Það sem virða ber Á óvissutíma eins og nú ríkir þykja Gróusögur áhugaverðari í dægurumræðunni en staðreyndir. Ofbeldi vekur aukheldur meiri athygli en málefnalegt framlag. Fastir pennar 11. janúar 2009 10:14
Skoðanafabrikkur samfélagsins Margir þeirra sem nú eru á miðjum aldri lifa enn í þeim hugmyndaheimi að fjölmiðlar okkar tíma tali hver fyrir sig einni röddu. Þetta eru leifar sem hafa steingervst í hugum þeirra sem ólust upp við flokkslínur. Fastir pennar 10. janúar 2009 06:00
Aftur og aftur Enn á ný lætur Ísraelsher til skarar skríða og myrðir börn og fullorðna. Sprengjur falla á saklausa borgara og læknar eru hindraðir í störfum sínum. Með reglulegu millibili svalar þessi fullkomnasti her heimsins fýsn sinni. Sama atburðarásin fer af stað í veröldinni. Þjóðarleiðtogar fordæma. Bandaríkjastjórn segir að það séu tvær hliðar á málinu. Fólk deyr. Bakþankar 10. janúar 2009 06:00
Grimmd á Gaza Nú hafa meira en 760 Palestínumenn fallið frá því að árásir Ísraelsmanna á Gaza hófust á þriðja degi jóla. Þar af eru meira en 200 hundruð börn. Yfir 3.000 Palestínumenn eru særðir, margir þeirra varanlega örkumlaðir. Á sama tíma hafa ellefu Ísraelsmenn fallið, þar af fjórir almennir borgarar. Fastir pennar 9. janúar 2009 06:00
Hreint fyrir dyrum Fyrir fáeinum misserum voru á dagskrá Stöðvar tvö þættir sem nefndust Extreme Makeover, eða Ærleg yfirhalning. Þar gafst sérútvöldu fólki tækifæri til að gangast undir rækilega yfirhalningu með aðstoð læknavísindanna, leikfimikennara og snyrtifræðinga. Bakþankar 9. janúar 2009 06:00
Spilling í Brüssel Fræg er sagan af rómverska keisaranum, sem skyldi dæma milli tveggja söngvara. Eftir að hann hafði heyrt hinn fyrri syngja, rétti hann hinum síðari verðlaunin: Verr gæti hann ekki sungið. Þetta er óskynsamlegt. Fastir pennar 9. janúar 2009 05:00
Ímynduð eða raunveruleg ógn Merkilegur samanburður birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að á þremur árum hefur rekstrarkostnaður sérsveitar Ríkislögreglustjóra aukist um 45 prósent á sama tíma og útgjöld til efnahagsbrotadeildar hafa dregist saman um níu prósent. Fastir pennar 8. janúar 2009 06:00
Vonlausasta dýrategundin Eins og mannskepnan getur nú verið frábær - nægir að nefna uppfinningu sushísins, kvikmyndir Hitchcocks og verk Fræbbblanna því til staðfestingar - er hún algjörlega ömurleg líka. Handónýt og vonlaus dýrategund. Bakþankar 8. janúar 2009 06:00
Sáttin er brostin Til eru tvær leiðir til áhrifa í þjóðmálum. Jón forseti fór fyrst aðra, síðan báðar í senn, með misjöfnum árangri. Önnur leiðin er að taka sér stöðu utan virkisveggjanna og reyna með þrotlausu nuddi að þoka málum áleiðis með því að skrifa greinar í blöð heima fyrir og stundum einnig erlendis. Hin leiðin er að hella sér út í pólitík. Fastir pennar 8. janúar 2009 06:00
Hvað ræður för í vaxtapíningunni hér? Enn ríkir algjör óvissa um efnahagslega framtíð þjóðarinnar og hvaða stefnu skuli taka til lengri tíma litið. Fyrirtæki landsins berjast við að halda lífinu í umhverfi gjaldeyrishafta og einhverra hæstu stýrivaxta á byggðu bóli. Fastir pennar 7. janúar 2009 00:01
Þjóðin á að afstýra klofningi Eftir margra vikna kröfu almennings um að gengið verði til kosninga eru stjórnarflokkarnir nú að deila um hvað eigi að kjósa um fyrst; hvort eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða til Alþingis. Fastir pennar 6. janúar 2009 06:00
Áhyggjur gera engan betri Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er stutt saga í Bakkabræðrakaflanum sem heitir: Karlinn sem heyrði svo vel. Hún hefst á þessum orðum: Það var karl nokkur sem þóttist heyra vel, en heyrði í raun makalaust illa, en vildi ekki láta það á sig ganga. Einu sinni var hann að höggva við út á skógi. Þá sér hann tvo menn koma ríðandi og einn gangandi. „Þegar þeir koma munu þeir spyrja hvað ég sé að gjöra. „Höggva axarskaft handa syni mínum," segi ég. „Hvað á það að verða langt?", spyrja þeir. „Allt upp að kvisti," segi ég: Þá spyrja þeir mig til vegar." Fastir pennar 6. janúar 2009 06:00
Af dugnaði Skömmu eftir að Geir bað Guð um að blessa þjóðina var farið að tala um vöruskort. Mér fannst sjást þess merki um tíma, til dæmis í dömubindarekkunum í Krónunni. Ég óttaðist að þurfa að fara að kaupa bómul og rúlla sjálf. Á kvöldin þegar ég var að reyna að sofna birtist mér draugur framtíðar og það alversta sem hann gat gert mér í hugarlund var að ég ætti ekki eftir að geta klætt börnin mín í sæmileg föt. Þeim yrði kalt. Þeir fengju naglakul og lærðu aldrei að tala skýrt fyrir tannaglamri. Bakþankar 5. janúar 2009 14:44
Bjartsýni eða bölmóður Við hressilegan og bjartsýnan tón kvað í grein Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra hér í Fréttablaðinu í gær þar sem horfur og staða í atvinnumálum þjóðarinnar í skugga efnahagskreppunnar voru til umræðu. Ráðherrann sagði réttilega að þrátt fyrir allt eigi fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. „Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli," sagði hann. Fastir pennar 5. janúar 2009 05:30
Ómenningarvitinn Í kynningarefni verktakafyrirtækisins Eyktar fyrir Höfðatorg kemur fram að þegar vel viðri geti gestir þar „hæglega ímyndað sér að þeir séu staddir á ítölsku piazza". Og til að ná fram því markmiði - „þetta er bara alveg eins og í útlöndum" - ætla þeir hjá Eykt að loka úti sjálfa borgina. Þeir ætla að múra upp í vindinn og eru áform uppi um þrjá turna. Sá hæsti þeirra - og sá eini sem risinn er - var í Fréttablaðinu í gær. Fastir pennar 5. janúar 2009 04:00
Hryllingur í ríki Davíðs konungs Hér er talað um að hörmungar ríði yfir í efnahagslífinu og má til sanns vegar færa að hrun gjaldmiðils og bankakerfis boði þrengingar fyrir land og þjóð. Í samfélagi þjóðanna getum við tæpast vænst mikillar samúðar vegna þessa. Verri hlutir hafa verið og eru enn látnir afskiptalausir. Fastir pennar 3. janúar 2009 09:46
Miklar ákvarðanir Að baki er árið þegar gjaldmiðill þjóðarinnar sökk og bankakerfið hrundi. Um langan tíma héðan í frá verður vitnað til atburða hvort þeir gerðust fyrir eða eftir hrun. Fastir pennar 2. janúar 2009 07:00
Bráðum kemur betri tíð Ég er varla ein um að hafa fyllst gríðarlegum fögnuði og feginleik þegar raketturegnið náði hámarki á gamlárskvöld og kirkjuklukkurnar hringdu nýja árið inn. Árið 2008 var loksins liðið í aldanna skaut. Bang, bang! Guði sé lof að það kemur aldrei til baka. Bakþankar 2. janúar 2009 06:00
Vinningurinn Fyrir nokkrum árum tóku ýmsir auglýsendur upp á undarlegum sið. Þeir sendu mönnum bréf sem hófst á orðinu „Bravo" með heimsstyrjaldarletri og enn stærra upphrópunarmerki á eftir, og síðan kom tilkynning um að viðkomandi hefði unnið mikinn happdrættisvinning, einhverja svimháa tölu. Fastir pennar 31. desember 2008 06:00
Sprengjuregn Þá eru það áramótin enn á ný og án vafa munu Íslendingar ekki slá slöku við sprengingarnar. Eftir nokkra klukkutíma stöndum við gónandi upp í loftið og dáumst að ljósadýrðinni. Einn mun kvarta yfir óhófi, annar hávaðanum, einhver spáir í hvað verður um öll skoteldaprikin - en flest munum við hafa gaman af og njóta. Bakþankar 31. desember 2008 06:00
Tortryggnin Eftir að íslenska krónan hrundi endanlega á haustdögum féllu viðskiptabankarnir. Flestir sáu hrun krónunnar fyrir. Færri vildu trúa að bankarnir fylgdu í kjölfarið. Hvernig sem því víkur við er það veruleiki sem ekki verður umflúinn. Fastir pennar 30. desember 2008 09:04
Kórfélagi hitar upp sósu Söngfuglarnir sungu úr sér lungun síðustu daga þessa árs. Það er þrældómur að syngja í kór en aldrei finnst kórafólki jafn gaman og þegar raddirnar eru þandar kvöld eftir kvöld til undirbúnings desembertörninni. Þá leggjast allir á árarnar og veikt og sterkt er sungið, hátt og lágt. Fram undan eru útgáfutónleikar, stórvirki kórbókmenntanna og síðan allt messuhaldið. Það er hin andlega spekt sem heldur utan um kóralífið að mestu þótt margt sé furðu veraldlegt í kórastarfi. Bakþankar 30. desember 2008 00:01
Glópagullöldin Hér gæti verið fyrirmyndarsamfélag. Þetta er fámennt millistéttarsamfélag þar sem obbinn af fólki hefur það býsna gott og ætti að vera nóg afgangs til að rétta þeim hjálparhönd sem standa höllum fæti, reka fyrirmyndarskóla, trausta spítala og hlýleg elliheimili, leggja beina og breiða vegi, starfrækja öflugt almannaútvarp, efla nýsköpun, hlúa að sprotum í atvinnulífi… og svo framvegis. Það hvernig komið er fyrir þjóðinni er algerlega fáránlegt. Það er yfirgengilegt. Það er óskiljanlegt. Fastir pennar 29. desember 2008 05:00
Stöðugleiki í stað eilífðarsveiflna Viðburðaríku ári fer nú senn að ljúka. Ári sem komandi kynslóðir eiga eftir að læra um í sinni Íslandssögu og það er því upp á okkur komið hvernig kennslustundin verður. Munum við ná að vinna okkur út úr bankahruninu með skynsemi, eða mun kennslustundin fjalla um hvernig margar rangar ákvarðanir héldu áfram að hlaða undir vandann í staðinn fyrir að leysa hann? Fastir pennar 29. desember 2008 04:00
Viltu giftast mér, ástin mín? Vinur minn hefur í töluverðan tíma íhugað að biðja sér konu. Ekki þó bara einhverrar kvensniftar, heldur hinnar einu og sönnu. Reyndar hafa þau tvö prufukeyrt hjónalífið í heilan áratug með býsna vel heppnaðri sambúð og uppeldi tveggja barna, svo varla hefur hann að ráði óttast hryggbrot. Bakþankar 29. desember 2008 00:01
Haltu kjafti og vertu þæg Enn erum við í jólaboðinu og biskupinn og allt hans hyski hefur sagt við okkur látlaust í stillilega rómnum alla jólahelgina: Verum stillt, verum stillt, rétt eins og fastahópar í jólamætingu þjóðkirkjunnar séu venjubundnir óróaseggir á þeim árstíma. Við sem heima sitjum erum til alls vís. Fastir pennar 28. desember 2008 18:21
Jólakettir Kettir þykja mér merkilegar skepnur. Slík dýr hafa ávallt átt samastað á heimili mínu. Fletti ég jólamyndum bregst það sjaldnast að við systurnar sitjum við jólatré uppáklæddar og ríghöldum í vansælan kött sem við höfum þvingað í dúkkuklæði sem okkur hafa þótt við hæfi að hann klæddist í tilefni hátíðanna. Líklega eru kattaminningarnar mínar orsökin fyrir því að mér þykir engin goðsagnavera jólanna jafn merkileg og jólakötturinn. Bakþankar 28. desember 2008 00:01
Evrópuslagurinn Stjórnmálaflokkarnir hafa brugðist í því að leiða spurninguna um aðild að Evrópusambandinu til lykta. Margt bendir þvert á móti til að flokkakerfið hér á landi hafi alls ekki ráðið við mál af þessari stærðargráðu og margir hafi beinlínis veigrað sér við að ræða það, af ótta við að rugga bátnum og efna til ófriðar, jafnvel klofnings. Fastir pennar 27. desember 2008 09:00
Jólajóla Verslunarmanneskja í vinsælli búð á Laugaveginum hafði á orði við mig á mánudaginn að jólin núna væru þau afslöppuðustu sem hún hefði upplifað. Hún meinti ekki að það væri lítið að gera í búðinni. Það var nóg að gera, jafnvel meira en áður. En fólkið var afslappaðra, sagði hún. Minni æsingur. Bakþankar 27. desember 2008 07:00