Eftirlýst: Brýr, vegir og rigning! Bömmer með brúna yfir Múlakvísl. Bömmer fyrir fólk í ferðaþjónustu á svæðinu. Bömmer að ekki sé tæknilega mögulegt að byggja brú í beljandi jökulfljóti á tveimur dögum og að eina til tvær vikur taki að hanna og smíða yfir 100 metra langt mannvirki sem stendur af sér þungaflutninga jafnt sem jökulburð. Bakþankar 14. júlí 2011 06:00
Saga frá Keníu Fjórum sinnum hef ég komið til Keníu. Þegar ég kom þangað fyrst 1979, lék allt í lyndi á yfirborðinu. Efnahagur landsins hafði vænkazt til muna frá sjálfstæðistökunni 1963, langt umfram löndin í kring. Friður og ró ríktu um landið að loknum hörðum átökum og hryðjuverkum, sem mörkuðu sjálfstæðisbaráttuna við Breta. Undir yfirborðinu bærðust Fastir pennar 14. júlí 2011 06:00
Tímaskekkjur í skipulaginu Eftir annan brunann á sjö árum í endurvinnslustöð Hringrásar við Klettagarða hljóta borgaryfirvöld í Reykjavík að skoða vel hvort ástæða sé til að finna fyrirtækinu nýjan stað. Hringrás stundar mikilvæga starfsemi en hún á ekki heima ofan í íbúðahverfi. Í brunanum aðfaranótt þriðjudags átti það sama við og í brunanum 2004 (og raunar líka þegar kveikt var í dekkjahaug fyrirtækisins á Akureyri 2007) að hagstæð vindátt bjargaði því að ekki fór miklu verr. Baneitraðan reykinn frá brennandi dekkjum hefði getað lagt til norðurs yfir þétta íbúðabyggð, þar með talin dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, með tilheyrandi raski, heilsu- og eignatjóni. Fastir pennar 14. júlí 2011 06:00
Í túninu heima Undanfarnar tvær vikur hef ég fylgst með íslenskri æsku og hefur það fyllt mig síðbúnum áhyggjum. Bakþankar 13. júlí 2011 06:00
Ástæðulaus ótti Af orðum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir fund hennar með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, má ráða að Merkel hafi tekið vel í að Ísland fengi sérlausnir á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í aðildarsamningi við Evrópusambandið. Hún hafi þó ekki verið hrifin af hugmyndum Íslendinga um að viðhalda takmörkunum á fjárfestingum Fastir pennar 13. júlí 2011 06:00
Varnarlínur gegn skynsemi Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerfinu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað. Fastir pennar 12. júlí 2011 06:00
Ég fer í fríið - en til hvers? Þegar sumarfríið byrjar hljómar gleðitjáning og frelsissöngur: "Ég fer í fríið – ég fer í fríið.“ En til hvers og hvers konar frí? Ætlar þú að byggja sumarbústað, mála alla íbúðina og skoða líka Austfirðina? Bakþankar 12. júlí 2011 06:00
Stöðugleika beðið Óvissa um framtíðina setur víða mark sitt á þjóðfélagið. Fyrirtæki og fjárfestar halda að sér höndum og merki um að almenningur geri það líka. Leiðarahöfundur hitti nýverið mann í leit að leiguhúsnæði. Án þess að vera í nokkrum kröggum kvaðst maðurinn alls ekki fremur leita sér að húsnæði til eignar. Slíkt léti hann ekki koma sér í hug fyrr en við værum hér laus við verðtryggingu og komin í eðlilegt vaxtaumhverfi, líkt og þekktist í nágrannalöndunum. Stendur þá bara eftir spurningin um hversu lengi í viðbót hann muni þurfa að bíða. Fastir pennar 11. júlí 2011 09:00
„Látum þá alla svelgja okkur“ Andstæðingar þess að niðurstaða fáist í aðildarviðræður Íslands að ESB skiptast í þrennt. Í fyrsta flokknum eru þeir sem andstæðir eru viðskiptafrelsi og frjálsri samkeppni í viðskiptum almennt og yfirleitt en aðhyllast fremur áætlunarbúskap í einhverri mynd. Fastir pennar 11. júlí 2011 06:00
Stjörnuhrellir Því miður var ég að vinna alla þá daga sem Bon Jovi sólaði sig í Reykjavík en hefði ég verið stikkfrí er ég viss um að ég hefði náð að króa hann af á Laugaveginum og þvinga hann í myndatöku. Þegar Clint Eastwood dvaldi á landinu árið 2006 var ég einmitt í sumarfríi og fór eins oft og ég gat á hlaupabrettið í Laugum þar sem spurðist út að hann væri að æfa. Bakþankar 11. júlí 2011 06:00
Ekki tefja nýtt fangelsi Ófremdarástandið í fangelsismálum er að verða óbærilegt. Öll fangelsi landsins eru yfirfull og yfir 300 manns á boðunarlista Fangelsismálastofnunar, þ.e. búnir að fá fangelsisdóm en komast ekki í afplánun. Fastir pennar 9. júlí 2011 09:00
Öfugsnúin staða Sennilega hefur engin ríkisstjórn önnur en sú sem nú situr lagt úr vör með jafn sterkan meðbyr. Nú er hún heillum horfin. Fáir meðhaldsmenn verja hana. Takmarkaður stuðningur þeirra sem næst standa forystumönnum stjórnarflokkanna byggist ekki á skírskotun til árangurs heldur þeirri afsökun að ekki sé kostur á öðru. Fastir pennar 9. júlí 2011 08:30
Tilfinningarök Góður vinur minn á eldgamlan Land Rover, klassískan dýrgrip. Um árið varð hann aftur á móti vélarvana. Þetta olli vini mínum talsverðu hugarangri, það var rándýrt að skipta um vél og varla forsvaranlegt að eyða slíkum peningum í svona gamlan bíl. Á móti kom að hann fengi varla jafngóðan fararskjóta nema fyrir mun hærri upphæð. Með þetta var hann að bögglast heillengi uns hann bar vandræði sín undir eiginkonu annars vinar okkar. Hún var ekki lengi að leysa málið. „Láttu hann Pétur reikna þetta fyrir þig,“ sagði hún. „Hann er snillingur í að reikna út að það sé hagkvæmast að gera það sem hann langar mest til.“ Land Roverinn fékk umsvifalaust nýja vél og ekki örlar á eftirsjá hjá eigandanum. Bakþankar 9. júlí 2011 07:00
Múgurinn spurður Í þeim fræðum sem snúa að beinni þátttöku almennings í töku ákvarðana er stundum gerður greinarmunur á þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem stofnað er til að kröfu kjósenda, eða vegna þess að þeirra er krafist samkvæmt lögum, og svo þeim sem stjórnmálamennirnir sjálfir setja í gang. Á ensku kalla sumir fræðimenn þær fyrrnefndu „referendum“ en nefna þær síðarnefndu „plebiscite“. „Referendum“ er gjarnan þýtt sem þjóðaratkvæði. „Plebiscite“ mætti þýða sem „múgspurningu“. Fastir pennar 8. júlí 2011 07:30
Skref í átt að sæmilegri sátt Mikilvægt skref er stigið í átt til sáttar um hvar má virkja á landinu og hvar ekki með skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnisstjórnin skilaði af sér í fyrradag og hefur raðað í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum af alls 84 sem voru til umfjöllunar. Um afganginn skorti vísindaleg gögn, þannig að þeir virkjunarkostir verða metnir síðar. Fastir pennar 8. júlí 2011 07:15
Um gæsluvarðhald Oft er áhugavert fyrir fyrir ungan laganema að fylgjast með umræðu um lögfræðitengd málefni. Á undanförnum vikum hef ég tvisvar sinnum rætt um gæsluvarðhald við vini og vandamenn. Annars vegar um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í Vestmannaeyjum og hins vegar yfir 21 árs litháískri stúlku. Bakþankar 8. júlí 2011 07:00
Rökin fyrir fækkun þingmanna Ég tel, að hægt sé að fækka alþingismönnum. Fjöldi þeirra nú er 63 og er bundinn í stjórnarskrá. Þannig standa rösklega fimm þúsund manns að baki hverjum alþingismanni að meðaltali. Til samanburðar standa 27 þúsund manns að baki hverjum þingmanni í Finnlandi og Svíþjóð, 29 þúsund í Noregi og 31 þúsund í Danmörku. Eistar hafa 13 þúsund manns að baki hverjum þingmanni. Í eyríkinu Barbados í Karíbahafi, þar sem búa 300 þúsund manns í samlyndu og sólríku lýðræðisríki, eru 30 þingmenn, einn á hverja tíu þúsund íbúa. Fastir pennar 7. júlí 2011 09:30
Ógagnleg upphlaup Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á skyndifund í utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða ummæli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við upphaf formlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið í Brussel. Össur sagðist þar ekki telja að Ísland þyrfti undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta telur Sigmundur Davíð ekki samrýmast samningsviðmiðum um sjávarútvegsmál í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn Íslands. Fastir pennar 7. júlí 2011 07:30
Við kaupum ekkert hér! "Góða kvöldið, langar þig í 30 prósent ódýrara internet?“ spurði ungæðisleg karlmannsrödd eftir að hafa hringt dyrasímanum mínum um kvöld. "Nei, takk,“ sagði ég úrill og gerði mig líklega til að leggja á. Þá bætti hann hraðmæltur við "en síma, en 30 prósent ódýrari síma!?“ Ég neitaði því einnig. Lamdi dyrasímann aftur á sinn stað, strunsaði inn í barnaherbergið og reyndi að koma böndum á þá upplausn sem hringing dyrabjöllunnar hafði skapað í miðri vögguvísu. Klukkan var að ganga tíu, grislingarnir þurftu í sæng og ég hafði engan tíma til að hlusta á söluræður. Ég heyrði dyrabjölluna klingja uppi hjá nágranna mínum. Bakþankar 7. júlí 2011 07:15
Ber að neðan Mér barst fyrirspurn um umfjöllun um líkamshárvöxt karla og kvenna. Í dag virðist hárleysi hins vegar vera hinn nýi staðall. Taminn hárvöxtur er tískubóla sem hefur líklega ekki farið framhjá neinum, sérstaklega ekki sundlaugargestum sem súpa hveljur yfir hárleysi annarra baðgesta. Fastir pennar 6. júlí 2011 20:00
„Mjög sláandi“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkistjórnin væri tæplega hálfnuð með áform sín um að fækka ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent. Þegar hefur þeim fækkað um 30, sem samsvarar um 15 prósentum, en ríkisstofnanirnar voru 200. Fyrir lok næsta árs á að vera búið að fækka þeim um 30-50 í viðbót. Fastir pennar 6. júlí 2011 08:00
Góð einkunn ekki málið Bresku kaupkonunni Jenny Paton varð um þegar hún veitti eftirtekt manni sem gægðist inn um stofuglugga heimilis hennar í Dorset þar sem hún sat og púslaði með dætrum sínum. Hana fór að gruna að ekki væri allt með felldu nokkrum dögum síðar þegar ókunnugur bíll veitti henni eftirför er hún ók dætrunum í skólann. Það sem Jenny vissi ekki var að yfirvöld njósnuðu um hana í skjóli hryðjuverkalaga. Hver meintur glæpur Jennyar var hefði hún aldrei getað gert sér í hugarlund. Bakþankar 6. júlí 2011 07:30
Tæknileg fitubrennsla Hrukkur eru gullnáma lýtalækna en í samfélagi bótoxins og silíkonbrjóstanna hér á frönsku Ríveríunni eru sömuleiðis næg verkefni í fitubrennslu. Rétt fyrir sumarfrí bjóða kvennablöðin að vanda ýmsar aðferðir til þess að missa 3-5 kíló áður en halda skal á ströndina og nú boða sérfræðingar byltingu í fitubrennslu. Fastir pennar 5. júlí 2011 21:00
Vídeóleigulýðræðið Að horfa á myndband er góð skemmtun. Um þau einföldu sannindi ætti enginn að velkjast í vafa. Að velja myndbandið getur hins vegar verið þrautin þyngri. Bakþankar 5. júlí 2011 11:00
Það sem við vitum ekki Í kvikmyndum sem gerðar voru um og eftir síðari heimstyrjöld var nánast regla að aðalleikararnir væru annað hvort með sígarettu í hægri hendi milli vísifingurs og löngutangar, eða í munnvikinu. Þetta var hluti af kúlinu. Reykingar breiddust hratt út hér á landi eins og annars staðar, sumir reyktu út af tóbaksnautn, en aðrir út af því hvað það var heimsborgaralegt að halda á sígarettu. Að vanda var nafnið á þessu fyrirbæri íslenskað og kallað vindlingur, en það orð festi ekki rætur hjá almenningi. Hitt var smartara. Mér er minnisstætt þegar glæsileg frænka mín sat heima í stofu með sígarettu í hendi og litla systir mín horfði hrifin á og spurði hvort hún mætti prófa að halda svona á sígarettunni. Frænka taldi það nú ekki við hæfi, og þá sagði systir mín í ákveðin: Ég ætla sko að reykja þegar ég er orðin stór!“ Það gerði hún reyndar ekki, en þetta rifjar upp hvað reykingastellingin er elegant og kvenleg þegar best lætur. Fastir pennar 5. júlí 2011 09:00
Hagsmunir fórnarlambanna Tillaga Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, um að skoðað verði hvort ástæða sé til að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verði látin sjá um að rannsaka alvarleg kynferðisbrot um allt land, hefur vakið hörð viðbrögð hjá lögreglumönnum víða á landsbyggðinni. Fastir pennar 5. júlí 2011 07:00
Uppáhaldssynir og olnbogabörn Fjölmiðlar ræddu við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, af tveimur ólíkum tilefnum fyrir helgi. Annars vegar ræddi Pressan við hann vegna árlegs golfmóts knattspyrnumannsins Hermanns Hreiðarssonar. "Það er gaman að sjá menn sem eru mótaðir af samfélaginu í Eyjum koma og gefa til baka,“ sagði bæjarstjórinn stoltur. "Hermann er einn af okkar uppáhaldssonum.“ Fastir pennar 4. júlí 2011 09:30
Íþróttasjálfurinn Gamlar færslur af netsíðu halda áfram að elta persónuna sem kallar sig Gillzenegger. Þær hafa dúkkað upp á ný og hneykslað fólk. Hjálmar Sveinsson hefur til dæmis krafist afsökunarbeiðni frá Símanum fyrir að hafa slíkan mann sem andlit – eða kannski öllu heldur brjóstkassa – starfsemi sinnar. Síðast þegar ég gáði voru áttatíu og eitthvað athugasemdir við grein Hjálmars á netinu, flestar á þá leið að hann væri vinstrisinnaður leiðindapúki og ætti því ekki erindi upp á dekk. Fastir pennar 4. júlí 2011 08:00
Álfasumarið mikla Þegar ég var blaðamaður á Tímanum var ég eitt sinn send í Hafnarfjörðinn þar sem því var fagnað að komið væri út kort yfir álfana í bænum. Hver einasti fjölmiðill sunnan heiða virtist hafa sent fulltrúa sinn og því var þarna samankomin nokkur hersing. Við vorum leidd inn í rútu og svo var farið í ökuferð um Hafnarfjörð. Fremst stóð sjáandinn, sem fenginn hafði verið til að útbúa kortið, með hljóðnema í hönd og sagði setningar á borð við: „Hér til hægri er álfafjölskylda sem veifar okkur“ og „Lítið síðan til vinstri. Í þessu hrauni býr gamall álfur einn síns liðs“. Bakþankar 4. júlí 2011 08:00
Við erum Danmörk Mér líður hræðilega — eins og ég hafi engu áorkað. 27 ár til spillis og ég gat engu um það ráðið, enda er ég ekkert góður í fótbolta. Ég reyndi samt. Fimm æfingar á barnsaldri gerðu lítið en samt finnst mér eins og ég hefði átt að gera eitthvað. Ég hefði mögulega einhverju breytt ef ég hefði lært sjúkranudd, jafnvel þjálfun. Þá hefði ég getað komið í veg fyrir mestu niðurlægingu lífs míns; þegar Færeyingar komust upp fyrir Íslendinga á heimslista alþjóðaknattspyrnusambandsins í vikunni. Bakþankar 2. júlí 2011 11:00
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun