Skýin eru eins og þang Skömmu eftir að þess var minnst að níutíu ár voru liðin síðan heimsstyrjöldinni fyrri lauk og fáum mánuðum eftir að síðasti hermaðurinn sem þá hafði barist í franska hernum hvarf inn í skugganna ríki, slæddist ég inn í bókabúð utarlega í 19. hverfi Parísarborgar. Fastir pennar 24. desember 2008 06:00
Hinar raunverulegu gjafir Á aðfangadegi jóla er numið staðar. Jólaundirbúningnum er lokið og hátíðin tekur við. Eftir annasama aðventu tekur við hvíld og samvera við fjölskyldu og aðra ástvini. Fastir pennar 24. desember 2008 06:00
Umbreytingin mikla Það gerðist í gær, lesandi góður, meira að segja áður en ég byrjaði að skrifa þennan pistil svo í þínum sporum myndi ég bara fara að lesa jólakort eða eitthvað. Bakþankar 24. desember 2008 06:00
Eftirlaun og stjórnmálamenn Þáttaskil urðu í gær í einhverju umdeildasta pólitíska máli seinni tíma. Fimm árum eftir að alþingismenn tóku sér með lögum mun rausnarlegri eftirlaunakjör en aðrir þjóðfélagshópar, komst loks í verk að lagfæra þann dómgreindarlausa sérhagsmunagjörning. Fastir pennar 23. desember 2008 07:30
Þorláksmessa Þorkláksmessa er loksins runnin upp. Hjá sumum kannski allt of snemma því hið vel þekkta jólastress rís gjarnan hæst í dag. Verslanir eru opnar þar til klukkan fer að ganga miðnætti í kvöld og margir eyða allri þorláksmessunni í síðustu innkaupin fyrir jólin. Fótafúnir hlaupa menn milli búða og leita uppi eitthvað, bara eitthvað sem gæti hentað í jólapakkann. Bakþankar 23. desember 2008 06:30
Gleði og gjafir Frelsi og fögnuður eru orðin sem hljóma í kirkjum landsins á næstu dögum í tali og tónum þegar haldið er upp á fæðingu höfundar fagnaðarerindisins. Orð sem við þyljum eða syngjum árum saman, fallega texta sem minna okkur á jól bernskunnar. En hvert er erindi fagnaðarerindisins? Frá hverju erum við frelsuð? Þegar kerfinu sem við höfum komið okkur upp í kringum þessa kenningu sleppir, hvert er þá erindið? Erum við frjáls af okkur sjálfum? Frjáls af áliti annarra, öfund, heift, tilætlunarsemi og vanþakklæti? Varla. En jólin minna okkur engu að síður á að þetta tilboð stendur enn. Fastir pennar 23. desember 2008 06:00
Óþol gæti aukist að hátíðahaldi loknu Furðu vekur að fjögur af fimm stærstu sveitarfélögum landsins skuli kjósa að láta kröfur sínar á hendur einstaklingum í hendurnar á innheimtufyrirtækjum á borð við Intrum eða Momentum. Fastir pennar 22. desember 2008 06:00
Í aldingarðinum Árið sem senn er á enda á ekki eftir að líða þeim, sem komin eru til vits og ára, úr minni. Draumar margra um trygga atvinnu hafa brostið og vetraráform um sumarferðalag til útlanda virðast hálfsyndsamleg. Á dauða okkar áttum við von en ekki því að íslenska hagkerfið hryndi til grunna. Fólk sem alltaf virtist rekið áfram af háleitum hugsjónum hefur reynst úlfar í sauðagæru, stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlamenn. Nú lofa þeir bót og betrun en „Að venju þykir vafi leika um sum / þau aldin sem nýjust glóa á greinum trjánna" eins og segir í ljóðinu Í aldingarðinum eftir Þorstein frá Hamri. Bakþankar 22. desember 2008 06:00
Blóðugur skurður er nauðsynlegur Það er lítið mál að skila góðum rekstri þegar vel árar. Vandamálin koma fyrst upp á yfirborðið þegar harðnar á dalnum. Fastir pennar 19. desember 2008 14:34
Jólakötturinn Af öllu hyskinu hennar Grýlu hefur mér alltaf þótt jólakötturinn verstur. Strákapör jólasveinanna þrettán má fyrirgefa en gæludýrið á heimilinu er svo óforskammað að maður getur ekki annað en fyllst hryllingi við tilhugsunina. Grýla étur bara óþæg börn sem eiga það skilið en kötturinn hennar leggst svo lágt að ráðast á fátæklinga sem enga nýja flík fá fyrir jólin. Bakþankar 19. desember 2008 04:00
Á eða undir borði Krafan um opna umræðu og að upplýsingum sé miðlað á skilvirkan hátt til almennings hefur orðið æ háværari í kjölfar bankahrunsins. Fastir pennar 18. desember 2008 10:45
Kvótinn varðaði veginn Kreppan á Íslandi er dýpri en í öðrum löndum, enda hafa Íslendingar einir þjóða í Vestur-Evrópu óskað eftir og fengið neyðarhjálp á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðhæfingar stjórnvalda um, að Ísland sé saklaust fórnarlamb erlendra fjármálasviptinga, eru villandi og duga ekki til að firra stjórnarvöldin ábyrgð á ítrekuðum afglöpum og yfirsjónum. Fastir pennar 18. desember 2008 06:00
Humm Tveir mánuðir eru liðnir síðan skelfdur Haarde bað Guð að blessa þjóðina. Þá þyrmdi yfir hressustu stuðbolta og ég var með í maganum dögum saman á meðan daglegir blaðamannafundir skullu á þjóðinni. Í nokkrar vikur var allt á fullu í hausnum á mér, og í hverjum einasta haus á skerinu, að því er virtist. Bakþankar 18. desember 2008 06:00
Stærra andlegt umhverfi Víglínan í baráttunni um afstöðu þjóðarinnar liggur nú fyrir bein og öllum sýnileg. Öðrum megin er Evrópusambandið og evran. Hinum megin óbreytt ástand og króna. Fastir pennar 17. desember 2008 06:00
Atvinnubætur Þegar rætt er um nytsemi Evrópusambandsins vill það oft gleymast, að ofan á allt annað er það eitt hið voldugasta tæki í baráttunni gegn atvinnuleysi, og hefur gegnum tíðina stuðlað mjög að úrbótum í þeim efnum. Fastir pennar 17. desember 2008 06:00
Misjöfn eru morgunverkin Dagur rís á ný og ég bý mig undir verkefni dagsins. Þar sem ég er í ríkisstjórn er annasamur dagur framundan. Það er fundur á eftir og við þurfum að fara betur yfir fjárlagafrumvarpið. Hvar eigum við að skera niður í þessari ólgutíð? Þó við höfum sagst ætla að efla menntun í kreppunni er nú ansi mikið sem fer í þann málaflokk og allsstaðar verður að skera niður. Og hvað með Vatnsveginn upp á 110 milljónir. Nei hann verður að vera. Úff, ýmist er maður skammaður fyrir að skera niður á Landspítalanum, sagður vega að rekstri hjúkrunarheimila háskólans. Jæja Þjóðkirkjan er í það minnsta sæmilega sátt. Best að fara að koma sér. Mikið vona ég að ekki verði mikið af fólki við Tjarnargötuna með þessi ótætis hróp. Það er þó alltaf hægt að nota bakdyrnar. Bakþankar 17. desember 2008 06:00
Ljómi sjálfsblekkingarinnar Vilji maður trúa á hæfni einhvers þarf ekki nema ein meðmæli til að fullvissa mann um gæði viðkomandi. Bakþankar 16. desember 2008 10:14
Engar lausnir Ríkisstjórnin hefur lekið út andlitslyftingu um áramótin - ráðherrum verður skipt út og aðrir settir inn í staðinn. Hugsanlega mun hrókunin ná til Seðlabankans líka enda líta margir á formann bankastjórnar sem tákngerving kreppunnar. Fastir pennar 16. desember 2008 06:00
Skortir viljann? Annað verður ekki ráðið en heilindi hafi ríkt í samstarfi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Margvíslegar yfirlýsingar ráðherra, þingmanna og stuðningsmanna beggja flokkanna að undanförnu eru hins vegar vísbending um veikleika í samstarfinu. Fastir pennar 16. desember 2008 05:30
Og enn sitja þau Íslensk stjórnvöld virðast ekki treysta sér til þess að lögsækja bresku stjórnina eftir beitingu hryðjuverkalaganna gagnvart íslensku bönkunum. Málið er þæft. Það er hummað. Það er bent. Í austur og vestur?… Nei, hinir eiga að gera það, nei, þetta er ekki í mínum verkahring?…? Fastir pennar 15. desember 2008 10:23
2009 Óhætt er að slá því nú þegar föstu að það ár sem senn gengur í garð, muni verða eitt hið erfiðasta í sögu íslensku þjóðarinnar. Áföllin sem dunið hafa yfir á þessu ári hafa verið með eindæmum og langan tíma mun taka að byggja upp nýtt Ísland. Næsta ár mun leika þar algjört lykilhlutverk. Fastir pennar 15. desember 2008 10:17
Fórnarlamb fullkominna jóla Auk þess að vera næstum eina ljósið í myrkri þjóðlífsins þessa dagana, þá eru jólin spyrt við venjur, siði og taumlausar tiktúrur. Á örfáum dögum er hvers kyns hefðum í kotinu kirfilega gefinn laus taumurinn og allt lagt undir. Krafan um bletta- og hrukkulausa hamingju nær gjarnan hámarki sínu einmitt í desember og skal henni náð með öllum tiltækum ráðum. Bakþankar 15. desember 2008 10:09
Kalli verði svarað Smám saman eru afleiðingar bankahruns og fjármálakreppu á kjör almennings að verða ljósari. Atvinnuleysið eykst dag frá degi og ljóst er að atvinnulausum mun áfram fjölga verulega. Almenningur stendur frammi fyrir skattahækkunum þar sem þeir sem hæstar tekjur hafa munu ekki taka meira á sig en sem hlutfalli af tekjum nemur, útsvar hækkar, bensíngjöld og áfengi einnig, svo og allar innfluttar vörur vegna lágs gengis krónunnar og hefur þá fátt eitt verið nefnt. Fyrir liggur einnig að þetta mun leiða til verðbólgu sem skilar sér í hærri afborgunum af vísitölutryggðum lánum á sama tíma og launahækkanir verða í algeru lágmarki. Fastir pennar 14. desember 2008 06:00
Hver bjó naflann til? Sjálfur Guð er efstur á baugi á heimilinu þessa dagana, þar sem tvær ungar systur eru að kynnast sögunni af fæðingu Jesúbarnsins. Systurnar finna heil ósköp til með litla barninu sem þurfti að fæðast í fjárhúsi af því að engan gististað var að finna. Bakþankar 14. desember 2008 06:00
Sársaukann út strax Aðeins eitt kom á óvart við endurskoðun fjárlaganna; að ekki skyldi gengið lengra í aðhaldsaðgerðum. Eftir samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er stærstum hluta fjárlagavandans skotið á frest. Þetta er því aðeins byrjunin. Fastir pennar 13. desember 2008 06:00
Ímyndin Í vikunni lýsti erlendur blaðamaður því sem miklum sannleika um ástandið á Íslandi, að hér væri fólk meira og minna að kaupa hrossakjöt, þurran fisk og gamlar DVD útgáfur af Söngvaseið. Þetta var haft til vitnis um að þjóðin væri við fátæktarmörk. Bakþankar 13. desember 2008 06:00
Sökudólgar og blórabögglar Rækileg rannsókn hlýtur að fara fram á aðdraganda íslenska bankahrunsins, eins og Davíð Oddsson krafðist á Viðskiptaþingi á dögunum. Erfitt er að fela hana íslenskum mönnum vegna návígis og tengsla. Ef rannsóknin leiðir í ljós lögbrot, mistök eða stórfelld og vítavert gáleysi, ber að bregðast við samkvæmt því, höfða mál gegn lögbrjótum og víkja þeim, sem mistök gerðu eða voru sekir um gáleysi. Eftir slíka rannsókn geta kjósendur metið ábyrgð stjórnmálamanna, fremur en við æsingar síðustu vikna. Fastir pennar 12. desember 2008 06:00
Hví að kjósa? Gott kvöld góðir gestir og verið velkomin í Útsvar. Þátturinn í kvöld verður með dálítið breyttu sniði. Einu sinni sprakk ríkisstjórn í beinni útsendingu, en nú verður ríkisstjórn mynduð í beinni útsendingu. Næstu þrjá föstudaga munu fjórir stjórnmálaflokkar keppa um hverjir komast í næstu stjórn. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn er valin með þessum hætti og kemur ýmislegt þar til, til dæmis sú staðreynd að það er víst ekki hægt að boða til aukakosninga um vetur og ekki síður sú staðreynd að RÚV bráðvantar ódýrt sjónvarpsefni eftir sársaukarfullan niðurskurð – ekki satt Þorgerður Katrín? Haha! Neinei, þetta er nú bara létt grín.“ Bakþankar 12. desember 2008 06:00
Forvarnir Aumingja homo sapiens að vera svona ófullkominn. Hér velkjumst við á þrautagöngunni á milli lífs og dauða, hallærislega mannleg og asnaleg eithvað. Bakþankar 11. desember 2008 10:04
Stuðningur Norðurlanda dýrmætur Ef og þegar til þess kemur að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu getur það reitt sig á að norrænu ESB-ríkin þrjú, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að komið verði til móts við samningsmarkmið Íslendinga, þar með talið við sérlausn í sjávarútvegsmálum sem gæti falizt í að Íslandsmið (þar sem eru staðbundnir fiskistofnar sem ekki eru sameiginlegir lögsögu neins annars lands) verði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins Fastir pennar 11. desember 2008 10:01
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun