McFréttir eða lífrænt ræktaðar Hið gamla spakmæli „allt er best í hófi“ kemur upp í hugann þegar maður fer í sumarleyfi og finnur hvílík hvíld er fólgin í því að losna úr heljargreipum þess lífsmynsturs sem maður er fastur í dagsdaglega. Maður hringir bara nauðsynleg símtöl til að tilkynna aðstandendum að maður hafi náð að komast á réttan áfangastað og sé ekki kafnaður úr hita. Maður fær bara nauðsynlegar fréttir af því að ekki hafi gleymst að vökva blómin og skipta um sand í kattakassanum. Bakþankar 27. júní 2007 08:30
Ný Evrópa án okkar Leiðtoga ríkja Evrópusambandsins bíður nú það miserfiða verkefni að sannfæra íbúa landa sinna um ágæti nýs stjórnskipunarsáttmála sem þeir lönduðu eftir nokkurn barning í Brussel á föstudaginn. Fastir pennar 27. júní 2007 07:15
Á ferð með afturgöngum Hvað er eiginlega bak við þessa hurð,“ spurði ég eitt sinn konu sem var að sýna mér íbúð sem ég hafði í hyggju að kaupa. „O, svo sem ekkert,“ svaraði konan. Þegar henni hafði tekist að ljúka upp dyrunum með háværu marri blasti ekkert annað við en stigagangur frá undarlegu sjónarhorni og töluverð hæð niður að þrepunum. „Þetta hús var byggt þegar enn tíðkaðist að fólk dæi heima hjá sér. Bakþankar 26. júní 2007 08:00
Baráttan fyrir ábyrgum akstri Ferðasumarið er hafið. Á það var rækilega minnt þegar langar raðir bifreiða mynduðust á umferðaræðunum til og frá höfuðborginni, fyrst út úr bænum á föstudag og svo aftur inn í bæinn á sunnudag. Fastir pennar 26. júní 2007 03:45
Umræðan mótist af heildarsýn Hröðum þjóðfélagsbreytingum fylgir að endurskoða þarf ýmsa þætti í samfélaginu. Þannig hefur vægi fjármála- og viðskiptalífs aukist verulega í samfélaginu, án þess að samsvarandi vöxtur fylgi í eftirlitsstofnunum sem sinna þeim málaflokki. Fastir pennar 25. júní 2007 06:15
Ríkar stelpur stuða Þegar ég vann á vikublaði spurði ég eitt sinn kollega minn hvort honum þætti eðlilegt að þegar hann skrifaði um karla í nýjum samböndum segði hann að þeir væru „komnir með nýja upp á arminn“ en þegar konur byrjuðu með nýjum manni fylgdi alltaf sögunni að þær væru „lausgyrtar“. Bakþankar 25. júní 2007 06:00
Ljósið loftin fyllir Nú eru dagar langir, birtan hvolfist yfir okkur þessi dægrin: nætur skammar og er dregur að hinu forna miðnætti leggst þögn yfir allt. Heyra má samtal manna langt að í borginni – sláttumann bölva yfir gamalli tvígengisvél sem vill ekki þýðast hann til sláttar langt að. Fastir pennar 24. júní 2007 06:15
Viltu eitthvað meira? Í Ofvitanum segir Þórbergur Þórðarson frá því þegar afgreiðslustúlka spyr hann: „Var það eitthvað fleira fyrir yður?“ Hann varð felmtri sleginn og fór að velta því fyrir sér hvað í ósköpunum hún gæti átt við með þessari spurningu. Niðurstaða hans var sú að hún hlyti að hafa verið að gera honum ósæmilegt tilboð og kætti það hann talsvert. Bakþankar 24. júní 2007 06:00
Starf eða hlutverk? Hvað er þingmennska? Er það starf í hefðbundinni merkingu þess orðs? Er Alþingishúsið vinnustaður eins og hver önnur skrifstofa eða færibandaframleiðsla? Spurningar af þessu tagi vakna vegna umræðu um nýja þingmenn, önnur hlutverk þeirra og tengsl við fyrri störf. Fastir pennar 23. júní 2007 06:15
Aflamarkskerfið í uppnámi Lái mér hver sem vill, en ég hef lengi undrast þann lofsöng sem sunginn hefur verið um fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga. Fræðimenn í hagfræði, hagsmunaðilar í sjávarútvegi, stjórnmálamenn í valdastólum, hafa um árabil lofað og prísað aflamarkskerfið, sem á að hafa komið skikki á útgerð og fiskveiðar og leitt af sér hagræðingu í greininni með því að innleiða markaðstorg hins frjálsa framsals kvótans. Fastir pennar 23. júní 2007 06:00
Álæði Að vera umhverfisverndarsinni á Íslandi virðist vera svona svipað og að vera ævintýrariddari sem fær það erfiða og að mörgu leyti vanmetna hlutskipti að berjast við dreka með sverði. Eins og í flestum slíkum ævintýrum verður drekinn aldrei lagður auðveldlega. Þegar eitt höfuð hans er hoggið af, eftir talsverða fyrirhöfn, vaxa jafnan tvö í staðinn. Bakþankar 23. júní 2007 06:00
Grannþjóðir taka höndum saman Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er nú stödd í Noregi þar sem hún hittir í dag Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Áður ræddi hún við Anne-Grete Strøm-Erichsen varnarmálaráðherra og Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra. Eitt aðalmálið á dagskrá viðræðna Ingibjargar við hina norsku kollega sína var hinn nýi tvíhliða samningur Íslands og Noregs um eflt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Fastir pennar 22. júní 2007 05:00
Mannauðsstjórnun Loksins hef ég komist að því af hverju strákurinn sem ég leigði með um árið spilaði alltaf Eye of the tiger á morgnana áður en hann fór í skólann. Þetta vinsæla one hit wonder kom nefnilega óvænt inn í líf mitt á ný við frekar sérstakar kringumstæður. Bakþankar 22. júní 2007 04:15
Lyftum lokinu Steinsnar frá æskuheimili mínu í prófessorabústöðunum í Reykjavík stóð gulur bær með grænu torfþaki, lítið hús umlukið hlöðnum grjótgarði og undarlega afskekkt og einmanalegt þrátt fyrir nálægðina við aðra mannabústaði. Mér stendur þetta hús í björtu barnsminni. Þarna bjó kunnur verklýðsfrömuður og alþingismaður, Eðvarð Sigurðsson, með aldurhniginni móður sinni. Fastir pennar 21. júní 2007 14:49
Samviskubit Bullandi samviskubit fylgir þeirri bullandi velmegun sem við njótum í hnattrænu samhengi, nemi maður passi sig að hugsa bara ekkert um það. Lesi ég á litlu miðana á fötunum mínum kemur í ljós að þau eru meðal annars framleidd í Víetnam (jakki), Kína (bolur og skór) og Indónesíu (gallabuxur). Bakþankar 21. júní 2007 02:00
Nafn lækkar laun um tíu prósent Niðurstöður rannsóknar þar sem leitast var við að skýra svokallaðan óútskýrðan launamun kynjanna eru sláandi. Rannsóknin var unnin við Háskólann í Reykjavík og niðurstöður hennar kynntar á hinum séríslenska kvennadegi 19. júní. Fastir pennar 21. júní 2007 00:15
Þorskurinn Sennilega axlar enginn einn ráðherra ábyrgð að jöfnum þunga sem sjávarútvegsráðherra þegar hann mælir fyrir um heildarafla á Íslandsmiðum. Fyrir kemur að sú ákvörðun er ágreiningslaus. Í annan tíma veldur hún stórdeilum. Fastir pennar 20. júní 2007 06:15
Daníel og Rut Lúmskasta röksemdin í umræðum um misrétti kynjanna er sú að það fyrirfinnist ekki. Því til stuðnings er gjarnan vísað til frelsis einstaklingsins, allt sé undir honum sjálfum komið alveg óháð kyni. Bakþankar 20. júní 2007 06:00
Kvenna megin er allra gæfa Íslenskar konur veltu grettistaki á þeim árum þegar þær voru að ávinna sér þau sjálfsögðu mannréttindi að fá kosningarétt: þær einhentu sér gegn því samfélagslega böli sem áfengisdrykkjan var, hrundu af stað hreyfingu sem olli byltingu í uppbyggingu sjúkrahúsa í landinu, gerbreyttu menntunaraðstöðu kvenna með kvennaskólahreyfingunni sem vann að víðtækum umbótum á hreinlæti og heimilisrekstri í landinu. Fastir pennar 19. júní 2007 06:15
Sjálfsmyndin í hestöflunum Börn eru undarleg fyrirbæri. Stundum hefur hvarflað að mér að fegurð þeirra og töfrar komi og fari með barnatönnunum. Áður en í þær glittir heilla þau fáa aðra en nánustu ættingja. Þegar síðasta barnatönnin dettur úr eru börnin yfirleitt orðnir unglingar, sem er allt annað og leiðinlegra fyrirbrigði en börn. Bakþankar 19. júní 2007 06:00
Kaupum regnskóg! Forseti Ekvador hefur boðið heimsbyggðinni regnskóg til sölu. Landið er fátækt og þarf á nýjum tekjum að halda. Miklar auðævi leynast undir þjóðgarði í landinu, sem nú er ógnað vegna áforma um að vinna olíu sem þar er að finna. Nýkjörinn forseti, Rafael Correra, vill hætta við olíuvinnsluna. Fastir pennar 19. júní 2007 06:00
Helguvík í heimanmund Í VG er hvergi jafn næm tilfinning fyrir æðaslætti samfélagsins og í fingurgómum félaga Ögmundar. VG hefði ekki tapað helmingi af fylginu, sem flokkurinn hafði náð upp úr áramótum, ef forystan hefði ekki ýtt honum til hliðar í kosningabaráttunni. Fastir pennar 18. júní 2007 06:00
Völdin eiga að fylgja eigin eign Slit Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga og afhending eignarhluta til tugþúsunda tryggingataka sem tryggðu hjá félaginu á árum áður er afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu. Fastir pennar 18. júní 2007 02:00
Fjallkarl handa Fjallkonunni 17. júní þegar ég var að alast upp sló út skrúðgöngurnar bæði fyrsta maí og á sjómannadaginn og dró að sér svo mikinn mannfjölda niður í miðbæ að þar voru saman komin fleiri andlit en maður hafði áður séð. Og skemmtiatriðin Þjóðsöngskórinn og dansleikur á malbiki á eftir voru stórkostir menningarviðburðir sem hafa geymst í glöpóttu minninu allt fram á þennan dag. Bakþankar 18. júní 2007 01:00
Hátíðisdagur þjóðarinnar Merking þjóðhátíðardagsins í hugarheimi þeirra sem þjóðina mynda er áreiðanlega afar mismunandi á þessum sextugasta og þriðja afmælisdegi lýðveldisins. Fastir pennar 17. júní 2007 05:00
Biljónsdagbók 17.6.2007 Þegar Öxar við ána reif í sundur morgunkyrrðina við East Meadow Manor í Surrey, og Dow Jones stóð í 13.424,39 þegar ég tipplaði út á grasbalann og dró íslenska fánann að húni. Mér finnst það partur af samfélagslegri ábyrgð að halda upp á daginn. Ég er nú einu sinni frá þessari eyju þó að ég sé auðvitað orðinn 83% glóball. Bakþankar 17. júní 2007 03:00
Bókaraþjóð Þau undur og stórmerki hafa orðið á Íslandi að háskólar í landinu eru farnir að keppast um nemendur og auglýsa nú grimmt á hverju ári eftir umsóknum þar sem því er haldið fram að viðkomandi skóli sé bestur út frá einhverjum sjónarmiðum og að þar sé gott að læra í góðu akademísku umhverfi og svo framvegis. Bakþankar 16. júní 2007 03:15
Uppbyggingin Nú á dögunum kom hingað til Íslands háttsetur gestur að nafni Nicholas Burns. Hann er aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og átti hér í viðræðum við forsætis- og utanríkisráðherra. Að viðræðunum loknum fluttu fjölmiðlar, sem núna eru upp til hópa orðnir stjórnarsinnaðir, gagnrýnislausar fréttir um gott samband ríkjanna tveggja, rekstur ratsjárkerfisins og fleiri tæknileg mál sem þarf að semja um Fastir pennar 16. júní 2007 02:30
Dagur sjálfumgleðinnar Í kvöld verður Gríman veitt. Leiklistarverðlaunin, Íslensku tónlistarverðlaunin og Eddan eru svokölluð fagverðlaun veitt eftir kosningu í samtökum listamanna: Grímuverðlaunin eru veitt af þrjátíu manna hópi. Honum er ætlað að meta nær áttatíu verk sem er flestum ofviða, jafnvel þeim sem atvinnu hafa af listumfjöllun. Slíkt er framboðið. Fastir pennar 15. júní 2007 06:15
Íslandbaídsjan Í þjóðfélagsumræðunni er oftar en ekki talað um „þær þjóðir sem Íslendingar vilja bera sig saman við". Hingað til hef ég ekki heyrt minnst á Aserbaídsjan í þeim flokki en upp á síðkastið hefur þó komið í ljós að Íslendingar eiga ýmislegt sameiginlegt með Aserum. Bakþankar 15. júní 2007 06:00