Karamellu- sumar Dr Gunni skrifar 23. júlí 2009 00:01 Fyrst eftir að blekkingin um góðærið varð lýðnum ljós var uppi sterkt ákall um alveg glænýtt Ísland. Þetta var frjótt tímabil, á yfirborðinu alla vega. Það var sjokk að sjá að allt það versta sem haldið hafði verið fram um ömurlegt ástand undirstaðanna var sannleikur þrátt fyrir að alls konar lið hefði haldið því blákalt fram að ekkert væri að. Framtíðin var óljós og óörugg, allt upp í loft, og það var bæði ógnvekjandi og spennandi. Gamla módelið var komið í klessu og alls konar gáfufólk var að pæla í nýjum ferskum möguleikum. Gamla fúla samtryggingin og spillingin átti sko aldrei að fá að vaða uppi á ný og sveitt gróðahyggja grillmeistaranna skyldi víkja fyrir samfélagslegri ábyrgð. Svo varð jákvæður vilji til uppbyggingar að reiðibylgju sem gaus upp eftir jól. Allt koðnaði þetta þó niður um leið og ný settleg ríkisstjórn tók við og ný stjórnarandstaða hóf gjammandi upp sitt innistæðulausa raus. Þá var sem búið væri að troða hugsunum fólks og væntingum í ný hólf. Við viljum hólf. Steingrímur og Jóhanna gátu séð um þetta hér eftir. Síðan hefur stemningin verið eins og allir séu sokknir í risapott af storknandi karamellu. Þar er engin hreyfing af því enginn kemst neitt. Það er endalaust tuðað um Icesave í algjöru andleysi og yfirþyrmandi húmorsleysi. Karamellan er svo seig að allar undankomuleiðir eru jafn vonlausar. Annað hvort borgum við ekki og verðum vinalaus úrhrök eða við borgum og skríðum mót framtíðinni með hræðilega skuldabagga og allt niðrum okkur eins og aumingjar. Og allt þetta bara af því að nokkrir bankabjánar ætluðu að græða svo rosalega. Hvar er sanngirnin? Arrggghhhh!!! Hvar sem tveir koma saman er byrjað að fjasa um þetta helvítis klúður. Ekki líður á löngu áður en allir eru orðnir brjálaðir í skapinu því þetta er svo yfirgengilega ósanngjarnt. Voru þetta ekki einkafyrirtæki? Hvernig í andskotanum geta nokkrir klúðrarar dregið heilt þjóðfélag á botninn en sloppið sjálfir? Voru þessir menn ekki á þessum rosalaunum af því þeir báru svo ægilega mikla ábyrgð? Af hverju eru þeir ekki ryksugaðir? Hvað varð um ábyrgðina? Svona umlykur karamellan samfélagið sumarið 2009. Og Icesave er bara toppur skuldaísjakans. Afsakið á meðan ég lem mig í hausinn með hamri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Fyrst eftir að blekkingin um góðærið varð lýðnum ljós var uppi sterkt ákall um alveg glænýtt Ísland. Þetta var frjótt tímabil, á yfirborðinu alla vega. Það var sjokk að sjá að allt það versta sem haldið hafði verið fram um ömurlegt ástand undirstaðanna var sannleikur þrátt fyrir að alls konar lið hefði haldið því blákalt fram að ekkert væri að. Framtíðin var óljós og óörugg, allt upp í loft, og það var bæði ógnvekjandi og spennandi. Gamla módelið var komið í klessu og alls konar gáfufólk var að pæla í nýjum ferskum möguleikum. Gamla fúla samtryggingin og spillingin átti sko aldrei að fá að vaða uppi á ný og sveitt gróðahyggja grillmeistaranna skyldi víkja fyrir samfélagslegri ábyrgð. Svo varð jákvæður vilji til uppbyggingar að reiðibylgju sem gaus upp eftir jól. Allt koðnaði þetta þó niður um leið og ný settleg ríkisstjórn tók við og ný stjórnarandstaða hóf gjammandi upp sitt innistæðulausa raus. Þá var sem búið væri að troða hugsunum fólks og væntingum í ný hólf. Við viljum hólf. Steingrímur og Jóhanna gátu séð um þetta hér eftir. Síðan hefur stemningin verið eins og allir séu sokknir í risapott af storknandi karamellu. Þar er engin hreyfing af því enginn kemst neitt. Það er endalaust tuðað um Icesave í algjöru andleysi og yfirþyrmandi húmorsleysi. Karamellan er svo seig að allar undankomuleiðir eru jafn vonlausar. Annað hvort borgum við ekki og verðum vinalaus úrhrök eða við borgum og skríðum mót framtíðinni með hræðilega skuldabagga og allt niðrum okkur eins og aumingjar. Og allt þetta bara af því að nokkrir bankabjánar ætluðu að græða svo rosalega. Hvar er sanngirnin? Arrggghhhh!!! Hvar sem tveir koma saman er byrjað að fjasa um þetta helvítis klúður. Ekki líður á löngu áður en allir eru orðnir brjálaðir í skapinu því þetta er svo yfirgengilega ósanngjarnt. Voru þetta ekki einkafyrirtæki? Hvernig í andskotanum geta nokkrir klúðrarar dregið heilt þjóðfélag á botninn en sloppið sjálfir? Voru þessir menn ekki á þessum rosalaunum af því þeir báru svo ægilega mikla ábyrgð? Af hverju eru þeir ekki ryksugaðir? Hvað varð um ábyrgðina? Svona umlykur karamellan samfélagið sumarið 2009. Og Icesave er bara toppur skuldaísjakans. Afsakið á meðan ég lem mig í hausinn með hamri.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun