Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Svik samábyrgðarinnar

Þegar Berlínarmúrinn var brotinn niður 1989 og veldi kommúnista hrundi eftir það til grunna um alla Austur-Evrópu og Sovétríkin, beið þjóðanna þar risavaxið verkefni. Þær þurftu að reisa frjálst samfélag á rústum

Fastir pennar
Fréttamynd

Víti stórlaxa og smásíla

Það var svolítið skondið að fylgjast með Kastljóssviðtali mánudagskvöldsins, þar sem rökrætt var hvort leyfa ætti opnun spilavítis á Hótel Nordica. Á tímabili vissi ég ekki hvor viðmælendanna hefði

Bakþankar
Fréttamynd

Vilja „frekjurnar“ bara ná völdum?

Ýmsir málaflokkar hafa yfir sér neikvæðan blæ og eru jafnréttismálin þar á meðal. Sjálft orðið „jafnrétti“ mun fá marga lesendur þessa leiðara til að fletta strax yfir á næstu opnu enda jafnréttismál „hundleiðinleg og ekki þeirra vandamál“ – en í því felst einmitt stór vandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afneitun

Eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrri heimsstyrjöldinni 1918 varð til „rýtingsstungugoðsögnin". Í henni fólst að stjórnmálamennirnir sem komust til valda eftir stríðið og neyddust til að skrifa undir stranga skilmála af hálfu hinnar sigruðu þjóðar hefðu brugðist þýsku þjóðinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kannski er ég þá strákur

Líkamar karls og konu byrja eins hjá fóstri og eru ekkert svo gersamlega frábrugðnir eftir allt saman. Þær endingargóðu staðhæfingar sem gilda enn um kynin verða því enn undarlegri þegar þessi staðreynd er rifjuð upp. Nú hef ég ætíð talið mig „kvenlega" konu ef einhver mögulegur mælikvarði er settur á slíkt. Það er að segja, ég er með sítt hár, mála mig og geng í pilsum. En ef ég kaupi tískublað fyrir konur eins og mig er það alltaf uppfullt af alls kyns rusli sem ég myndi aldrei bjóða neinum upp á að lesa. Gömul og gróin alþjóðleg tímarit eru enn að birta greinar sem fjalla um hvernig maður eigi að fullnægja karlmanni á allan hátt, hvers vegna karlmenn eigi erfitt með að bindast, hvers vegna karlmenn haldi framhjá og hvernig maður eigi að halda í karlmann þegar maður er nú einu sinni búinn að ná í hann.

Bakþankar
Fréttamynd

Móralskar armbeygjur

John Terry, landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, bættist nýverið í ört stækkandi hóp íþróttamanna sem virðast eiga í erfiðleikum með að halda brókunum uppi. „Pabbi ársins“, sem vefur Daddie-tómatsósunnar kaus hann einmitt á síðasta ári, virðist miðað við nýjustu tíðIndi hafa sýnt sömu fyrirhyggju og Tiger félagi hans og haft sveit hjákvenna til taks.

Bakþankar
Fréttamynd

Virði orðsporsins

Í nýliðnum mánuði skrifaði Risto Penttilä, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Finnlands (EVA) og þingmaður á Evrópuþinginu, lesendabréf í Financial Times sem beint var sérstaklega til okkar, Íslendinga. Skrifin eru í fullri vinsemd og byggja á reynslu Finna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnskipunarbreyting án umræðu

Háskólamenn hafa sett fram rökstuddar skoðanir um að embætti forseta Íslands hafi breyst úr ópólitísku sameiningartákni í pólitíska valdastöðu. Staðfestingarsynjun forsetans á icesave-lögunum og þátttaka hans í umræðum á alþjóðavettvangi er talin taka af allar efasemdir í því efni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Álitsgjafinn

Seðlabankastjóri Hollands, Nout Wellink, sagði í gær að íslensk stjórnvöld hefðu logið um ástand íslenska bankakerfisins skömmu fyrir fall þess. Vitnisburður Wellinks, sem féll frammi fyrir hollenskri rannsóknarnefnd, er athyglisvert innlegg í þá vinnu sem er í gangi hér á landi og miðar að því að varpa ljósi á aðdraganda falls bankanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenska umræðuhefðin

Á miðvikudag mætti Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í dægurmálaútvarp RÚV til að spjalla um breytingar á klukkunni. Tilefnið var að hópur vísindamanna hefur lagt til að klukkunni verði seinkað til samræmis við sólargang.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvorki frjáls né fullvalda

Þeir, sem hæst hafa talað gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, hafa frá öndverðu lagt mesta áherzlu á fullveldishlið málsins. Þrjú sjónarmið vaka fyrir þeim og vega misþungt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Auðvitað verður Íraksrannsókn

Enn er stuðningur Íslands við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak árið 2003 í brennidepli. Opinber rannsókn á málinu í Bretlandi vekur þá umræðu af nokkurra missera blundi. Virðast vinnubrögð breskra til fyrirmyndar; allt er gert fyrir opnum tjöldum og öllum sem skipta máli er gert að gera grein fyrir máli sínu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tónleikarnir

Sú virðist vera bjargföst sannfæring franskra kvikmyndagagnrýnenda, að kvikmyndir eigi að fjalla um ungt fólk, helst unglinga sem góna út í loftið, segja öðru hverju einsatkvæðisorð og hlæja þess á milli innsogshlátrinum; það sé í rauninni eina verðuga verkefni kvikmyndahöfunda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grunaður um karlrembu

Maður fær enga forgjöf lengur á Spáni fyrir það að vera Íslendingur. Það er einn af kostunum við nýja Ísland.

Bakþankar
Fréttamynd

Ástarblóm og elskhugar

Mér hefur alltaf þótt áhugavert og afhjúpandi að heyra hvaða gælunafn aðrir velja sínum betri helmingi. Vinkona mín ein kallar eiginmann sinn til dæmis ástarblóm.

Bakþankar
Fréttamynd

Summa lastanna

Í fjármálaráðuneytinu er að störfum starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni. Frumvarp byggt á vinnu hópsins verður að öllum líkindum lagt fyrir haustþingið. Meðal þess sem mun vera í skoðun er að lækka áfengiskaupaaldurinn um tvö ár og að heimila takmarkaðar áfengisauglýsingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Litla stúlkan með áskriftirnar

Á mánudagskvöldið sló sölukona á þráðinn til mín. „Halló!" sagði ég í tólið og hafði varla sleppt orðinu þegar synir mínir þurftu báðir á mér að halda. Það er segin saga að í hvert sinn sem ég fer í símann vilja þeir að ég finni bangsa, bíla eða pleymósjóræningjahandjárn.

Bakþankar
Fréttamynd

Opinberar yfirheyrslur

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson ræddi við Jeremy Paxman í fréttaskýringaþættinum Newsnight í breska ríkissjónvarpinu í byrjun janúar, var ekki annað að skilja á forsetanum en Íslendingar gætu kennt Bretum sitthvað um framgang lýðræðislegra stjórnarhátta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kögunarhóll

Fjármálaráðherra skaut því fram í vikunni að réttast væri að hafa þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunararlögin. Yfirlýsingin hefur ugglaust verið hugsuð sem gaffall á útgerðarmenn í þeirri refskák sem nú er tefld milli þeirra og ríkisstjórnarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alltaf í boltanum

Ég geysist inn á leikskóla á slaginu hálffimm núll þrjú, parkera barnavagninum beint fyrir útgönguleiðinni, velti fyrir mér fjölda afa og amma í forstofunni á meðan ég hraðsigli inn á deild og man skyndilega að í dag var afa- og ömmukaffi. Sem ég var náttúrulega búin að steingleyma.

Bakþankar
Fréttamynd

Fjölgar jafnt en ekki nógu þétt

Þessar vikur eru flokkar og stjórnmálasamtök að stilla upp listum sínum til sveitarstjóranrkosninga. Aðferðirnar eru mismunandi en einhver útfærsla prófkjörs eða forvals algengast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dýr og volgur

Þegar lög um bann við smásölu áfengis kl. 20 á kvöldin voru afnumin í Danmörku á einn stuðningsmaður breytinganna að hafa sagt: „Hvers vegna á hafa það bannað að selja áfengi einmitt á þeim tíma sem menn þurfa mest á því að halda?" Á Íslandi er þessu þveröfugt farið. Sama hvar menn standa í flokki, virðast allir sammála um að því torfundnara og dýrara sem áfengi er því betra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver eru skilaboðin?

Á dögunum bárust af því fregnir að ákæruvaldið hefði tekið sig til og kært níu mótmælendur sem ruddust inn á palla Alþingis. Fólkið hafði frammi háreysti og pústrar urðu. Þá var bitið í fingur og gott ef ekki eitt stykki herðablað. Sem sagt, átök urðu og í framhaldi var kært. Allt of algengt í miðbænum, en að þessu sinni var líkamsárás ekki kærð heldur það að ráðast að Alþingi „svo að því eða sjálfstæði þess sé hætta búin", líkt og segir í hegningarlögunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Að keyra land í kaf

Haítí á sér merka sögu. Landið var frönsk þrælanýlenda, ein ríkasta nýlenda Frakka, helzta djásn heimsveldisins, perla Karíbahafsins af sjónarhóli nýlenduherranna. Þrælarnir á Haítí sættu svo illri meðferð, að sum árin þurftu Frakkar að flytja 50.000 nýja þræla til Haítí í stað þeirra, sem höfðu látið lífið árið áður. Svo fór, að þrælarnir risu upp, innblásnir af frönsku stjórnarbyltingunni 1789, hröktu kúgarana af höndum sér og stofnuðu sjálfstætt ríki á eynni 1804. Bandaríkin voru þá eina sjálfstæða ríkið vestan hafs, en þau höfðu tekið sér sjálfstæði frá Bretum 1776. Bandaríkjamenn viðurkenndu þó ekki sjálfstæði Haítís fyrr en 1862, þegar suðurríkin höfðu sagt sig úr lögum við norðurríkin og borgarastyrjöldin, sem brauzt út 1861, hafði snúizt upp í stríð um þrælahald.

Fastir pennar
Fréttamynd

Traust býr til traust

Ein af eðlilegum afleiðingum hrunsins fyrir tæpum sextán mánuðum var að traustið þvarr. Nú skortir traust milli stjórnar og stjórnarandstöðu, skortir traust milli almennings og lykilstofnana þjóðfélagsins, skortir traust á atvinnulífið. Það skortir almennt traust milli manna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt fyrir almenning

Ég hef búið í höfuðstaðnum í bráðum 13 ár en ég er landsbyggðarpía að upplagi. Kom til borgarinnar til að mennta mig listum og ílengdist. Ég flutti með allt mitt hafurtask í skottinu á hvítri súbarúbifreið systur minnar eitt haustið og hóf borgarbúskapinn í kjallaraskonsu á Njálsgötunni, ásamt vinkonu.

Bakþankar
Fréttamynd

Gleymda skýrslan

Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að enn frestast um sinn útgáfa á niðurstöðum hennar á aðdraganda og orsökum falls bankanna og tengdra atburða.

Fastir pennar