Dagbók frá Eþíópíu Um fjögurleytið hélt ég að það myndi líða yfir mig af hungri. Klukkan átta um kvöldið var mér óglatt, klukkan tíu var ég orðin slöpp. Ég var stödd í norðurhluta Eþíópíu og hafði ekki borðað síðan eldsnemma um morguninn. Ekki af því að nægan mat væri ekki að finna þarna, heldur vegna þess að ég var sauður sem hafði skipulega tekist að missa af opnum veitingastöðum og verslunum. Þetta var lúxusvandamál. Bakþankar 28. júlí 2011 07:15
Heildarstefnumótun nauðsynleg Sífellt fleiri þolendur kynferðisbrota hafa hugrekki til að stíga fram og greina frá þeim brotum sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta á ekki síst við fólk sem orðið hefur fyrir brotum innan vébanda skóla, trúfélaga og ýmissa félagasamtaka. Fastir pennar 27. júlí 2011 10:00
Ástarleikur allra tíma Í íþróttaleikjum er hægt að krýna menn sigurvegara einungis fyrir það að standa best að vígi á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Þannig er það óumdeilt að það lið sem hefur skorað fleiri mörk í fótbolta að 90 mínútum liðnum er sigurvegari. En í lífinu sjálfu gengur þetta ekki eins vel því tíminn stoppar aldrei sama hvaða dómari blæs í flautuna. Menn geta því gengið til náða sem hetjur en vaknað sem skúrkar eða dáið halloka en síðan verið minnst í sögunni sem sigurboga andans. Bakþankar 27. júlí 2011 07:15
Aldrei aftur Útey Hvað gera unglingar og ungt fólk í sumarbúðum um mitt sumar? Tala saman, hlæja, ræða málin, njóta lífsins. Og svo er þetta tími upplifana, hrifningar og að verða ástfanginn. Bakþankar 26. júlí 2011 07:30
Ágæt áskorun frá Evrópu Lestrarkunnátta íslenskra nemenda í fjórða bekk er undir meðaltali í Evrópusambandinu. Einnig glíma að meðaltali fleiri íslenskir nemendur við alvarleg lestrarvandamál en annars staðar í álfunni. Þetta kemur fram í skýrslu um lestrarkennslu í Evrópu sem gerð var á vegum Eurydice, upplýsinganets á vegum Evrópusambandsins um menntamál í Evrópu og birtist fyrir skömmu. Fastir pennar 26. júlí 2011 07:00
Með kærleika gegn hatri Sorgin yfir fórnarlömbum hryðjuverkanna í Noregi lamar norsku þjóðina. Nágrannaþjóðirnar kenna hennar einnig sárt. Ef farið er út meðal fólks eða rennt yfir þanka íslenskra netverja sést glöggt hversu ofarlega voðaverkin eru í hugum fólks. Við höfum verið á það minnt hversu mikið ógnarafl getur falist í hatri. Ummælin sem lögmaður hryðjuverkamannsins hefur eftir honum um að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg eru lýsandi fyrir það hvert blint hatur getur leitt huga fólks. Fastir pennar 25. júlí 2011 11:00
„Við“ og „hinir“ Við erum auðvitað misjafnlega félagslynd en okkur er það samt flestum eiginlegt að vilja lifa í samfélagi við aðra menn; við höfum þörf fyrir félagsskap, samkennd, samvinnu – og speglun. Fastir pennar 25. júlí 2011 11:00
Opið samfélag og óvinir þess Voðaverkin sem framin voru í Noregi á föstudag munu sitja lengi í manni. Í það minnsta hefur sá sem hér skrifar vart getað leitt hugann að öðru þessa helgina. Hátt í hundrað eru látnir, mikið til börn og unglingar, því árásarmaðurinn vildi senda út pólitísk skilaboð. Hryllilegt en nauðsynlegt, skrifaði hann stuttu fyrir hina þaulskipulögðu árás. Að hugsa sér að þankagangur manneskju geti farið jafn rækilega út af sporinu og valdið eyðileggingu sem þessari. Bakþankar 25. júlí 2011 10:34
Ný heimsmynd á Norðurlöndum Hryðjuverkin sem framin voru í og fyrir utan Ósló í gær hafa varanlega áhrif á heimsmynd okkar Norðurlandabúa. Stórsprenging í miðborginni kostaði að minnsta kosti sjö mannslíf og í kjölfarið var gerð skotárás sem grandaði að minnsta kosti tíu manns. Víst er að tala fallinna eftir árásirnar tvær á eftir að hækka því talsvert margir eru slasaðir og ófundnir eftir ódæðisverkin. Fastir pennar 23. júlí 2011 06:00
Einkaframkvæmdarstefnan Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur í sumar sætt gagnrýni margra fyrir að stöðva vegaframkvæmdir og nýja fangelsisbyggingu. Ágreiningslaust er að framkvæmdirnar eru brýnar og ríkissjóður er tómur. Fordómar ráðherrans gagnvart því sem kallað er einkaframkvæmd eru sagðir ráða því að allt situr fast. Fastir pennar 23. júlí 2011 06:00
Varðandi álfa Í einni af skáldsögum Terrys Pratchett segir frá norn sem fer í húsvitjun til blikksmiðsins í þorpinu til að komast að því af hverju börnin hans veikjast. Með í för er ung stúlka, lærlingur hennar í nornalist. Eftir að hafa skoðað börnin og kynnt sér staðhætti segir nornin blikksmiðnum að börnin séu veik af því að púkar hafi lagt bölvun á brunninn hans, hann verði að grafa nýjan uppi í brekkunni hinum megin við bæjarhúsið. Bakþankar 23. júlí 2011 06:00
Brotalamir sem verður að laga Margir Vesturlandabúar trúa því að straumur flóttamanna þangað sé svo gríðarlegur að þeim stafi mikil ógn af því. Líklega telja margir að alla innflytjendur sé hægt að setja undir sama hatt, óháð aðstæðum þeirra. Hið rétta er að um áttatíu prósent flóttamanna heimsins eru í þróunarríkjum og þar er vandinn raunverulega mikill. Þau lönd eru ekki eins vel í stakk búin til að taka á móti fólki og veita því sómasamlegt líf á nýjum stað. Á Vesturlöndum, hvað sem öllum þrengingum líður, ætti að vera hægt að veita fleiri flóttamönnum tækifæri til betra lífs en nú er gert. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur beinlínis óskað eftir því við iðnríkin að þau taki á þessu ójafnvægi og þessum vanda. Fastir pennar 22. júlí 2011 06:00
Ferðast fram og til baka Samgöngur eru merkilegt fyrirbæri. Seint um kvöld um miðja síðustu viku var mér skutlað út á Keflavíkurflugvöll á bíl sem gekk fyrir óhóflega dýru eldsneyti. Eftir að ég hafði tékkað inn, farið í gegnum öryggisskoðunina og ráfað stefnulaust um flugstöðina var haldið í flugvélina. Planið var að sofa alla leiðina til Kaupmannahafnar en sætisfélaginn var ekki á sömu skoðun. Bakþankar 22. júlí 2011 06:00
Ég man þig, mun þú mig Það er svolítið skrýtið með minningar manns stundum. Ég tel mig hafa nokkuð gott minni, bæði skammtíma- og langtímaminni, en stundum hef ég komist að því að það sem ég man á lítið skylt við raunveruleikann. Bakþankar 21. júlí 2011 09:30
Gengið gegn lífseigum fordómum Það virðist lífseigt viðhorf að þolandi kynbundins ofbeldis hafi með einhverjum hætti kallað sjálf(ur) yfir sig glæpinn og sé þannig í raun meðsek(ur) um hann. Jafnvel er þolandi kynferðisbrots í umræðu talinn hreinlega ábyrg(ur) fyrir brotinu vegna þess hvar hún var, hvenær, í hvaða ástandi og í hvaða fötum. Fastir pennar 21. júlí 2011 07:00
Hægt að bjarga lífi barns Neyðin vegna þurrkanna í Austur-Afríku, þeirra mestu í áratugi, er gríðarleg. Milljónir manna, og stór hluti þeirra börn sem eru vannærð fyrir, líða þar hungur sem mun leiða til dauða ef ekkert verður að gert. Fastir pennar 20. júlí 2011 06:00
Rannsóknina þarf að rannsaka Skuggi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur legið yfir í nærfellt fjóra áratugi. Þótt nærvera þess hafi ekki alltaf verið jafnsterk er þetta mál sem ekki hefur gleymst og ekki getur gleymst vegna þeirrar furðulegu og ömurlegu atburðarásar sem átti sér stað frá því að mönnum datt í hug að tengja saman tvö mannshvörf og búa til úr þeim eitt reyfarakennt glæpamál þar sem nokkur ungmenni sem að sönnu áttu sitt líf á jaðri samfélagsins voru gerð að aðalpersónum. Fastir pennar 19. júlí 2011 11:00
Landsbyggðin og Reykjavíkurvaldið Meðvitað eða ómeðvitað virðast býsna margir í höfuðborg landsins líta á landsbyggðarfólk eins og óðalsbændur litu á leiguliða sína. Endilega rækta landið, framleiða matvæli, taka vel á móti þéttbýlisaðlinum þegar hann er að sporta sig um landið í sumarfríinu, sem og laxveiðimönnum og hreindýraskyttum. Gott ef menn geta komið sér upp smáfyrirtækjum til að komast af. Krúttlegt að versla þar þegar drepið er niður fæti í plássinu í nokkra klukkutíma. Ekki má gleyma að baða sig dálítið í utanaðlærðri ást á ósnortinni náttúru. Fastir pennar 19. júlí 2011 11:00
Krumpaður löber á veisluborði Það vakti nokkra athygli þegar fregnir bárust af því að mögulega þyrfti að grípa til nýrrar gjaldtöku eða að hækka þau gjöld sem fyrir eru til að standa undir vegakerfi landsins. Í ljós hefur komið að í fyrsta skipti í háa herrans tíð stóðu gjöld af bílum og olíu undir vegaframkvæmdum. Og ástæðan kemur ekki til af góðu; skorið hefur verið ótæpilega niður í vegaframkvæmdum. Bakþankar 19. júlí 2011 06:00
Berndskir leikhústöfrar Ekki man ég eftir því að söfn hafi verið jafnskemmtileg þegar ég var krakki og þau eru nú. Það mátti ekkert snerta og síst af öllu leika sér með neitt. Þótt vissulega sé enn ætlast til þess að safngestir virði sýningarmuni má til dæmis bregða sér í búninga og handleika sverð á Minjasafninu á Akureyri og á Smámunasafninu í Eyjafirði er sérstakt dótahorn fyrir krakka sem sýna uppröðun blýantsstubba takmarkaðan áhuga. Eitt nýjasta safnið hér á landi eru Brúðuheimar í Borgarnesi sem þýski brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik stendur á bak við og þar er eins gott að hafa tímann fyrir sér, enda nóg að sjá. Bakþankar 18. júlí 2011 11:00
Útilegumaður deyr Andlát Sævars Ciesielski táknar ekki endalok Geirfinns- og Guðmundarmála. Málinu lauk ekki þegar Sævar og nokkur önnur ungmenni játuðu á sig sakir – alls konar sakir, allar þær sakir sem þeim var gert að játa og meira til svo að úr varð ein allsherjar játningaflækja sem þýskur lögreglumaður á eftirlaunum var látinn greiða úr. Málinu lauk ekki heldur þegar þau voru dæmd og því lauk ekki þegar þau voru búin að afplána dóminn: þessu máli lýkur ekki fyrr en það verður tekið upp á ný af réttbærum yfirvöldum og það leitt til lykta á þann hátt að íslenskt samfélag geti horfst í augu við sjálft sig og sagt, áminnt um sannsögli, að þessir tilteknu þegnar þess hafi loksins fengið réttláta málsmeðferð. Fastir pennar 18. júlí 2011 11:00
Nördarnir eru framtíðin Formenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, þeir Vilmundur Jósefsson og Helgi Magnússon, ásamt Jürgen Thumann, formanni Businesseurope, samtaka atvinnulífsins í Evrópu, skrifuðu grein hér í blaðið í fyrradag þar sem þeir vöktu athygli á skorti á tæknimenntuðu fólki á evrópskum vinnumarkaði. Þeir vitna til nýrrar könnunar á vegum Businesseurope, þar sem fram kemur að skortur á fólki með tækni- og vísindaþekkingu geti orðið einn helzti dragbíturinn á hagvöxt og framfarir í álfunni á komandi árum. Fastir pennar 16. júlí 2011 06:00
Vörnin Finnskum bændum hefur fækkað eftir aðild að ESB. Á sama tíma hefur íslenskum bændum fækkað í sömu hlutföllum. Þessi þróun er fyrst og fremst vísbending um að í báðum löndum hefur orðið óhjákvæmileg framleiðniaukning. Fastir pennar 16. júlí 2011 06:00
Vandinn við ofuraðgát Einstaklingi sem það vill er í lófa lagið að loka sig inni á heimili sínu og hætta sér ekki út. Hann getur bólstrað oddhvöss horn, fjarlægt brothætt gler af heimilinu og almennt hagað lífi sínu þannig að ekkert nema reiði guðs geti hent hann. Það kostar peninga en ekki mjög mikla. Bakþankar 16. júlí 2011 00:01
Bjarta gullið Um daginn var ég með dóttur minni í göngutúr í miðbænum þegar við gengum fram á fallegan drykkjarfont. Hann var í laginu eins og grjóthnullungur og efst úr honum gusaðist smáspræna sem fór niður í skál í bergið og lak þaðan niður með steininum og niður á stétt sem drakk vatnið í sig. Þar sem dóttir mín fékk sér sopa vakti hún óskipta athygli erlendra ferðalanga sem horfðu á barnið og vatnið og töluðu saman í lágum hljóðum og kinkuðu kolli. Bakþankar 15. júlí 2011 06:00
Múgurinn spurður II Ögmundur vill hafa flugvöll í Vatnsmýrinni. Hann má þó eiga það að þrátt fyrir þessa afstöðu þá hefur hann gefið hina misráðnu hugmynd um samgöngumiðstöð upp á bátinn. Fastir pennar 15. júlí 2011 06:00
Sektum sóðana Samkvæmt nýjum lögum, sem tóku gildi í Svíþjóð fyrir nokkrum dögum, má lögreglan sekta fólk á staðnum fyrir að fleygja rusli. Sá sem fleygir til dæmis bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði má gera ráð fyrir að punga út 800 sænskum krónum, hátt í fimmtán þúsund íslenzkum, þar og þá. Fastir pennar 15. júlí 2011 06:00