Rannsóknina þarf að rannsaka Steinunn Stefánsdóttir skrifar 19. júlí 2011 11:00 Skuggi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur legið yfir í nærfellt fjóra áratugi. Þótt nærvera þess hafi ekki alltaf verið jafnsterk er þetta mál sem ekki hefur gleymst og ekki getur gleymst vegna þeirrar furðulegu og ömurlegu atburðarásar sem átti sér stað frá því að mönnum datt í hug að tengja saman tvö mannshvörf og búa til úr þeim eitt reyfarakennt glæpamál þar sem nokkur ungmenni sem að sönnu áttu sitt líf á jaðri samfélagsins voru gerð að aðalpersónum. Nú þegar ein þessara aðalpersóna, Sævar Ciesielski, er gengin er eðlilegt að málið leiti enn og aftur á. Innanríkisráðherra hefur verið hvattur til að beita sér fyrir endurupptöku málsins en Hæstiréttur hefur í tvígang hafnað því að taka málið upp að nýju. Ljóst er að ráðherra hefur ekki heimild til þess að skipa fyrir um endurupptöku máls fyrir Hæstarétti. Á það bendir Sigurður Líndal í frétt hér í blaðinu í dag. Ráðherra getur þó beint því til Hæstaréttar að hann taki málið upp. Þeirri hugmynd hefur einnig verið varpað fram að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem færi yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Vald innanríkisráðherra til að skipa slíka nefnd er óskorað. Fáum blandast hugur um nauðsyn þess að kafa í öll þau gögn sem til eru um Guðmundar- og Geirfinnsmálið með það að markmiði að reyna að varpa sem skýrustu ljósi á þá atburði sem áttu sér stað frá því að farið var að rannsaka mannshvörfin tvö þar til dæmt var í málinu. Það ferli hlýtur að vera vel fært í skjöl þótt ýmislegt sem átti sér stað innan veggja fangelsisins í samskiptum við hina ákærðu sé óskráð. Atburðirnir sjálfir, mannshvörfin tvö, verða hins vegar ólíklega skýrð úr þessu. Guðmundar- og Geirfinnsmálið hvílir eins og mara á íslenskum borgurum sem ekki tengjast málum á nokkurn hátt. Ástæðan er sú að meðferð málsins veikti trú manna og traust á réttlátri málsmeðferð innan lögreglu og dómskerfis. Málið hvílir enn þyngra á þeim sem málinu tengjast, þeim sem voru þar sakborningar, fjölskyldum þeirra og vinum. Hjá þessum hópi, sem er stór, bætist við reiði og hryggð yfir því sem ástvinir þeirra máttu reyna í tengslum við málið. Sömuleiðis hlýtur meðferð málsins að hafa hvílt þungt á aðstandendum mannanna sem hurfu. Guðmundar- og Geirfinnsmálið hefur opinberlega verið látið liggja kyrrt í áratugi. Það hefur þó alls ekki legið kyrrt í raun því undir liggur alltaf nagandi óvissa, eða öllu heldur vissa um að illa hafi verið staðið að málum og ungmennin hafi verið dæmd á harla veikum og ólíklegum forsendum. Tímanum verður ekki snúið við og lífi þeirra sem ákærðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu ekki breytt. Hitt er annað að gagnger rannsókn á málsatvikum öllum verður að eiga sér stað og er skipun rannsóknarnefndar augljóst fyrsta skref í þá átt. Á niðurstöðu slíkrar nefndar yrði svo að byggja framhaldið. Vissulega hefði verið farsælla að slík nefnd hefði tekið til starfa miklu fyrr en úr því sem komið er má segja að fráfall Sævars Ciesielski séu tímamót sem ber að nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skuggi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur legið yfir í nærfellt fjóra áratugi. Þótt nærvera þess hafi ekki alltaf verið jafnsterk er þetta mál sem ekki hefur gleymst og ekki getur gleymst vegna þeirrar furðulegu og ömurlegu atburðarásar sem átti sér stað frá því að mönnum datt í hug að tengja saman tvö mannshvörf og búa til úr þeim eitt reyfarakennt glæpamál þar sem nokkur ungmenni sem að sönnu áttu sitt líf á jaðri samfélagsins voru gerð að aðalpersónum. Nú þegar ein þessara aðalpersóna, Sævar Ciesielski, er gengin er eðlilegt að málið leiti enn og aftur á. Innanríkisráðherra hefur verið hvattur til að beita sér fyrir endurupptöku málsins en Hæstiréttur hefur í tvígang hafnað því að taka málið upp að nýju. Ljóst er að ráðherra hefur ekki heimild til þess að skipa fyrir um endurupptöku máls fyrir Hæstarétti. Á það bendir Sigurður Líndal í frétt hér í blaðinu í dag. Ráðherra getur þó beint því til Hæstaréttar að hann taki málið upp. Þeirri hugmynd hefur einnig verið varpað fram að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem færi yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Vald innanríkisráðherra til að skipa slíka nefnd er óskorað. Fáum blandast hugur um nauðsyn þess að kafa í öll þau gögn sem til eru um Guðmundar- og Geirfinnsmálið með það að markmiði að reyna að varpa sem skýrustu ljósi á þá atburði sem áttu sér stað frá því að farið var að rannsaka mannshvörfin tvö þar til dæmt var í málinu. Það ferli hlýtur að vera vel fært í skjöl þótt ýmislegt sem átti sér stað innan veggja fangelsisins í samskiptum við hina ákærðu sé óskráð. Atburðirnir sjálfir, mannshvörfin tvö, verða hins vegar ólíklega skýrð úr þessu. Guðmundar- og Geirfinnsmálið hvílir eins og mara á íslenskum borgurum sem ekki tengjast málum á nokkurn hátt. Ástæðan er sú að meðferð málsins veikti trú manna og traust á réttlátri málsmeðferð innan lögreglu og dómskerfis. Málið hvílir enn þyngra á þeim sem málinu tengjast, þeim sem voru þar sakborningar, fjölskyldum þeirra og vinum. Hjá þessum hópi, sem er stór, bætist við reiði og hryggð yfir því sem ástvinir þeirra máttu reyna í tengslum við málið. Sömuleiðis hlýtur meðferð málsins að hafa hvílt þungt á aðstandendum mannanna sem hurfu. Guðmundar- og Geirfinnsmálið hefur opinberlega verið látið liggja kyrrt í áratugi. Það hefur þó alls ekki legið kyrrt í raun því undir liggur alltaf nagandi óvissa, eða öllu heldur vissa um að illa hafi verið staðið að málum og ungmennin hafi verið dæmd á harla veikum og ólíklegum forsendum. Tímanum verður ekki snúið við og lífi þeirra sem ákærðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu ekki breytt. Hitt er annað að gagnger rannsókn á málsatvikum öllum verður að eiga sér stað og er skipun rannsóknarnefndar augljóst fyrsta skref í þá átt. Á niðurstöðu slíkrar nefndar yrði svo að byggja framhaldið. Vissulega hefði verið farsælla að slík nefnd hefði tekið til starfa miklu fyrr en úr því sem komið er má segja að fráfall Sævars Ciesielski séu tímamót sem ber að nýta.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun