Á eða undir borði Steinunn Stefánsdóttir skrifar 18. desember 2008 10:45 Krafan um opna umræðu og að upplýsingum sé miðlað á skilvirkan hátt til almennings hefur orðið æ háværari í kjölfar bankahrunsins.Fjölmiðlum hefur gengið treglega að fá svör við þeim fyrirspurnum sem þeir beina til ráðherra, Seðlabanka, Fjármálaeftirlits og bankanna. Rifja má upp leyndina sem hvíldi yfir skilyrðunum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti fyrir lánveitingu til Íslendinga, hversu lengi stóð á að upplýsingar væru veittar um launakjör bankastjóra nýju bankanna og það hversu illa hefur gengið að fá svör við spurningum um niðurfellingu ábyrgðar á lánum til starfsmanna Kaupþings.Líklega er lítil von til þess að upplýsingaflæðið batni meðan viðhorf þingmanna til þess að veita upplýsingar um eigin fjárhagstengsl eru eins og í ljós kom þegar Fréttablaðið fór þess á leit að fá upplýsingar um það hverjir hefðu stutt þá í prófkjörsbaráttunni fyrir síðustu alþingiskosningar. Langt innan við helmingur þingmanna treysti sér til að svara fyrirspurn Fréttablaðsins, eða 26 af 63.Greinilegt er að þingmenn stjórnarflokkanna eru viðkvæmari fyrir því að láta af hendi upplýsingar um fjármálatengsl sín en þingmenn stjórnarandstöðunnar. Einungis tveir af 25 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins létu Fréttablaðinu í té þessar upplýsingar eða 8 prósent. Samfylkingarþingmennirnir stóðu sig heldur skár og voru sjö af átján tilbúnir að senda blaðinu upplýsingarnar, eða 39 prósent. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins gaf upp um tengsl sín og 86 prósent framsóknarþingmanna. Þingmenn Vinstri grænna skáru sig algerlega úr, svöruðu allir sem einn og eiga skilið hrós fyrir, sem og vitanlega allir hinir sem veittu upplýsingarnar.Fálegar undirtektir þingmannanna eru í hróplegu ósamræmi við það sem þeir boða í orði. Rætt er um mikilvægi opinnar umræðu þar sem ekkert megi draga undan og mikilvægi þess að öll spilin liggi á borðinu til þess að draga megi úr þeirri tortryggni sem byggst hefur upp í samfélaginu síðustu vikur. Krafan um að afnema bankaleynd hefur hljómað og er studd af bæði þingmönnum og ráðherrum í ríkisstjórninni, þeim hinum sömu sem treysta sér ekki til að upplýsa um tengsl sín við fyrirtæki, félög og einstaklinga.Við þetta má svo bæta að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga eftir að skila ársreikningum fyrir árið 2007 til ríkisendurskoðanda en stjórnmálaflokkar eiga nú í fyrsta sinn að standa skil á ársreikningum. Frestur þeirra rann út 1. október.Það er þingmönnum mikilvægt að leggja sitt af mörkum til þess að byggja upp traust almennings á stjórnvöldum. Viðbrögð þeirra við umleitan Fréttablaðsins eru svo sannarlega ekki lóð á þær vogarskálar. Það hefði vissulega verið líklegra til árangurs að þeir gengju á undan með góðu fordæmi og upplýstu undanbragðalaust um eigin tengsl.Opin umræða og minnkandi tortryggni er meðal þess sem skiptir sköpum þegar reisa á samfélagið úr þeim rústum sem það er nú komið í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Krafan um opna umræðu og að upplýsingum sé miðlað á skilvirkan hátt til almennings hefur orðið æ háværari í kjölfar bankahrunsins.Fjölmiðlum hefur gengið treglega að fá svör við þeim fyrirspurnum sem þeir beina til ráðherra, Seðlabanka, Fjármálaeftirlits og bankanna. Rifja má upp leyndina sem hvíldi yfir skilyrðunum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti fyrir lánveitingu til Íslendinga, hversu lengi stóð á að upplýsingar væru veittar um launakjör bankastjóra nýju bankanna og það hversu illa hefur gengið að fá svör við spurningum um niðurfellingu ábyrgðar á lánum til starfsmanna Kaupþings.Líklega er lítil von til þess að upplýsingaflæðið batni meðan viðhorf þingmanna til þess að veita upplýsingar um eigin fjárhagstengsl eru eins og í ljós kom þegar Fréttablaðið fór þess á leit að fá upplýsingar um það hverjir hefðu stutt þá í prófkjörsbaráttunni fyrir síðustu alþingiskosningar. Langt innan við helmingur þingmanna treysti sér til að svara fyrirspurn Fréttablaðsins, eða 26 af 63.Greinilegt er að þingmenn stjórnarflokkanna eru viðkvæmari fyrir því að láta af hendi upplýsingar um fjármálatengsl sín en þingmenn stjórnarandstöðunnar. Einungis tveir af 25 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins létu Fréttablaðinu í té þessar upplýsingar eða 8 prósent. Samfylkingarþingmennirnir stóðu sig heldur skár og voru sjö af átján tilbúnir að senda blaðinu upplýsingarnar, eða 39 prósent. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins gaf upp um tengsl sín og 86 prósent framsóknarþingmanna. Þingmenn Vinstri grænna skáru sig algerlega úr, svöruðu allir sem einn og eiga skilið hrós fyrir, sem og vitanlega allir hinir sem veittu upplýsingarnar.Fálegar undirtektir þingmannanna eru í hróplegu ósamræmi við það sem þeir boða í orði. Rætt er um mikilvægi opinnar umræðu þar sem ekkert megi draga undan og mikilvægi þess að öll spilin liggi á borðinu til þess að draga megi úr þeirri tortryggni sem byggst hefur upp í samfélaginu síðustu vikur. Krafan um að afnema bankaleynd hefur hljómað og er studd af bæði þingmönnum og ráðherrum í ríkisstjórninni, þeim hinum sömu sem treysta sér ekki til að upplýsa um tengsl sín við fyrirtæki, félög og einstaklinga.Við þetta má svo bæta að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga eftir að skila ársreikningum fyrir árið 2007 til ríkisendurskoðanda en stjórnmálaflokkar eiga nú í fyrsta sinn að standa skil á ársreikningum. Frestur þeirra rann út 1. október.Það er þingmönnum mikilvægt að leggja sitt af mörkum til þess að byggja upp traust almennings á stjórnvöldum. Viðbrögð þeirra við umleitan Fréttablaðsins eru svo sannarlega ekki lóð á þær vogarskálar. Það hefði vissulega verið líklegra til árangurs að þeir gengju á undan með góðu fordæmi og upplýstu undanbragðalaust um eigin tengsl.Opin umræða og minnkandi tortryggni er meðal þess sem skiptir sköpum þegar reisa á samfélagið úr þeim rústum sem það er nú komið í.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun