Beint eða óbeint Síðustu ár hafa einkennst af þrá eftir lausnarorðum. Eitt af andsvörunum við þessari þrá er hugtakið beint lýðræði. Kjósendur gera þá sjálfir út um einstök mál í stað þjóðkjörinna fulltrúa. Almennt er gengið út frá því sem vísu að slík breyting sé stjórnarbót. Fátítt er að sjá samanburð á þessum tveimur formum lýðræðis og mat á því hvernig hagsmunum almennings er best skipað í raun og veru. Fastir pennar 2. október 2011 15:21
Baðherbergi þjóðanna Menningarlegur munur þjóða birtist meðal annars í því hvað salernisaðstaða felur í sér í hverju landi. Þegar ég var ungur þurfti ég einu sinni að ferðast með lest frá Istanbúl til Amsterdam, illa haldinn af matareitrun eftir að hafa lagt mér til munns alsírskan geitaost. Aðeins einu sinni á ferðalaginu þurfti ég að gera þarfir mínar í gat í gólfið. Það var á Gare de Lyon lestarstöðinni í París, háborg menningar og lista í Evrópu. Jafnvel í búlgörskum landamæraskúr, þar sem ég þurfti að dúsa um hríð vegna misskilnings við vegabréfaeftirlit við tyrknesku landamærin, var mér boðið upp á betri salernisaðstöðu. Bakþankar 1. október 2011 11:00
Gagn og gaman Það er vissulega sláandi mynd af lestrarkunnáttu unglinga sem birtist í skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Fastir pennar 1. október 2011 11:00
Það þarf að sjúga og sleikja Samfarir á efri árum geta verið erfiðleikum bundnar, það að vera fullur vilja en ris á typpinu ekki til staðar, jafnvel þótt konan hafi áhuga og sleipiefni til staðar. Á hinn veginn, konan ekki til þegar karlinn er með typpið í þolanlegu lagi. Hvað getur þú ráðlagt okkur í þessum efnum? Fastir pennar 30. september 2011 16:00
Farðu heim, krakki Brottvísun kanadíska námsmannsins Jordan Chark er skömm fyrir íslensk stjórnvöld. Lýsing talsmanna Útlendingastofnunar á gildandi lögum er villandi og lögin sjálf löggjafanum og ráðamönnum til lítils sóma. Fastir pennar 30. september 2011 09:00
Undirstaða velferðarinnar Óánægja lögreglumanna með kjör sín er vel skiljanleg. Þeir hafa bent á að þeir hafi dregizt aftur úr þeim viðmiðunarhópum, sem voru skilgreindir þegar lögreglumenn voru sviptir verkfallsrétti. Niðurstöðu gerðardóms telja þeir ekki taka mið af þessu kjaramisgengi. Láti vinnuveitandi þeirra, ríkið, kjaradeilur ævinlega ganga til gerðardóms eins og nú séu lögreglumenn fastir í láglaunagildru. Fastir pennar 30. september 2011 06:00
Upphafið skyldi einnig skoða Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flutti fróðlegt erindi á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins í vor leið, „Tjaldað til einnar nætur á Þingvöllum 17. júní 1944“ (sjá stjornarskrarfelagið.is). Þar spurði hann: Hvers vegna hófst endurskoðun stjórnarskrárinnar jafnvel áður en hún gekk í gildi í slagviðrinu á Þingvöllum 17. júní 1944? Gefum Guðna orðið og stiklum á stóru. Fastir pennar 29. september 2011 11:00
Spennið beltin kæru farþegar Eitt hataðasta fyrirtæki landsins hefur fengið nýjan forstjóra. Það var viðtal við hann hér í blaðinu um síðustu helgi, Birgi Jónsson, forstjóra Iceland Express. Hann hafði reyndar áður verið forstjóri fyrirtækisins um tíma fyrir nokkrum árum og í viðtalinu viðurkenndi hann að skammast sín fyrir forstjóratitilinn í ferilskránni. Bakþankar 29. september 2011 06:00
Strangari agi og stærri sjóðir Þegar aðildarríki Evrópusambandsins ráku smiðshöggið á Efnahags- og myntbandalag Evrópu um aldamótin urðu ýmsir til að gagnrýna að þrátt fyrir að myntbandalagið væri í höfn með upptöku evrunnar vantaði mikið upp á efnahagsbandalagið. Ekki væru til neinir sjóðir til að aðstoða aðildarríki sem lentu í efnahagsvanda og engin raunveruleg sameiginleg efnahags- og ríkisfjármálastefna. Reglurnar sem áttu að tryggja að aðildarríkin héldu sig innan skilyrða Maastricht-sáttmálans um fjárlagahalla og skuldasöfnun ríkissjóðs væru sömuleiðis of veikar. Fastir pennar 29. september 2011 06:00
Konan kennd við ryðdallinn Meistaraverk!“ hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég batt með punkti enda á fræðigrein sem ég vann að. Það skrölti í Rúmfatalagers-skrifborðsstólnum mínum er ég hallaði mér kotroskin aftur og hóf að láta mig dreyma um þá vegsemd sem biði mín í kjölfar vel unnins verks. Í höfði mér glumdi lófatak og fyrir augum mér svifu fálkaorður. Sigurvímunnar fékk ég hins vegar ekki að njóta lengi. Ég komst nefnilega að því að aðeins sjö manns lesa að meðaltali hverja birta fræðigrein. Sjö manns! Ef ég gerði ráð fyrir að pabbi og mamma væru tveir þessara einstaklinga, eiginmaðurinn einn, bræðurnir… ja, þeir myndu líklega bara bíða eftir kvikmyndaútgáfunni… þá voru fjórir eftir. Bakþankar 28. september 2011 06:00
Löggæzlan gæti vel að lögunum Ábending Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæzlustofnana, sem birt var í gær, er grafalvarlegt mál fyrir embætti ríkislögreglustjóra og einstök lögregluembætti. Fastir pennar 28. september 2011 06:00
Jón og Reverend John Tjáningarfrelsið er á meðal mikilvægustu réttinda sem mannkynið hefur viðurkennt. Það að geta tjáð skoðun sína er einn af hornsteinum siðaðra samfélaga. Víða er tjáningarfrelsinu settar einhverjar skorður er lúta að meiðyrðum eða öðru því sem skerðir rétt annarra, þó þeir séu til sem trúa því að frelsi til að tjá skoðanir sínar eigi að vera öllu öðru æðra. Bakþankar 27. september 2011 06:00
Lágmark að sitja við sama borð Þegar litið er um öxl virðist ljóst að mun farsælla hefði verið fyrir Palestínumenn að samþykkja tillögu Sameinuðu þjóðanna 1947 um skiptingu lands þeirra milli gyðinga og Palestínumanna. Hafa verður þó í huga að um var að ræða land sem þeir höfðu haft fullt forræði yfir öldum saman og búið á með gyðingum sem þó voru mikill minnihluti í landinu. Síðan eru liðin meira en sextíu ár og ástandið í Palestínu kunnara en frá þurfi að segja. Ísraelsmenn hafa hernumið þorra þess lands sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu Palestínumönnum og fara þar með öll völd. Fastir pennar 27. september 2011 06:00
Vald og virðing Þrátt fyrir landhelgisbaráttuna höfum við lengst af verið í góðum tengslum og viðskiptum við Breta og Bandaríkjamenn. Þegar Bretar hertóku Ísland 10. maí 1940, vöknuðu sumir við framandi flugvélarhljóð í vornóttinni. Borgarstjórinn í Reykjavík, sem var fárveikur, leitaðist við að setjast upp og kallaði á dóttur sína: „Hvaða merki er á flugvélinni? Hverjir eru þetta?“ Hún stóð við gluggann og sagði eftir smástund: „Þetta eru Bretar.“ Fargi var létt af borgarstjóranum sem sagði um leið og hann hneig aftur niður á koddann: „Guði sé lof, Guði sé lof!“ Allir vissu hvers var að vænta ef þetta hefðu verið Þjóðverjar. Fastir pennar 27. september 2011 06:00
Bókmenntasorgin Í síðustu viku fengu foreldrar og forráðamenn nemenda í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst frá kennurum þar sem þeir falast eftir bókum barnanna þeirra. Bakþankar 26. september 2011 09:03
Hvar eru þeir nú? Komið hefur fram að á 139. löggjafarþingi hafi Pétur Blöndal borið höfuð og herðar yfir aðra þingmenn í því að láta ljós sitt skína í ræðustól. Eftir hrunið setur hann ekki ljós sitt undir mæliker heldur lætur það lýsa frá hæðum, eins og frelsarinn bauð okkur að gera. Pétur talaði í rúmlega 35 klukkustundir á þessu þingi, hélt 194 ræður og gerði 636 athugasemdir. Fastir pennar 26. september 2011 08:00
Spurning um viðhorf þingmanna Íslenzkir alþingismenn eiga Norðurlandamet í málþófi, eins og rifjað var upp í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Á öðrum norrænum þjóðþingum tíðkast ekki að stjórnarandstaðan knýi fram samninga við stjórnarmeirihlutann með því að taka mál í gíslingu og ræða þau (eða eitthvað allt annað) sólarhringum saman. Fastir pennar 26. september 2011 06:00
Hnetusmjörsdagurinn Að kremja hnetur, hita þær og kæla svo úr verður einhvers konar hnetusmjör hefur verið gert í hundruðir ára. Fyrsti maðurinn sem fékk einkaleyfi á einhvers konar gumsinu var hins vegar Kanadamaðurinn Marcellus Gilmore Edson árið 1884. Fjölmargir fengu svipaðar hugmyndir og árið 1903 setti læknirinn Ambrose Straub saman vél sem kramdi hnetur svo úr varð hnetusmjör. Tilgangur vélarinnar var reyndar að koma prótíni ofan í tannlaust gamalt fólk og doktor Straub gerði sér eflaust ekki í hugarlund hversu stórkostleg hugmynd þetta bragðgóða mauk var. Bakþankar 24. september 2011 06:00
Hvar er jafnlaunavottunin? Launamunur kynjanna er enn og aftur til umræðu. Tvær kannanir, annars vegar á vegum félaga starfsmanna hins opinbera, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og hins vegar stærsta stéttarfélags einkageirans, VR, sýna fram á að hann fer vaxandi á ný. Fastir pennar 24. september 2011 06:00
Ný staða kallar á nýtt tímaplan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði í vikunni það sem hún hefur áður réttilega sagt um ESB-aðildarviðræðurnar að hæpið sé að núverandi ríkisstjórn geti lokið þeim vegna ágreinings um markmið. Annar flokkurinn vill gera samning til að fella en hinn til að samþykkja. Samkomulag flokkanna gat aðeins komið viðræðum áleiðis. Á þetta hefur oft verið bent á þessum vettvangi. En nú blasir einnig við sú nýja staða að áformin um að ljúka málinu á þessu kjörtímabili eru úr sögunni. Fastir pennar 24. september 2011 06:00
Týnda fullnægingin Ein af mínum uppáhaldskvenhetjum er Betty Dodson. Hún er kynfræðingur sem tók virkan þátt í kynlífsbyltingunni á sjöunda áratugnum. Hún var með þeim fyrstu (ef ekki sú fyrsta) sem héldu skipulögð sjálfsfróunarnámskeið fyrir konur. Á þeim tíma var fullnæging konunnar ekki hluti af samförum og hennar kynferðislegu ánægju var ekki veitt sérstök athygli í hjónabandi karls og konu. Fastir pennar 23. september 2011 20:00
Af ástleysi kanslara og kjánapriks Silvio Berlusconi vill ekki sofa hjá Angelu Merkel. Bara alls ekki. Honum finnst hún feit og ekkert sexý. Þessu lýsti hann yfir í símtali við blaðamann, sem var með upptökutæki í gangi og hugðist nota ummælin til að kúga fé út úr forsætisráðherranum ítalska. Þýskir fjölmiðlar tóku þessum ummælum illa og fjölmiðlar annars staðar tala um hneyksli, móðgun og lítillækkun fyrir Merkel, kanslara Þýskalands, sem er sennilega valdamesta kona í heiminum. Bakþankar 23. september 2011 06:00
Skamm fórnarlömb Konur eiga að geta verið einar á ferli eftir myrkur í druslulegum fötum. Börn eiga að geta leikið sér með bolta nálægt umferðargötum. Fólk á að geta skilið reiðhjólin sín eftir ólæst þegar það skýst í búð. Eldra fólk á að geta farið í göngutúr án þess að eiga það á hættu á að verða fyrir bíl. Þannig ætti þetta að vera. Fastir pennar 23. september 2011 06:00
Skárra en ekkert? Þegar Guðmundur Steingrímsson gekk úr Framsóknarflokknum á dögunum sagðist hann myndu láta reyna á að stofna "frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk“. Fastir pennar 23. september 2011 06:00
Fjallabaksleið í skólamálum Grunnskólinn er ein af grunnstoðunum í því velferðarsamfélagi sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólaskylda á sér meira en hundrað ára sögu hér og síðustu vikur hefur átt sér stað umræða um hvort hana beri að afnema. Borgarstjórinn í Reykjavík hóf umræðuna með þeim rökum að með afnámi skólaskyldu myndi fjölbreytni aukast og fleiri nemendum tækist að blómstra innan veggja skólanna. Þeir sem taka undir sjónarmiðið gera það oftast með skírskotun til nemenda sem ekki þrífast vel í skólakerfinu. Fastir pennar 22. september 2011 10:45
Gjaldeyrishöftin og gengið Þegar asíska fjármálakreppan skall á löndunum þar austur frá 1997, féll gengi indónesísku rúpíunnar um 80 prósent. Verðið á erlendum gjaldeyri og innfluttum varningi fimmfaldaðist. Gengishrun rúpíunnar olli þungum búsifjum í Indónesíu eins og nærri má geta. Kaupmáttur heimilanna hrundi, og erlend skuldabyrði fyrirtækjanna og ríkisins þyngdist til muna. Svo hátt gengisfall krónunnar þurfti að varast eftir fall bankanna hér heima 2008. Þess vegna var gripið til strangra, tímabundinna gjaldeyrishafta. Fastir pennar 22. september 2011 06:00
Sagan af ráðinu eina Einu sinni var ráð sem sumum fannst vera algjört óráð en öðrum hins vegar afar gott ráð. Það var kallað Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þetta var valdamikið ráð og ályktaði sí og æ um heimsmálin, var eiginlega hálfgert Æðstaráð. Bakþankar 22. september 2011 06:00
Vald upplýsinga Menntaráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu minnihlutans um að skólastjórum í grunnskólum borgarinnar verði falið að sjá til þess að niðurstöður lesskimunarprófs sem lagt er fyrir í 2. bekk verði kynntar fyrir nemendum og foreldrum. Fastir pennar 21. september 2011 06:00
Ó, ó, í hættulegum heimi Ég átti leið framhjá kirkju einni mikilli í Granada um daginn. Ég var léttur í bragði enda sól í heiði og mannlífið með líflegasta móti þarna á torginu. Síðan sá ég nokkuð sem blés skýi fyrir þetta sólskinsskap mitt. Bakþankar 21. september 2011 06:00
Orðsporið getur enn versnað Það mat alþjóðlega tryggingafyrirtækisins Aon að Ísland sé sízt allra Vestur-Evrópuríkja fallið til fjárfestinga kemur engum á óvart sem fylgzt hefur með þróun mála hér á landi undanfarin ár. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær skipar fyrirtækið Íslandi á bekk með ríkjum á borð við Egyptaland, Rússland, Kína, Tyrkland, Lettland og Albaníu. Heldur skárra þykir að fjárfesta í ríkjum eins og Mexíkó, Marokkó, Litháen, Búlgaríu og Túnis. Fastir pennar 20. september 2011 06:00
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun