Forsætisráðherra á að reyna til þrautar Skoðun Alþingis á Icesave-samningnum hefur verið afar mikilvæg. Hún hefur dregið upp skýrari mynd en fyrir var um þrjú atriði. Eitt þeirra auðveldar framgang málsins en önnur gera það snúnara. Fastir pennar 25. júlí 2009 06:00
Við björgum okkur sjálf Það voru mikilvæg söguleg tímamót þegar Alþingi samþykkti að fela ríkisstjórninni að leita eftir fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu. En hér er þó aðeins um áfanga að ræða og úrslit málsins enn alveg óráðin. Fastir pennar 24. júlí 2009 07:30
Ég vildi að það væri góðæri Ég græt stundum góðærið. Þótt það þyki ekki flott. Enda keppist fólk nú við að fordæma bruðlið og vitleysisganginn sem heltók okkur öll fyrir svo stuttu síðan. „Uss, ég keypti nú engan flatskjá," segir það, og þykist eitthvað betra en við hin. Auðvitað skammast ég mín fyrir flatskjáinn á eldhúsveggnum, ég fæst þó ekki til að viðurkenna að hann einn hafi sett samfélagið á hliðina. Bakþankar 24. júlí 2009 00:01
Lánin og Icesave Frumvarpið um ríkisábyrgð á Icesave-samningunum virðist ætla að verða stærri biti en ríkisstjórnin ræður við að gleypa. Fastir pennar 23. júlí 2009 07:00
Karamellu- sumar Fyrst eftir að blekkingin um góðærið varð lýðnum ljós var uppi sterkt ákall um alveg glænýtt Ísland. Þetta var frjótt tímabil, á yfirborðinu alla vega. Það var sjokk að sjá að allt það versta sem haldið hafði verið fram um ömurlegt ástand undirstaðanna var sannleikur þrátt fyrir að alls konar lið hefði haldið Bakþankar 23. júlí 2009 00:01
Sorglegur viðskilnaður Lýsingar lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu á starfsumhverfi sínu eru ekki gæfulegar. Lögregluliðið er of fámennt, tækjakosturinn ófullnægjandi og álagið er fyrir vikið að sliga mannskapinn. Fastir pennar 22. júlí 2009 05:45
Vörður Vörður og gamlar þjóðleiðir þykja mér afar áhugaverð fyrirbæri. Þá á ég við fornar vörður sem einfölduðu forfeðrum okkar för sína um veglaust og viðsjárvert landslag en ekki steinahrúgur sem ferðamenn reisa án nokkurrar ástæðu. Bakþankar 22. júlí 2009 00:01
Sjálfbært Ísland Þrátt fyrir góða menntun og að maðurinn telji sig fullkomnustu lífveru á jörðinni þá tekst okkur illa að þróa sjálfbæra lifnaðarhætti. Okkur tókst að brjóta niður fjárhagskerfi heimsins árið 2008 og sérstaklega vorum við Íslendingar duglegir við þá iðju enda tókum við rösklega til hendinni. Fastir pennar 21. júlí 2009 05:30
Nýtt skref á gömlum grunni Umræðurnar um Evrópusambandsaðildina voru merkilegar fyrir þá sök að lítið fór fyrir efnislegum röksemdafærslum með og á móti aðild. Þær snerust mest um hverjir ættu að taka ákvörðunina, hvenær og með hvaða hætti. Allt nauðsynleg og gild umræðuefni. Kjarna málsins hefði þó mátt gefa meiri gaum. Fastir pennar 18. júlí 2009 06:00
Ný hugsuní forystu Efnahagskrísan er birtingarmynd annars mun alvarlegri vanda, skorts á öflugum leiðtogum með heilbrigt gildismat og framtíðarsýn. Fastir pennar 18. júlí 2009 06:00
Fortíðin og framtíðin Það er athyglisvert að velta fyrir sér viðbrögðum þriggja hagsmunasamtaka við þeirri ákvörðun að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu. Bændasamtökin og Landssamband íslenskra útvegsmanna harma þessa niðurstöðu Alþingis á sama tíma og Alþýðusambandið fagnar henni eindregið. Fastir pennar 17. júlí 2009 06:00
Gömul myrkraverk Á leið minni til Austfjarða þótti mér við hæfi að taka með mér fróðleg rit um héraðið á borð við Austfirðingaþætti og byggðarsögur kaupstaðanna þar í kring. Ekki kann ég að rekja ættir mínar austur á firði og áttu því hvorki ég né aðrir fjölskyldumeðlimir fróðleiksrit um svæðið. Bakþankar 14. júlí 2009 00:01
Ekki svara! Ein af mörgum einkennilegum hliðum mannsins er spennufíknin, þörfin til að verða hræddur. Í árdaga uppfyllti dagleg tilvera þessa þrá, óttinn við að verða úti eða vera étinn, en nú á tímum þarf að sækja adrenalínið handvirkt. Bakþankar 13. júlí 2009 00:01
Enginn tími fyrir biðleiki Ýmsir þeir sömu og hafa kvartað hæst yfir aðgerðaleysi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur kvarta nú sáran yfir því að hún gangi of hratt til verks. Á það síðarnefnda bæði við um ríkisábyrgðina á Icesave-samningnum og aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Margt bendir til að afgreiðslu beggja mála ljúki innan viku á forsendum ríkisstjórnarinnar. Það er eindregið fagnaðarefni ef ríkisstjórnin kemur þessum tveimur stóru málum í höfn. Með þeirri niðurstöðu væri hún að senda skýr merki um að hún hafi þann innri styrk sem þarf til að stýra landinu. Umfram allt væri þetta þó merki um að veruleg hreyfing er fram undan við löngu tímabært uppbyggingarstarf á fjármálakerfinu. Fastir pennar 11. júlí 2009 08:00
Áfangi án samstöðu Nefndarálit stjórnarflokkanna í utanríkisnefnd um Evrópusambandsaðildina er áfangi á langri leið. Að sama skapi eru vonbrigði að ekki skuli hafa tekist breiðari samstaða um svo veigamikið mál. Það felur í sér áform um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu og lausn á framtíðarstefnu í peningamálum og snýst þar af leiðandi um kjarnann í íslenskri pólitík. Fastir pennar 11. júlí 2009 06:00
Kæru skuldunaut Ég fyrirgef ykkur alveg. Fyrirgef ykkur að hafa steypt mér, börnum og tilvonandi tengdabörnum og barnabörnum í skuldafen sem er svo djúpt að enginn kemst yfir nema fálkinn fljúgandi. Fyrirgef ykkur að hafa talið mér trú um að þið væruð rosalega flottir feðgar sem vilduð mér allt hið besta, svona eins og Guð og Jesús. Bakþankar 10. júlí 2009 00:01
Skoðanaskrif í Fréttablaðinu Einn hornsteina ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins er að Fréttablaðið hefur ekki skoðun. Hefur það verið yfirlýst stefna blaðsins allt frá stofnun vorið 2001. Fastir pennar 7. júlí 2009 06:00
Crocks ganga aftur Frekar myndi ég treysta honum Sigurjóni fyrir peningunum mínum en þér“ eitthvað á þessa leið hljómaði þýðing á frasa úr enskri tungu í sjónvarpsþætti um daginn. Ég skellihló yfir orðtakinu þar sem ég taldi það vísa til þess að einhver kynni svo illa með peninga að fara að betra væri að afhenda Sigurjóni Árnasyni , fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þá til varðveislu og ávöxtunar. Bakþankar 7. júlí 2009 00:01
Tíðindi úr tómarúminu Í ágúst árið 1988 fór ég á tónleika með Michael Jackson í Montpellier í Suður-Frakklandi. Ég fór með hollenskri vinkonu sem var vön að fara á stórtónleika og krafðist þess að við træðumst fremst. Það tók vissulega á að standa jafnlengi í sömu sporunum í sumarhitanum og þurfa síðan að afplána Bakþankar 6. júlí 2009 00:01
Stór biti í háls fyrir þjóðina Icesave-þrautirnar hvíla á þjóðinni. Ábyrgðin situr hins vegar á herðum þeirra sem sátu í bankastjórn og bankaráði gamla Landsbankans. Merkilegt er að opinber rannsókn skuli ekki enn hafa leitt í ljós hvort athafnir þeirra og eftir atvikum athafnaleysi varði við lög. Fastir pennar 4. júlí 2009 06:00