Tilfinningarök Davíð Þór Jónsson skrifar 9. júlí 2011 07:00 Góður vinur minn á eldgamlan Land Rover, klassískan dýrgrip. Um árið varð hann aftur á móti vélarvana. Þetta olli vini mínum talsverðu hugarangri, það var rándýrt að skipta um vél og varla forsvaranlegt að eyða slíkum peningum í svona gamlan bíl. Á móti kom að hann fengi varla jafngóðan fararskjóta nema fyrir mun hærri upphæð. Með þetta var hann að bögglast heillengi uns hann bar vandræði sín undir eiginkonu annars vinar okkar. Hún var ekki lengi að leysa málið. „Láttu hann Pétur reikna þetta fyrir þig,“ sagði hún. „Hann er snillingur í að reikna út að það sé hagkvæmast að gera það sem hann langar mest til.“ Land Roverinn fékk umsvifalaust nýja vél og ekki örlar á eftirsjá hjá eigandanum. Við mennirnir teljum okkur gjarnan vera skynsemisverur. En þegar upp er staðið kemur einatt í ljós að skynsemin má sín lítils gagnvart tilfinningunum. Ef við lítum til baka sjáum við flest að hvað eftir annað höfum við tekið ákvarðanir byggðar á tilfinningum en ekki skynsemi. Við metum það nefnilega oftast sem svo að það sé skynsamlegt að taka mark á tilfinningunum. Samt heyrist oft talað á niðrandi hátt um tilfinningarök, eins og þau séu ógild eða a.m.k. ekki fullgild og megi sín lítils gagnvart svokölluðum skynsemisrökum. Náttúruverndarsinnar eru meðal þeirra sem legið hafa undir ámæli fyrir að beita tilfinningarökum. Við því hafa þeir brugðist með því að reyna að sýna fram á að málstaður þeirra sé skynsamlegur óháð tilfinningum, náttúruvernd sé hagkvæm. Andstæðingar þeirra nota að eigin mati ísköld skynsemisrök. Hjá þeim eru atvinnuuppbygging og efnahagur sett á oddinn en ekki kjánalegar tilfinningar. En af hverju setja þeir þetta á oddinn? Er það ekki til að viðhalda byggð í plássinu sem þeir bera svo miklar tilfinningar til? Hvaða skynsemi er í því að borga stórfé og fórna náttúruperlum til að í hverjum firði geti verið þorp fyrir nokkur hundruð hræður að draga fram lífið? „Landið allt í byggð“ var einhvern tímann mikilvægt slagorð. En af hverju? Er það skynsamlegt eða hefur það fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir okkur? Mig langar ekki að gera lítið úr mannlegri skynsemi. Ég er ekki frá því að hún reynist oft vel. En stundum fæ ég það á tilfinninguna að mikilvægasta hlutverk hennar sé þó að vera dulbúningur fyrir tilfinningarnar gagnvart vélrænni rökhyggju okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Góður vinur minn á eldgamlan Land Rover, klassískan dýrgrip. Um árið varð hann aftur á móti vélarvana. Þetta olli vini mínum talsverðu hugarangri, það var rándýrt að skipta um vél og varla forsvaranlegt að eyða slíkum peningum í svona gamlan bíl. Á móti kom að hann fengi varla jafngóðan fararskjóta nema fyrir mun hærri upphæð. Með þetta var hann að bögglast heillengi uns hann bar vandræði sín undir eiginkonu annars vinar okkar. Hún var ekki lengi að leysa málið. „Láttu hann Pétur reikna þetta fyrir þig,“ sagði hún. „Hann er snillingur í að reikna út að það sé hagkvæmast að gera það sem hann langar mest til.“ Land Roverinn fékk umsvifalaust nýja vél og ekki örlar á eftirsjá hjá eigandanum. Við mennirnir teljum okkur gjarnan vera skynsemisverur. En þegar upp er staðið kemur einatt í ljós að skynsemin má sín lítils gagnvart tilfinningunum. Ef við lítum til baka sjáum við flest að hvað eftir annað höfum við tekið ákvarðanir byggðar á tilfinningum en ekki skynsemi. Við metum það nefnilega oftast sem svo að það sé skynsamlegt að taka mark á tilfinningunum. Samt heyrist oft talað á niðrandi hátt um tilfinningarök, eins og þau séu ógild eða a.m.k. ekki fullgild og megi sín lítils gagnvart svokölluðum skynsemisrökum. Náttúruverndarsinnar eru meðal þeirra sem legið hafa undir ámæli fyrir að beita tilfinningarökum. Við því hafa þeir brugðist með því að reyna að sýna fram á að málstaður þeirra sé skynsamlegur óháð tilfinningum, náttúruvernd sé hagkvæm. Andstæðingar þeirra nota að eigin mati ísköld skynsemisrök. Hjá þeim eru atvinnuuppbygging og efnahagur sett á oddinn en ekki kjánalegar tilfinningar. En af hverju setja þeir þetta á oddinn? Er það ekki til að viðhalda byggð í plássinu sem þeir bera svo miklar tilfinningar til? Hvaða skynsemi er í því að borga stórfé og fórna náttúruperlum til að í hverjum firði geti verið þorp fyrir nokkur hundruð hræður að draga fram lífið? „Landið allt í byggð“ var einhvern tímann mikilvægt slagorð. En af hverju? Er það skynsamlegt eða hefur það fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir okkur? Mig langar ekki að gera lítið úr mannlegri skynsemi. Ég er ekki frá því að hún reynist oft vel. En stundum fæ ég það á tilfinninguna að mikilvægasta hlutverk hennar sé þó að vera dulbúningur fyrir tilfinningarnar gagnvart vélrænni rökhyggju okkar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun