Grimmd á Gaza Steinunn Stefánsdóttir skrifar 9. janúar 2009 06:00 Nú hafa meira en 760 Palestínumenn fallið frá því að árásir Ísraelsmanna á Gaza hófust á þriðja degi jóla. Þar af eru meira en 200 hundruð börn. Yfir 3.000 Palestínumenn eru særðir, margir þeirra varanlega örkumlaðir. Á sama tíma hafa ellefu Ísraelsmenn fallið, þar af fjórir almennir borgarar. Hlutfall fallinna í átökunum á Gaza lýsir vel þeim aflsmun sem er milli þeirra aðila sem þarna berjast. Annars vegar er um að ræða einn best búna her í heimi og hins vegar félaga í Hamas-samtökunum sem byggja vopnabúnað sinn aðallega á heimatilbúnum sprengjum. Einnig verður að hafa í huga þær aðstæður sem íbúar á Gaza búa við. Hálf önnur milljón manna býr þar á 360 ferkílómetrum lands og 45 prósent íbúanna eru börn undir fjórtán ára aldri. Ísraelsmenn réttlæta innrásina með því að segja að hún sé svar þeirra við eldflaugaárásum Hamas-liða. Þessar eldflaugaárásir hafa vissulega grandað að jafnaði einum Ísraelsmanni á ári undanfarin ár. En þeim hefur fjarri því linnt eftir að innrásin hófst heldur hafa flugskeyti fellt fjóra Ísraelsmenn á þeim tæpu tveimur vikum sem liðnar eru síðan hún hófst. Grimmd Ísraelshers og harðfylgi hefur leitt til þess að í gær tilkynnti Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna að allri starfsemi á Gaza hefði verið hætt. Hjálparstarfsmenn Rauða hálfmánans hafa ekki heldur fengið að athafna sig á Gaza eins og venja er til með fulltrúa Rauða krossins og Rauða hálfmánans á stríðssvæðum. Þetta þýðir að í húsarústum er sært fólk innan um látið og engin hjálp berst vegna þess að ísraelski hermenn koma í veg fyrir að hjálparstarfsfólk geti unnið störf sín. Með þessu framferði sínu brýtur Ísraelsher ákvæði Genfarsáttmálans. Ljóst er að Ísrael fær aðra meðferð í alþjóðasamfélaginu en nokkurt annað ríki. Stuðningur Bandaríkjanna við Ísraels hefur hingað til verið algerlega skilyrðislaus og sektarkennd Evrópubúa vegna helfararinnar gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni virðist hafa komið í veg fyrir að þær þjóðir beiti sér gegn Ísraelsmönnum. Svo virðist þó vera að með innrásinni á Gaza nú hafi Ísraelsmenn náð ákveðnum endamörkum. Í gærkvöld bárust þær fréttir úr herbúðum Sameinuðu þjóðanna að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hefðu látið af andstöðu sinni við bindandi ályktun um Gaza og myndu í sameiningu vinna að ályktun þar sem hvatt yrði til vopnahlés þegar í stað. Vonandi munu í dag eða allra næstu daga berast fréttir af vopnahléi á Gaza. Það er þó aðeins fyrsta skrefið því eftir er að leysa deiluna endalausu fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem hundruð þúsunda Palestínumanna lifa, ekki bara í aflokuðum byggðum á Gaza og Vesturbakkanum, heldur einnig í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum án þess að eiga möguleika á menntun eða starfi til að afla sér viðurværis. Það er úrlausnarefni alþjóðasamfélagsins að leysa úr málefnum þessa hóps. Þangað til verður ástandið eldfimt fyrir botni Miðjarðarhafs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Nú hafa meira en 760 Palestínumenn fallið frá því að árásir Ísraelsmanna á Gaza hófust á þriðja degi jóla. Þar af eru meira en 200 hundruð börn. Yfir 3.000 Palestínumenn eru særðir, margir þeirra varanlega örkumlaðir. Á sama tíma hafa ellefu Ísraelsmenn fallið, þar af fjórir almennir borgarar. Hlutfall fallinna í átökunum á Gaza lýsir vel þeim aflsmun sem er milli þeirra aðila sem þarna berjast. Annars vegar er um að ræða einn best búna her í heimi og hins vegar félaga í Hamas-samtökunum sem byggja vopnabúnað sinn aðallega á heimatilbúnum sprengjum. Einnig verður að hafa í huga þær aðstæður sem íbúar á Gaza búa við. Hálf önnur milljón manna býr þar á 360 ferkílómetrum lands og 45 prósent íbúanna eru börn undir fjórtán ára aldri. Ísraelsmenn réttlæta innrásina með því að segja að hún sé svar þeirra við eldflaugaárásum Hamas-liða. Þessar eldflaugaárásir hafa vissulega grandað að jafnaði einum Ísraelsmanni á ári undanfarin ár. En þeim hefur fjarri því linnt eftir að innrásin hófst heldur hafa flugskeyti fellt fjóra Ísraelsmenn á þeim tæpu tveimur vikum sem liðnar eru síðan hún hófst. Grimmd Ísraelshers og harðfylgi hefur leitt til þess að í gær tilkynnti Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna að allri starfsemi á Gaza hefði verið hætt. Hjálparstarfsmenn Rauða hálfmánans hafa ekki heldur fengið að athafna sig á Gaza eins og venja er til með fulltrúa Rauða krossins og Rauða hálfmánans á stríðssvæðum. Þetta þýðir að í húsarústum er sært fólk innan um látið og engin hjálp berst vegna þess að ísraelski hermenn koma í veg fyrir að hjálparstarfsfólk geti unnið störf sín. Með þessu framferði sínu brýtur Ísraelsher ákvæði Genfarsáttmálans. Ljóst er að Ísrael fær aðra meðferð í alþjóðasamfélaginu en nokkurt annað ríki. Stuðningur Bandaríkjanna við Ísraels hefur hingað til verið algerlega skilyrðislaus og sektarkennd Evrópubúa vegna helfararinnar gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni virðist hafa komið í veg fyrir að þær þjóðir beiti sér gegn Ísraelsmönnum. Svo virðist þó vera að með innrásinni á Gaza nú hafi Ísraelsmenn náð ákveðnum endamörkum. Í gærkvöld bárust þær fréttir úr herbúðum Sameinuðu þjóðanna að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hefðu látið af andstöðu sinni við bindandi ályktun um Gaza og myndu í sameiningu vinna að ályktun þar sem hvatt yrði til vopnahlés þegar í stað. Vonandi munu í dag eða allra næstu daga berast fréttir af vopnahléi á Gaza. Það er þó aðeins fyrsta skrefið því eftir er að leysa deiluna endalausu fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem hundruð þúsunda Palestínumanna lifa, ekki bara í aflokuðum byggðum á Gaza og Vesturbakkanum, heldur einnig í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum án þess að eiga möguleika á menntun eða starfi til að afla sér viðurværis. Það er úrlausnarefni alþjóðasamfélagsins að leysa úr málefnum þessa hóps. Þangað til verður ástandið eldfimt fyrir botni Miðjarðarhafs.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun