuðu yfir eins árs tímabil og þar af leiðandi hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leiguverði. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Viðskipti innlent 25. mars 2022 23:23
Bein útsending: Hafa víðerni virði? Hvað eru víðerni? Af hverju skipta þau máli? Hversu mikilvæg eru íslensk víðerni í alþjóðlegu samhengi? Hvert er viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustuaðila til víðerna? Innlent 25. mars 2022 09:15
Fuglahræður við Kópasker breyttust í barnahræður sem sjóða börn í potti Skrautlegar fuglahræður sem bóndi við Kópasker hóf að koma upp á túni við bæ sinn eru löngu hættar að hafa það hlutverk að fæla burt fugla, en fanga þess í stað athygli ferðamanna og einkum barna. Innlent 24. mars 2022 22:55