Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Lestur

Nýlega kom út skýrsla þar sem fram kom að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Jafnframt kom fram að þeim liði ekki tiltakanlega illa. Það er vísast vegna þess að hvers kyns tækni er víða aðgengileg, ekki síst í tölvum, sem gerir þeim kleift að nálgast þekkingu og styttir þeim leið í námsverkefnum. Hitt er furðulegra, að þessar upplýsingar komi fram svona seint.

Fastir pennar
Fréttamynd

Burt með réttindi borgaranna

Tillaga liggur nú fyrir Alþingi um að veita lögreglunni heimildir til að fylgjast með fólki, án þess að nokkur rökstuðningur liggi fyrir um hvort það hefur framið glæp eða ekki. Slíkt athæfi hefur verið klætt í fagmannlegt og ógagnsætt hugtak undir heitinu forvirkar rannsóknarheimildir, en hið ágæta orð njósnir nær því betur.

Bakþankar
Fréttamynd

Ójafn leikur

Bankinn telur sig nú hafa náð tökum á rekstrinum og ætlunin er að selja félagið í byrjun næsta árs, samkvæmt svörum sem Fréttablaðið fékk hjá Arion banka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kennileiti hagsýna fólksins

Reglulega berst sá kvittur um landið að sænska verslanakeðjan Hennes og Mauritz hyggist opna útibú á Íslandi. Þráin eftir þessari verslun er býsna sterk því enn hefur ekki reynst flugufótur fyrir sögunni. Íslendingar eiga sér þó þann draum að geta keypt sér ódýr og sæmilega smekkleg föt þótt ekki væri nema á börnin sín, en barnafatadeild Hennes og Mauritz hefur reynst þjóðinni sérstaklega vel. Þegar dró úr utanlandsferðum Íslendinga eftir hrun voru nokkrir landar okkar erlendis snöggir að sjá sér leik á borði og tóku að bjóða upp á innkaup í Hennes og Mauritz gegn greiðslu.

Bakþankar
Fréttamynd

Vændismenn

Vændi er mjög sérstök tegund af mannlegu samneyti. Þá greiðir ein manneskja annarri manneskju peninga fyrir einhvers konar atlot og aðgang að líkama þeirrar sem greiðsluna fær, og fer eðli atlotanna og aðgangsins eftir því hversu há greiðslan er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjáleið um „hneyksli“

Athygli vakti þegar formaður efnahagsnefndar Alþingis sagði að ráðning nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins væri hneyksli. Ríkisútvarpið greindi frá því í fréttum í byrjun vikunnar að einmitt þau ummæli hefðu breytt stöðunni og að sá sem ráðinn var yrði ekki forstjóri. Hér verður ekki lagður dómur á ákvörðun stjórnar Bankasýslunnar. Engin

Fastir pennar
Fréttamynd

Meira en að metta börn

Uppeldi barna er verkefni sem nær til allra þátta daglegs lífs. Meðal þess sem þarf að kenna börnum er að næra sig sér til gagns. Þegar farið var að bjóða upp á mat í grunnskólum í stað þess að börnin kæmu með nesti með sér að heiman steig skólinn inn á þetta svið uppeldisins. Næring barna, sem áður var alfarið á ábyrgð heimilisins, er nú að hluta á ábyrgð skóla og þar með menntayfirvalda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á pólitískum vígvelli

Nú er orðið ljóst að eitthvað annað en álver Alcoa mun rísa í nágrenni Húsavíkur. Landsvirkjun á enn í viðræðum við fimm aðila, þar á meðal einn álframleiðanda, kínverska fyrirtækið Bosai Mineral Group.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ósjálfbært plan

Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu í vikunni fram tillögur í efnahagsmálum. Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn halda því fram að tillögurnar eigi á trúverðugan hátt að tryggja sjálfbærni í ríkisrekstri. Af lestri þeirra er vandséð að svo verði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spurning um trúverðugleika

Í umræðum um ráðningu nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins hefur Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, sem var ráðinn til starfans, mátt þola alls konar ómaklega gagnrýni. Páll hefur ekki gert neitt rangt; hann sótti bara um starf og var ráðinn. Ekki verður séð að pólitísk tengsl eða klíkuskapur hafi ráðið neinu um niðurstöðuna. Ráðningin er þó gagnrýni verð en sú gagnrýni á að beinast að öðrum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nei, ha, hvað var ég að gera?

Athyglisbrestur er …að vera á kassa í búð en veskið varð eftir heima. Að hafa ekki græna glóru um hvert pin-númerið á kortinu er. Eða bara vera á kassanum og reyna að borga með ökuskírteininu.

Bakþankar
Fréttamynd

Rússland og framtíðin

Þegar litið er til framtíðar er oft rætt um Rússland sem eitt hinna rísandi velda. Landið er með Kína, Indlandi og Brasilíu eitt svonefndra BRIC-ríkja sem tíska er að telja næstu efnahagsstórveldi heimsins. Ný staðfesting á stöðu Pútíns, samhliða dýpkandi forustukreppu á Vesturlöndum, hefur orðið tilefni til umræðna um stöðugleikann í Rússlandi og meintan styrk í ríkisstýrðu hagmódeli þar eystra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spark í afturendann

Ákvörðun Alcoa um að blása af álver á Bakka við Húsavík er áfall fyrir áform um að efla fjárfestingu í landinu og fjölga störfum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ertu vanagefinn?

Vaninn er harður húsbóndi. Fáir sjá það betur en Pedro þjónn á kaffibarnum Azaharra í miðbæ Priego de Córdoba. Áður en hann opnar á morgnana getur hann sagt til um það hverjir koma og klukkan hvað. Fæstir þurfa að panta drykki því Pedro veit fyrir löngu hvað viðkomandi vill.

Bakþankar
Fréttamynd

Um stöðu mála fyrir Landsdómi

Með ályktun 28. september 2010 samþykkti Alþingi að höfða bæri sakamál fyrir Landsdómi á hendur fyrrum forsætisráðherra fyrir ætluð brot framin í embætti á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Af því tilefni kom Landsdómur saman í fyrsta skipti. Saksóknari Alþingis gaf út ákæru á hendur ráðherra í maí sl. á grundvelli ályktunar þingsins. Ákærunni er skipt upp í tvo kafla. Í þeim fyrri er ráðherra gefin að sök alvarleg

Fastir pennar
Fréttamynd

Skýra mynd af vændi skortir

Innanríkisráðherra hefur sagt að vel komi til greina að setja á fót starfshóp sem rannsaki til hlítar umfang og eðli vændis á Íslandi á næstunni. Tíu ár eru síðan dómsmálaráðuneytið lét gera úttekt á stöðu vændis á Íslandi. Sú rannsókn beindist fyrst og fremst að eðli starfseminnar og félagslegu samhengi. Markmið hennar var ekki að leggja mat á umfang starfseminnar. Það gefur augaleið að nýrri og nákvæmari upplýsingar um eðli og umfang vændis gætu gert störf þeirra sem að málaflokknum vinna markvissari. Þetta á við um lögreglu, velferðarþjónustu og samtök eins og Stígamót sem sinnt hafa þjónustu við konur á leið úr vændi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki líta undan

Fyrir liðlega þrjátíu árum gengum við fjórir félagar um Hornstrandir. Áður en við lögðum upp fórum við á sunnudegi til messu í Staðarkirkju í Aðalvík. Prestur var kominn að sunnan og við sem vorum í kirkju hlustuðum á hann prédika um huliðshjálm, það sem væri hulið og það sem væri opinbert. Ræða hans um það sem ekki sést barst inn í eyrun og út yfir hvannastóð og fíflabreiður. Þetta var svo sérkennileg ræða að við, þrír prestlingar og einn tæknimenntaður, ræddum um prestinn Huliðshjálm alla leiðina austur í Horn. Orðið huliðshjálmur dregur síðan fram í hug mér myndina af honum sem lagði út af þessu orði sem ekki er til í Biblíunni. Það var Ólafur Skúlason.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvernig annað fólk hugsar

Kannski er sumt fólk ekki nógu duglegt lengur að lesa bækur. Kannski á það sinn þátt í því að svo margt fólk virðist hætt að heyra hvert í öðru, hætt að nenna að hlusta hvert á annað, hætt að hafa áhuga á því sem öðrum kann að finnast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fegurð skeggsins

Bandarísk skeggkeppni fór fram í síðustu viku í Pensylvaníu en keppnin er árviss viðburður Vestanhafs þar sem karlmenn með mismunandi sortir yfirvara-, höku- og alskeggja keppa sín á milli í nokkrum flokkum.

Bakþankar
Fréttamynd

Kapp eða forsjá

Allar forsendur ættu nú að liggja fyrir til að meta hvort fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng geta staðið undir sér með veggjöldum. Síðustu tölurnar bættust í reikningsdæmið þegar tilboð bárust í verkið í síðustu viku. Lægsta tilboðið nemur 8,9 milljörðum króna en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á 9,3 milljarða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvöfeldni

Athygli vakti á dögunum að ríkisstjórnin vildi ekki gera þær sakir upp við forseta Íslands í ríkisráði þegar hann fór í erlenda fjölmiðla til þess að tala gegn þeirri ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Viðtal fjármálaráðherra á BBC í vikunni skýrir vel vanmátt ríkisstjórnarinnar í þessum efnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar eru þau nú?

Í vikunni las ég að prestur hefði lent í bobba í útvarpsviðtali aðspurður um núverandi dvalarstað látins manns. Þegar ég horfði á upptöku af viðtalinu gat ég þó ekki séð að bobbinn væri ýkja mikill. Rétt er að fát kom á prestinn og hann tafsaði, greinilega ekki viðbúinn spurningunni. Henni var líka slengt fram á óvenjulega skorinorðan og umbúðalausan hátt. Sem er hressandi. En svarið kom: Það er ekki okkar að dæma, Guð einn dæmir (sbr. Lúk 6.37). Presturinn bætti því enn fremur við að það sem gert er á hluta barns er gert á hluta Krists (sbr. Matt 25.40, 45). En eftir stóð spurningin: „Stendur ekki í Biblíunni að hann muni brenna í helvíti um alla eilífð?“ Illu heilli lét presturinn það ógert að svara þeirri spurningu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fögnum með báða fætur á jörðinni

"Við erum eiginlega dálítið hátt uppi, það er svo gaman að vera til hérna," segir Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um Bókamessuna í Frankfurt í samtali við Fréttablaðið í dag. Ekki er nema von að íslenskir höfundar og útgefendur svífi um á bleiku skýi þessi dægrin, enda hafa þeir verið miðpunktur athyglinnar á einni áhrifamestu bókakaupstefnu heims. Fræjunum hefur verið sáð og nú bíðum við uppskerunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Máttlitlir siðferðisvitar

Það hver verði biskup eftir ár er ekki mjög áhugaverð spurning. Það er heldur ekki það sem kirkjan ætti að hafa áhyggjur af eða við ættum að vera að spyrja okkur. Þess í stað ættum við að velta því fyrir okkur hvort þjóðkirkjan, eða önnur trúfélög, séu öfl sem mark er á takandi þegar kemur að því að vísa veginn í siðferðismálum. Trúleysingjanum finnst það ekki, en hver verður að fá að svara þessu fyrir sig.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betra ESB fyrir íslenzka bændur?

Fyrirhugaðar breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, sem sagt var frá í fyrradag, hljóta að fá rækilega skoðun hér á landi; hjá þeim sem taka þátt í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, hagsmunasamtökum bænda og neytenda og umhverfissamtökum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Peningana vantar

Stjórnendur Landspítalans taka þessa dagana óvinsælar og erfiðar ákvarðanir um sparnað í rekstri spítalans. Tilkynnt hefur verið að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verði lokað um áramótin og sjúklingunum dreift á aðrar deildir spítalans. Þá hefur verið ákveðið að loka réttargeðdeildinni á Sogni í Ölfusi og flytja starfsemina að Kleppi í Reykjavík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslensk gestrisni

Pönnukökur með sykri og rjóma, göngutúrar og einkakennsla í lopapeysuprjóni er meðal þess sem Íslendingar ætla að bjóða erlendum ferðamönnum upp á ef þeir vilja kíkja við. Mér skilst að Dorrit ætli sjálf að þeyta rjómann á Bessastaðabýlinu og Felix Bergsson ætlar að bjóða heim í ekta íslenskan mat. Það verður líka hægt að fara í notalegt fótabað með iðnaðarráðherra við sjávarsíðuna ef marka má myndbrot á vefsíðunni inspiredbyiceland.com! Sú leiðindaklisja að Íslendingar séu kuldalegir og lokaðir skal nú kveðin niður.

Bakþankar