Þorskurinn 20. júní 2007 06:15 Sennilega axlar enginn einn ráðherra ábyrgð að jöfnum þunga sem sjávarútvegsráðherra þegar hann mælir fyrir um heildarafla á Íslandsmiðum. Fyrir kemur að sú ákvörðun er ágreiningslaus. Í annan tíma veldur hún stórdeilum. Ábyrgðarhlutinn er í öllum tilvikum sá sami. Eitt er árleg ákvörðun ráðherra um heildarafla á einstökum fisktegundum. Annað er stjórnkerfi veiðanna sem ákveðið er með ótímabundinni löggjöf. Þessu tvennu er gjarnan ruglað saman; stundum vitandi vits en líka óafvitandi eða af þekkingarleysi. Íslenskir vísindamenn á sviði fiskifræði eru í fremstu röð. Samt er skortur á þekkingu. Nefna má til dæmis umhverfisrannsóknir og fjölstofnarannóknir á innbyrðis tengslum tegundanna. Nauðsyn aukinna rannsókna er hins vegar ekki gild afsökun til að líta framhjá bestu vísindalegu þekkingu sem tiltæk er við ákvarðanir. Þorskveiði hefur verið of mikil af ýmsum ástæðum. Nefna má að í upphafi var aflaregla í þorski miðuð við efri mörk þess sem nefnd hagfræðinga og líffræðinga lagði til. Í stjórnkerfinu hefur verið leki eins og til að mynda um tíma í smábátakerfinu og vegna ívilnana. Einhver brögð eru um svik. Hér kemur ennig til tímabundið ofmat vísindamanna á stofninum. Engin af þessum ástæðum er þó afsökun til að líta framhjá vísindalegri ráðgjöf. Þvert á móti eru þær gild rök fyrir því að virða vísindin betur. Svo má ekki gleyma að markaðir fyrir sjávarafurðir gera kröfur um veiðar á sjálfbærum vísindalegum grundvelli. Þar af leiðir að þeir sem vilja hundsa ráðgjöfina nú setja markaðsstöðu íslenskra sjávarafurða í uppnám. Þeir stjórnmálamenn sem reyna að telja fólki trú um að unnt sé að leysa aðsteðjandi vanda vegna niðurskurðar heildarafla með því að færa veiðirétt frá einni byggð til annarrar eru vísvitandi að blekkja eða afvegaleiða heildaraflaumræðuna. Í hvaða tilgangi? Ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður fyrsti stóri prófsteinninn á trúverðugleika núverandi ríkisstjórnar. Skilningur er á því að undirbúningurinn taki tíma. Þar á móti er kallað á ábyrgð. Hitt er annað að ýmislegt má bæta í ákvörðunarferlinum þegar til framtíðar er litið. Þannig væri ekki úr vegi að setja á fót fastan hóp sjálfstæðra sérfræðinga á sviði líffræði og hagfræði sem hefði það hlutverk að leggja mat á niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar hverju sinni. Hann gæti einnig tekið tillit til og metið vísindalegar upplýsingar sem tiltækar eru annars staðar frá. Vel má hugsa að slíkur hópur tæki jafnvel endanlegar ákvarðanir um heildarafla úr þeim stofnum sem ráðherra hefði áður sett um fasta aflareglu. Í öðrum tilvikum kæmi hugsanlega því aðeins til kasta ráðherra að hópurinn væri ekki á einu máli. Með þessu móti má breikka vísindalegan grundvöll ákvarðana og færa árlegar ákvarðanir fjær skammtíma hagsmunatogi. Um leið yrði ráðherrann fyrst og fremst ábyrgur fyrir langtíma nýtingarákvörðunum. Sú ábyrgð er veigamest og í eðli sínu pólitísk. Mikilvægt er að birtingarmynd umræðunnar verði ekki sú að þjóðin standi andspænis tveimur vandamálum: Of fáum þorskum í sjónum og of mörgum þorskhausum á þurru landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Sennilega axlar enginn einn ráðherra ábyrgð að jöfnum þunga sem sjávarútvegsráðherra þegar hann mælir fyrir um heildarafla á Íslandsmiðum. Fyrir kemur að sú ákvörðun er ágreiningslaus. Í annan tíma veldur hún stórdeilum. Ábyrgðarhlutinn er í öllum tilvikum sá sami. Eitt er árleg ákvörðun ráðherra um heildarafla á einstökum fisktegundum. Annað er stjórnkerfi veiðanna sem ákveðið er með ótímabundinni löggjöf. Þessu tvennu er gjarnan ruglað saman; stundum vitandi vits en líka óafvitandi eða af þekkingarleysi. Íslenskir vísindamenn á sviði fiskifræði eru í fremstu röð. Samt er skortur á þekkingu. Nefna má til dæmis umhverfisrannsóknir og fjölstofnarannóknir á innbyrðis tengslum tegundanna. Nauðsyn aukinna rannsókna er hins vegar ekki gild afsökun til að líta framhjá bestu vísindalegu þekkingu sem tiltæk er við ákvarðanir. Þorskveiði hefur verið of mikil af ýmsum ástæðum. Nefna má að í upphafi var aflaregla í þorski miðuð við efri mörk þess sem nefnd hagfræðinga og líffræðinga lagði til. Í stjórnkerfinu hefur verið leki eins og til að mynda um tíma í smábátakerfinu og vegna ívilnana. Einhver brögð eru um svik. Hér kemur ennig til tímabundið ofmat vísindamanna á stofninum. Engin af þessum ástæðum er þó afsökun til að líta framhjá vísindalegri ráðgjöf. Þvert á móti eru þær gild rök fyrir því að virða vísindin betur. Svo má ekki gleyma að markaðir fyrir sjávarafurðir gera kröfur um veiðar á sjálfbærum vísindalegum grundvelli. Þar af leiðir að þeir sem vilja hundsa ráðgjöfina nú setja markaðsstöðu íslenskra sjávarafurða í uppnám. Þeir stjórnmálamenn sem reyna að telja fólki trú um að unnt sé að leysa aðsteðjandi vanda vegna niðurskurðar heildarafla með því að færa veiðirétt frá einni byggð til annarrar eru vísvitandi að blekkja eða afvegaleiða heildaraflaumræðuna. Í hvaða tilgangi? Ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður fyrsti stóri prófsteinninn á trúverðugleika núverandi ríkisstjórnar. Skilningur er á því að undirbúningurinn taki tíma. Þar á móti er kallað á ábyrgð. Hitt er annað að ýmislegt má bæta í ákvörðunarferlinum þegar til framtíðar er litið. Þannig væri ekki úr vegi að setja á fót fastan hóp sjálfstæðra sérfræðinga á sviði líffræði og hagfræði sem hefði það hlutverk að leggja mat á niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar hverju sinni. Hann gæti einnig tekið tillit til og metið vísindalegar upplýsingar sem tiltækar eru annars staðar frá. Vel má hugsa að slíkur hópur tæki jafnvel endanlegar ákvarðanir um heildarafla úr þeim stofnum sem ráðherra hefði áður sett um fasta aflareglu. Í öðrum tilvikum kæmi hugsanlega því aðeins til kasta ráðherra að hópurinn væri ekki á einu máli. Með þessu móti má breikka vísindalegan grundvöll ákvarðana og færa árlegar ákvarðanir fjær skammtíma hagsmunatogi. Um leið yrði ráðherrann fyrst og fremst ábyrgur fyrir langtíma nýtingarákvörðunum. Sú ábyrgð er veigamest og í eðli sínu pólitísk. Mikilvægt er að birtingarmynd umræðunnar verði ekki sú að þjóðin standi andspænis tveimur vandamálum: Of fáum þorskum í sjónum og of mörgum þorskhausum á þurru landi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun