Menn eða mýs? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 12. janúar 2009 06:00 Óraunhæfar áætlanir í þágu einstaklingshyggju hafa vonandi misst trúverðugleika sinn hjá fleirum en mér. Það gildir almennt sterklega um hina hörðu yfirborðsmennsku sem framvegis verður kennd við árið 2007. Kröggur geta samt verið tækifæri í dulargervi og einmitt núna stöndum við sem þjóð á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Við höfum möguleika á því að skoða af heiðarleika mistökin og gangast við þeim hvötum sem leiddu okkur í ógöngur. Við höfum þannig tækifæri til að læra af fortíðinni og ákveða hvernig við viljum verða í framtíðinni. Langtímaplön henta ágætlega samfélögum, einkum ef margir taka þátt í umræðum og áætlunum. Þegar ljóst er að fjárfestingarfélög voru ekki stofnuð til að bjarga heiminum gæti okkur nú til dæmis þótt rétt að leggja rækt við göfugri gildi en áhuga á peningum. Til dæmis hugrekki. Eða þá skoðun að rangt sé að úthella saklausu blóði og standa með því sem við teljum réttast. Þeirri sannfæringu sem rak okkur til að samþykkja sáttmála Sameinuðu þjóðanna og sækjast eftir áhrifum í öryggisráðinu þar sem við þráðum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að heimurinn yrði ögn réttlátari. Á meðan verið er að myrða börn og foreldra þeirra í Palestínu af ískaldri grimmd, að því er virðist til að styrkja stöðu stjórnvalda í Ísrael fyrir komandi kosningar, eru fórnarlömbin eins og dýr í búri og hafa enga flóttaleið af vígvellinum. Á meðan er þögn alþjóðasamfélagsins og aðgerðarleysi óskiljanlegt. Okkar þar á meðal. Fordæming utanríkisráðherra á slátruninni var þó fyrsta skrefið. Fordæming ríkisstjórnarinnar í heild ætti að vera næsta skref, mér er hjartanlega sama hvort hefð er fyrir slíku eða ekki. Slit á stjórnmálasambandi Íslands við grimmdarstjórnina í Ísrael ætti ekki að vera erfið ákvörðun heldur. Hvenær ættum við að taka af skarið með afgerandi skilaboðum ef ekki núna? Úrtöluraddir segja að þar með myndum við missa möguleikann á að vera þátttakendur í alþjóðlegri umræðu um málefni Ísraels. Og hvað með það? Kurteislega orðað álit okkar eða annarra vefst augljóslega ekki fyrir þeim hvort eð er. Íslendingar ættu að taka forgöngu um afgerandi afstöðu gegn barnamorðingjum, sama hverrar þjóðar þeir eru. Fyrir mistök voru Bakþankar Þórhildar Elínar eignaðir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í Fréttablaðinu í dag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Óraunhæfar áætlanir í þágu einstaklingshyggju hafa vonandi misst trúverðugleika sinn hjá fleirum en mér. Það gildir almennt sterklega um hina hörðu yfirborðsmennsku sem framvegis verður kennd við árið 2007. Kröggur geta samt verið tækifæri í dulargervi og einmitt núna stöndum við sem þjóð á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Við höfum möguleika á því að skoða af heiðarleika mistökin og gangast við þeim hvötum sem leiddu okkur í ógöngur. Við höfum þannig tækifæri til að læra af fortíðinni og ákveða hvernig við viljum verða í framtíðinni. Langtímaplön henta ágætlega samfélögum, einkum ef margir taka þátt í umræðum og áætlunum. Þegar ljóst er að fjárfestingarfélög voru ekki stofnuð til að bjarga heiminum gæti okkur nú til dæmis þótt rétt að leggja rækt við göfugri gildi en áhuga á peningum. Til dæmis hugrekki. Eða þá skoðun að rangt sé að úthella saklausu blóði og standa með því sem við teljum réttast. Þeirri sannfæringu sem rak okkur til að samþykkja sáttmála Sameinuðu þjóðanna og sækjast eftir áhrifum í öryggisráðinu þar sem við þráðum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að heimurinn yrði ögn réttlátari. Á meðan verið er að myrða börn og foreldra þeirra í Palestínu af ískaldri grimmd, að því er virðist til að styrkja stöðu stjórnvalda í Ísrael fyrir komandi kosningar, eru fórnarlömbin eins og dýr í búri og hafa enga flóttaleið af vígvellinum. Á meðan er þögn alþjóðasamfélagsins og aðgerðarleysi óskiljanlegt. Okkar þar á meðal. Fordæming utanríkisráðherra á slátruninni var þó fyrsta skrefið. Fordæming ríkisstjórnarinnar í heild ætti að vera næsta skref, mér er hjartanlega sama hvort hefð er fyrir slíku eða ekki. Slit á stjórnmálasambandi Íslands við grimmdarstjórnina í Ísrael ætti ekki að vera erfið ákvörðun heldur. Hvenær ættum við að taka af skarið með afgerandi skilaboðum ef ekki núna? Úrtöluraddir segja að þar með myndum við missa möguleikann á að vera þátttakendur í alþjóðlegri umræðu um málefni Ísraels. Og hvað með það? Kurteislega orðað álit okkar eða annarra vefst augljóslega ekki fyrir þeim hvort eð er. Íslendingar ættu að taka forgöngu um afgerandi afstöðu gegn barnamorðingjum, sama hverrar þjóðar þeir eru. Fyrir mistök voru Bakþankar Þórhildar Elínar eignaðir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í Fréttablaðinu í dag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun